Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Blaðsíða 26
18. maí 2018 Ábyrgðarmaður: Steinn Kári Ragnarsson / steinn@dv.is Umsjón: Ágúst Borgþór Sverrisson / agustb@dv.is Coerver Iceland sérhæfir sig í knattspyrnuþjálfun og er hluti af Coerver Coaching, sem var stofnað árið 1984 af Alfred Galust- ian og Chelsea-goðsögninni Charlie Cooke, undir áhrifum hins goðsagna- kennda hollenska þjálfara, Wiel Coerver. Þjálfunin byrjaði hér á landi árið 2013 og er Heiðar Birnir Torleifsson framkvæmdastjóri og yfirþjálfari Coerver Iceland. „Við hjá Coerver erum með okkar eigin kennslu- og æfingaáætlun og í dag störfum við í 44 löndum og þjálfunin er í boði allt árið um hring. Við byrjuðum á Íslandi í ársbyrjun árið 2013, fórum rólega af stað og héldum 3–4 námskeið á ári um páska og jól. Um einu og hálfu ári síðar fórum við að gefa meira í og buðum upp á reglulegri helgarnámskeið og vikunámskeið þar sem iðkendur koma einu sinni í viku í 4–8 vikur,“ segir Heiðar. Coerver Iceland hefur átt í góðu samstarfi við félögin í landinu og nú síðustu ár verið í mjög góðu sam- starfi við Breiðablik og einnig við Fram. Iðkendur eru á öllum aldri og frá öllum félögum. „Oftast er aldurinn nemendur í 1.–8. bekk þótt við förum alveg upp í 10. bekk, en þetta hefur þróast svona hjá okkur. Svo vinnum við einnig með eldri leikmönnum, það er 2. flokki og leikmönnum í meistara- flokki, en það er meira einkaþjálfun og erum við þá að hjálpa leikmönnum með einhverja ákveðna þætti í þeirra leik.“ Auk námskeiða um helgar og þar sem iðkendur mæta einu sinni í viku í nokkrar vikur er einnig boðið upp á stærri námskeið um jól og páska sem eru oftast þrír dagar hvert námskeið. Öll námskeið eru aldursskipt, oftast í 2–3 hópa, „við vinnum mikið með leikæfingar í smáum hópum.“ Coerver Iceland býður einnig upp á námskeið um allt land. „Ég hef farið hvert á land sem er,“ segir Heiðar, „ég hef til dæmis farið tvö ár í röð á Þórshöfn á Langanesi, ég var í Stykkishólmi um daginn, hef farið á Vopnafjörð, Laugar í Sælingsdal og Hólmavík svo dæmi séu tekin.“ Í sumar fer Heiðar með fjögurra daga námskeið á Hvammstanga, Skagaströnd og Blönduós til að nefna nokkra staði. „Áhuginn og viðbrögð- in hafa verið frábær. Og velgengni Íslands á EM og HM núna varð til að auka áhugann enn frekar. Það eru leikmenn á öllum færnistigum sem mæta og kennsluáætlunin verður því að henta öllum, þannig að allir, hvar sem þeir eru staddir færnislega, geti komið á námskeiðið og náð framför- um og notið sín. Það er mest gaman fyrir alla og markmiðið er að allir njóti fótboltans betur.“ Um 30 námskeið hafa verið haldin á þessu fótbolta- ári, „sem er gott á okkar markaði,“ segir Heiðar, og hafa um 1.200 krakkar mætt á námskeiðin í ár, sem byrjar í ágúst og endar í lok júní. Knattspyrnuárinu lýkur með fimm daga hátíð á Akureyri Knattspyrnuárinu hjá Coerver Iceland lýkur í júní með alþjóðlegum knattspyrnubúðum á Akureyri, nánar tiltekið 18.