Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Side 70

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Side 70
70 18. maí 2018 Tímavélin Gamla auglýsinginVísir 20.maí 1949 H elgi Gunnarsson var ein- búi á bænum Grund í Jök- uldal í tæpan áratug. Ekki er víst að einsetulífið hafi gert honum gott því að í Viðtali við Fálkann árið 1965 sagði Helgi frá því að hann sæi drauga, læsi barnabækur og tæki allt slátur í einum kepp. Sá þrekvaxinn draug með yfirskegg Helgi var fæddur árið 1903 á bæn- um Gautsstöðum í Jökuldal inn í sex manna fjölskyldu. Þegar ann- að heimilisfólk var annaðhvort dáið eða flutt í burtu ákvað Helgi að stunda búskap einsamall en hann var þá orðinn eineygður eft- ir slysaskot af haglabyssu. Þegar Helgi bjó á Grund um miðja öldina átti hann hundrað ær en ekkert annað fé. Í örfá skipti hitti hann nágranna sína en langt var á milli bæja. Helgi var stoltur af sínum búskap og hreykti sér af því að hafa aldrei misst kind í hrakningum. Einmanaleikinn sótti hins vegar á hann. Þegar hitt augað fór að gefa sig árið 1961 flutti hann til Reykjavíkur og var þá með vinnustofu þar sem hann bjó til bursta og fleira. „Ég held að það ætti að banna með lögum að menn búi kven- mannslausir, alveg skilyrðis- laust,“ sagði hann við blaðamann Fálkans árið 1965. Blaðamaður hafði haft fregn- ir af reimleikum í Jökuldal og spurði Helga út í þá. Helgi játaði því og sagðist hafa séð draug í tvö skipti. „Það var eitt kvöldið að ég var að lesa. Þá sé ég hvar stend- ur maður í grænum stakki með áfasta hettu á miðju gólfi. Þetta var þrekvaxinn maður með svart yfirskegg. Hann horfði lengi á mig og ég á hann, en ekki yrti ég á hann. Svo fór hann að horfa á stóran spegil á veggnum og horfði í hann lengi. Svo gekk hann út um lokaðar stofudyrnar, án þess að gera mér neitt, en ég heyrði að hann skellti útidyrahurðinni.“ Í annað skipti sagðist Helgi Þrífætta trippið Þrífótur rannsakað í Connecticut Vorið 1966 kastaði hryssa bóndans Marmundar Krist- jánssonar að Svanavatni í Aust- ur-Landeyjum þrífættu folaldi og vantaði á það hægri fram- fótinn. Fékk folaldið nafnið Þrí- fótur og var sent á Álftanes þar sem það dafnaði vel. Í september árið 1967 var það síðan sent til Rotterdam í Hollandi og svo til Connect- icut í Bandaríkjunum. Þar ætl- aði maður að nafni Daniel A. Meyers West Cornwall að láta framkvæma rannsóknir á tripp- inu. Þrífótur var fluttur í sérs- tökum stuðningskláf um borð í skipinu Reykjafossi og átti ekki að fara illa um hann. Ekki fréttist meira af Þrí- fæti en sumir héldu því fram að hann hefði verið sendur í sirkus. Einbúinn HElgi sauð allt slátrið í Einum kEpp losun kamars fór úrskeiðis í skaftafelli Vorið 1995 kom upp sannkall- að skítamál í þjóðgarðinum í Skaftafelli en þá var saur og alls kyns rusli úr kömrum dreift yfir tún í leyfisleysi, skammt frá tjaldsvæði. Samkvæmt frétt DV frá 23. maí þetta ár hlaust mikil sjón- mengun af losuninni enda um- talsvert magn af aðskotahlut- um í rotþrónum. Landverðir urðu að taka á sig að fínkemba svæðið af smokkum, túrtöpp- um og öðru rusli sem lá eins og skæðadrífa úti um allt. Stefáni Benediktssyni