Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Blaðsíða 51
Barnið 18. maí 2018 KYNNINGARBLAÐ Verslunin Móðurást á sér merki-lega forsögu en eigandinn, Guðrún Jónasdóttir, hóf árið 1992 að kaupa brjóstadælur og leigja þær út. „Ég eignaðist fyrirbura 1987 og upp úr því stofnuðum við nokkur stuðningshóp fyrir fyrirburaforeldra og þá áttaði ég mig á því að þetta vant- aði. Ég fór því að kaupa mjaltavélar dýrum dómum og leigja þær út,“ segir Guðrún. Hér var því um sannkallaða frumkvöðla- starfsemi að ræða sem rekin var af hugsjón. „Svona var enginn að gera á Íslandi og ég gerði mér fljótt grein fyrir því að það vantaði mikið upp á þjónustuna við mæður ný- fæddra barna.“ Starfsemin tók smám saman að vaxa og breikka og Guðrún fór að selja ýmsan skyldan varning. Fyrst var hún bara með þetta heima hjá sér en árið 2002 stofnaði hún verslunina Móðurást sem í dag er bæði verslun uppi á Laugavegi 178 og vefverslun. „Ég leigi áfram mjaltavélar og einnig leigi ég út ungbarnavogir sem koma sér vel til dæmis hvað varðar fyrirbura því þeir eru útskrifaðir fyrr en áður var. Ég veiti líka brjóstagjafarráðgjöf fyrir konur sem þurfa á slíku að halda en ég er menntaður brjósta- gjafarráðgjafi,“ segir Guðrún. „Sérhæfing mín felst í þessu ásamt því að ég sel allt sem snertir brjóstagjöf, allt sem gæti þurft við mismunandi aðstæður við brjóstagjöf,“ segir Guðrún en auk þess eru seldar ýmsar barnavörur í Móðurást, föt, ungbarnaleikföng og Silver Cross barna- vagnar og kerrur, svo eitthvað sé nefnt. Guðrún segir að starfið sér mjög gefandi og hún sé lánsöm að fá að starfa við áhuga- mál sitt og hugsjón, ekki séu allir svo heppnir. Sem fyrr segir er verslunin staðsett á Laugavegi 178, við hliðina á gamla útvarps- húsinu. Vefverslunin er á slóðinni www. modurast.is. Sumar vörur eru eingöngu til sölu í vefversluninni en það er engu að síður hægt að sækja þær í verslunina. Margir viðskiptavinir skoða vörurnar vandlega á vefnum en koma síðan í verslunina til að skoða betur og fá ráðgjöf. Verslunin á Laugaveginum er opin mánu- daga–föstudaga frá kl. 11 til 18 og laugar- daga frá 12 til 16. Símanúmer er 564 1451 og netfang modurast@modurast.is. Verslunin Móðurást á sér merka forsögu: Hugsjón og frumkvöðlastarfsemi Verslunin á Laugaveginum er opin mánudaga–föstudaga frá kl. 11 til 18 og laugardaga frá 12 til 16. Símanúmer er 564 1451 og netfang modurast@modurast.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.