Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Blaðsíða 18
18 18. maí 2018fréttir MANITOU MLT 625-75 H Nett fjölnotatæki Pétur O. Nikulásson ehf. • Melabraut 23, Hafnarfjörður • Símar: 552 2650 / 552 0110 • pon@pon.is 6.800.000 kr. + VSK ast engin heilbrigðisþjónusta í landinu. Of mikið magn af kóbalti getur valdið ýmsum sjúkdómum, allt frá öndunarsjúkdómum, eins og asma, til krabbameins. Eftir að fólk veikist vegna þessarar meng- unar þá gerir það líf þeirra enn- þá erfiðara þar sem þau eiga erfitt með að vinna erfiðisvinnu, sem er nánast eina vinnan sem hægt er að fá í landinu. Hafa stórir hóp- ar samfélagsins orðið útskúfaðir vegna þessara veikinda og margir þeirra hafa dáið vegna hungurs. Fæðingargallar eru einnig afar al- gengir og eiga þau börn lítinn sem engan möguleika að lifa af eft- ir fæðingu vegna lélegs heilbrigð- iskerfis í landinu. Rétt er að geta þess að kóbalt er þó algjörlega skaðlaust í mjög litlu magni. Barnahersveitir og fjöldamorð Börn eru ekki eingöngu notuð sem vinnuafl í námunum, þau eru líka notuð sem hermenn til að gæta námusvæði og jafnvel er þeim skipað að yfirtaka nám- ur með vopnavaldi. Yfir 30 upp- reisnarhópar eru í landinu og eru átök á milli þeirra tíð. Helst eru átökin vegna námusvæð- anna, þar sem verðmætin sem koma frá þeim gera þessum hóp- um kleift að kaupa vopn og birgð- ir fyrir hermenn hópanna. Frétt- ir berast reglulega af hrottalegum fjöldamorðum af hendi einhverra þessara hópa í landinu, þar sem fjöldagrafir hafa fundist með sak- lausum börnum, konum og mönn- um. Árásir þessara hópa á þorp eru einnig mjög algengar og eftir að búið er að myrða flesta karlmenn- ina í þorpinu eru konunar notaðar sem kynlífsþrælar og börnin þjálf- uð til að verða barnahermenn fyrir sjálfa hópana. Fyrrverandi forseti Kongó, Laurent Kabila, var sjálfur með 10.000 barnahermenn undir sinni stjórn þegar hann tók völdin í landinu árið 1996 og var fjöldi þeirra notaður í námum hans en ávinninginn notaði hann til að fjármagna stríðið sitt. Verðmætin skila sér ekki til samfélagsins Kongó er eitt fátækasta land í heiminum og lifa um 70% af íbú- um þess undir fátæktarmörk- um. Arthur Kaniki, prófessor við háskólann í Lubumbashi, hef- ur rannsakað áhrif kóbaltsfram- leiðslu á landið hans undanfarin ár og hann hefur sterkar skoðanir á málefninu. „Þú getur ekki kom- ið sem fyrirtæki, tekið auðlindirn- ar, flutt þær úr landi og skilið sam- félagið eftir í fátækt. Það er ekki rétt, sérstaklega þegar þeir menga umhverfið líka. Við sjáum tonn eftir tonn af úrgangi skilið eftir í þorpum sem hafa ekkert vatn, enga vegi, enga spítala og enga skóla. Þetta er ekki rétt,“ er haft eftir Kaniki. Að hans mati gæti Kongó mögulega verið eitt af rík- ustu löndum heims þar sem talið er að verðmæti ósóttra málma sem eru í landinu eru metnir á um 24 þúsund milljarða dollara. Þessi gífurlegu verðmæti sem fel- ast í kóbaltinu hafa því miður ekki skapað hagsæld fyrir landið held- ur vandamál sem engar augljósar lausnir virðast við. Óveðursskýin virðast hlaðast upp. Lítið um eftirlit og alþjóðlegt regluverk Nánast engar reglugerðir eru til staðar í Kongó um vinnslu á málmum eins og kóbalti og enn minna er um eftirlit til að fram- fylgja þeim fáu reglum sem þó hafa verið settar. Það er ansi al- gengt að fólk opni ólöglegar nám- ur og talið er að um 12,5 milljónir manna vinni í ólöglegum námum víðs vegar um landið. Fyrirtæki eins og Apple og Samsung eru öll með stranga innkaupastefnu varðandi kaup á málmum, eins og kóbalti. Stefna fyrirtækjanna er sú að kaupa ekki hráefni frá nám- um sem stunda þrælavinnu eða barnaþrælkun. Stóra vandamálið er að það er mjög erfitt fyrir þessi fyrirtæki að vita nákvæmlega hver uppruni málmana er. Fyrirtæk- in sem kaupa málmana frá blóð- námunum eiga það til að blanda þeim saman við málma sem koma frá löglega starfræktum námum. Þótt