þjóðgarðsverði voru sendar athugasemdir vegna málsins og var í kjölfarið ákveðið að losa kamrana með öðrum hætti í framtíðinni. Kjartan Hreinsson, heilbrigðisfulltrúi svæðisins, fullvissaði þjóðgarðsgesti um að þeim stafaði ekki nein hætta af saurnum og sagði jafnframt að ekki yrðu frekari eftirmál. l eiktækjasalurinn Freddi, sem staðsettur var í mið- borg Reykjavíkur, lifir í huga margra Íslendinga sem eru að komast á miðjan aldur. Þar hengu unglingar og ungt fólk og dældi smápeningum í kassa með Pac Man, Donkey Kong og fleiri sí- gildum leikjum. Viggó Sigurðsson handboltakappi, sem rak Fredda í sextán ár, ræddi við DV um þenn- an tíma. Kynntist leiktækjunum í Þýskalandi Það mætti segja að leiktækjasal- irnir ættu ættir sínar að rekja til 17. aldar þegar fyrsti kúluspila- kassinn var smíðaður í Frakklandi í tíð Loðvíks XIV. Á fjórða tug síð- ustu aldar var græjan tengd við rafmagn og fljótlega á sjötta og sjöunda ára- tugunum urðu kúlu- spilastaðir vinsælir. The Who sungu um kúlu- spilagaldrakarlinn árið 1969 og þremur árum síðan kom fyrsti vinsæli tölvuleikjakassinn fram á sjónarsviðið, Pong frá Atari. Fleiri leikir fylgdu í kjölfarið og leik- tækjasalir spruttu upp víða um heim, meira að segja á Íslandi sem var þó aftarlega á merinni hvað varðar tækninýj- ungar á þessum árum. Jóker voru með tvo sali, við Grensásveg og í Bankastræti, Kaupland voru með sali í Einholti og við Aðalstræti og á Laugaveginum, við hlið Stjörnu- bíós, var Vegas. Jarðvegurinn var frjór fyrir þessa starfsemi á Íslandi. Árið 1981 er þó eitt stærsta árið í íslenskri tölvuleikjasögu því þá opnaði Viggó Sigurðsson handboltaleikmaður leik- tækjasalinn Fredda í húsinu Fjala- kettinum við Aðalstræti 8 í Reykja- vík. Viggó spilaði á þessum árum með liðinu Bayer Leverkusen í Þýskalandi og þar sá hann allt það nýjasta og besta í þessum geira. Leiktækin flutti hann síðan beint inn, bæði nýjustu tölvuleikina og kúluspilin, frá Þýskalandi og Bandaríkjunum. Viggó rak Fredda í alls sextán ár, samhliða hand- boltaiðkun og þjálfun. Hiti í borgarstjórn Samkeppnin harðnaði og stað- irnir spruttu upp eins og gorkúl- ur. Árið 1983 voru þeir orðnir tíu talsins í Reykjavík en Freddi stóð upp úr sem sá vinsælasti. Helsti samkeppnisaðilinn var þá Tralli á Skúlagötu. Viggó passaði upp á að endurnýja leikina og inn- leiða nýja tækni, svo sem fyrsta lasergeislatækið sem flutt var inn. Það sendi myndina beint á skerminn með aðstoð tölvu og bauð upp á bestu myndgæðin. „Þetta snerist um að vera alltaf með það nýjasta og fylgjast vel með. Við Tralli áttum markaðinn á þessum tíma og gekk vel á báð- um stöðum. Þá kassa sem ég var hættur að nota gat ég síðan selt, til dæmis til Eden í Hveragerði þar sem var stór leiktækjasalur.“ Fljótlega var Freddi búinn að sprengja Fjalaköttinn utan af sér og vildi flytja yfir á Tryggva- götu 32, við hliðina á ESSO-stöð- inni á horni Tryggvagötu og Kalkofnsvegar árið 1984, í hús- „snerist um að vera alltaf með það nýjasta“ Freddabar: Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Pressan 20. desember 1990

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.