fyrirtæki sem framleiða raf- tæki um allan heim séu á þessari sömu línu er virðist vera lítill áhugi hjá þeim að reyna að koma þessum breytingum í gagnið. Heilu þorpin flutt Það er orðið nánast daglegt brauð að heilu þorpin séu flutt frá ein- um stað til annars til þess að búa til pláss fyrir nýrri kóbaltnámu. Íbúanir geta lítið sagt eða gert þar sem herinn sér um það að öll mót- mæli vegna flutninga séu stöðvuð strax. Hefur herinn verið ásak- aður um að skjóta þá mótmæl- endur sem hlusta ekki á skipan- ir hersins um að flytja heimili sitt og fjölskyldu. Nýju heimili íbú- anna eru oftast mjög fjarri gamla heimili þeirra og er það mjög al- gengt að staðsetning nýju þorp- anna sé í kringum gamlar og tóm- ar námur. Afleiðingarnar eru þær að grunnvatnið á svæðinu er svo mengað eftir námuvinnsluna að ekki er hægt að rækta í nánasta umhverfi. Þá veldur vatnsmeng- unin því að vatnið er það mengað að það veldur krabbameini. Yfir- völd í samstarfi við fyrirtækin lofa alltaf gulli og grænum skógum, eins og að byggður verði nýr skóli eða ný heilsugæsla í nýja þorp- inu, en það gerist of seint ef það gerist yfir höfuð. Þessir gífurlegu fólksflutningar hafa valdið því að svæði sem áttu nú þegar í erfið- leikum með að sinna íbúum eru að fá enn fleiri einstaklinga inn á sig sem þau ráða illa við. Kínverjar áhrifamiklir í landinu Kína kaupir um 90% af öllu kóbalti sem framleitt er í Kongó og eru því hagsmunir þeirra gífurlegir vegna þess hversu mikilvægur málm- urinn er fyrir alla raftækjafram- leiðslu í landinu. Án kóbalts gætu stórfyrirtæki á við Apple og Sam- sung ekki framleitt vörur sínar þar sem hann er nauðsynlegur í fram- leiðslu á batteríium fyrir tækin sem þeir framleiða. Þessi gífurlega eftirspurn veldur því að kínversk stórfyrirtæki hafa aukið áhrif sín í landinu. Stærsta kínverska fyr- irtækið, sem sérhæfir sig í kaup- um á kóbalti í landinu, hefur lagt fram gífurlega fjármuni til for- seta landsins, Joseph Kabila. Þessi stuðningur fyrirtækisins skilar sér vel til baka. Til dæmis sjá persónulegar lífvarðasveitir forsetans um ör- yggisgæslu á starfsstöðvum fyrir- tækisins. Mörg dæmi eru um að lífvarðasveitir forsetans séu not- aðar af fyrirtækinu til að ógna og jafnvel drepa smásala sem selja fyrirtækinu kóbalt, allt til þess að tryggja sér nægt framboð. Samkeppnisaðilar eru engir þar sem þessi sérstaka vernd hefur skapað algjöra einokunarstöðu á markaðnum og hafa samkeppnis- fyrirtækin nánast horfið af mark- aðnum. Kínversk yfirvöld hafa einnig séð til þess að lána yfir- völdum stórar fjárhæðir til að tryggja góð pólitísk tengsl við rík- isstjórn landsins. Hvað er hægt að gera? Gífurlegt magn af góðgerðarfé- lögum eru starfrækt í Kongó til að reyna að stöðva þá barnaþrælkun og mannréttindabrot sem eiga sér stað í landinu vegna framleiðslu á þessum málmi og öðrum málm- um. Það sem er hins vegar að gera starf þeirra nánast óbærilegt er sá stuðningur sem iðnaðurinn fær í landinu vegna spillingar í kerfinu. Þeir einu sem eru að græða á þess- um verðmæta málmi virðast vera spilltir stjórnmálamenn sem fá fúlgur fjár frá fyrirtækjum sem skila svo milljarða hagnaði ár hvert. Það sem öll góðgerðarfélögin eru sam- mála um er að alþjóðlegt reglu- verk sé nauðsynlegt til að skylda kaupendur að stunda harðara eft- irlit með uppruna málma sem þeir kaupa ásamt því að gefa alþjóða- dómstólum vald til að lögsækja þau fyrirtæki sem kaupa málma sem hafa verið sóttir með því að notast við barnaþrælkun. Þá minna þau einnig neytendur reglulega á mik- ilvægi þess að endurvinna raftæk- in sín sem innihalda endurhlaðan- legar rafhlöður. n „Þessi gífurlegu verðmæti sem felast í kóbaltinu hafa því miður ekki skapað hagsæld fyrir landið heldur vandamál sem engar augljósar lausnir virðast við. Óveðursskýin virðast hlaðast upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.