–22. júní nk., og er þetta annað árið í röð sem þær eru haldn- ar. „Þarna er öllu tjaldað til og verður mikið um dýrðir,“ segir Heiðar. „Búð- irnar eru í fimm daga, samtals 15 klst. af fótbolta, einnig verða fyrirlestrar á hverjum degi, haldnir af þar til gerðu fagfólki og einnig heitur matur fyrir iðkendur. Á þessu námskeiði erum við í samstarfi við Knattspyrn- ufélag Akureyrar og fer námskeiðið fram á KA-vellinum. Það verða þrír erlendir þjálfarar og við erum eini knattspyrnuskólinn á Íslandi sem býður upp á raunverulega akadem- íuþjálfara, það er þjálfara sem vinna með akademíuleikmönnum á hverjum degi í sínu starfi: einn kemur frá okkar akademíu, portúgalinn Jorge Augiar, og tveir enskir þjálfarar frá Newcastle Utd. En Coerver hefur átt í góðu samstarfi við knattspyrnuakadem- íu Newcastle Utd undanfarin ár og sér til að mynda um þjálfara- menntun hjá félaginu. Einnig verðum við á námskeiðinu á Akureyri með þrjá ís- lenska Coerver Coaching þjálf- ara fyrir utan mig. Ég hvet alla til að skrá sig á vefslóðinni ka.felog.is.“ Mikilvægt að börn fái færni- þjálfun Coerver er með eigin kennsluá- ætlun sem var gefin út árið 1997. „Það var kominn vísir að henni árið 1986, en hún kom út fullbúin árið 1997. Vel var vandað til verks og það er enginn annar með slíka kennslu- áætlun. Fótbolti er bara skoðun og þetta er okkar skoðun,“ segir Heiðar og segir afar mikilvægt að börn fái færniþjálfun, sérstaklega undir 14 ára aldri. „Við trúum því að allir aðrir þætt- ir leiksins byggist á grunnfærninni, það er, ef hún er ekki til staðar þá komi það niður á öðrum þáttum leiksins seinna meir, svo sem taktík, einbeitingu og fleira. Allar æfingar og uppbygging æfinga eru töluvert öðruvísi en krakkarnir eru vanir, þær eru byggðar upp þannig að allir eru með bolta. Svo eykst erfiðleikastigið og við reynum að gera æfingarnar eins líkar leiknum og mögulegt er. Allt sem þau gera og læra er í beinni tengingu við það sem þau lærðu á undan. Coerver Coaching er fyrir alla og okkar mantra og hugmyndafræði er að allir eiga skilið góða þjálfun.“ Þjálfarar sækja líka námskeið hjá Coerver Coerver hefur einnig haldið námskeið fyrir þjálfara, bæði á höfuðborgar- svæðinu og á landsbyggðinni. „Við höfum haldið þjálfaranámskeið fyrir fjölmörg félög, til dæmis Breiða- blik, Víking, Akranes, Fram, Selfoss, Vestra, Fjarðabyggð og tvö námskeið fyrir KSÍ, það hafa yfir 300 þjálfarar komið á námskeið hjá okkur. Þeir hafa verið frá meistaraflokki niður í yngstu flokka, frá mjög reyndum þjálfurum með allar UEFA þjálfaragráðurnar, til þjálfara sem eru að stíga sín allra fyrstu skref í bransanum. Coerver Coaching er fyrir alla og til að mynda eru okkar iðkendur frá byrj- endum upp í afreksmenn og allt þar á milli. Við getum sniðið okkar æfingar að þörfum hvers og eins. Til gamans má geta þess að leikmenn sem hafa komið til Coerver og æft með okkur eru farnir að vekja áhuga erlendra liða. Það eru til að mynda tveir strákar, sem voru að koma heim eftir að hafa spilað æf- ingamót með AC Horsens í Danmörku og stóðu sig gríðarlega vel. Einnig eru nokkrir farnir að fá leiki í Pepsi- deildinni sem voru duglegir að koma í öll prógrömmin okkar fyrstu 3–4 árin. En við tölum aldrei um að leikmaður sé Coerver leikmaður, nema viðkom- andi hafi æft hjá okkur í langan tíma, en Arjen Robben er dæmi um einn, og Robin Van Pierse annan, enda æfðu þeir með Coerver til margra ára. Hinn norski Alexander Sørloth, sem leikur með Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni, var í þessum vikulegu námskeiðum í Noregi til margra ára og hefur opinberlega þakkað fyrir þá þjálfun sem hann fékk þar. Einnig er gaman að segja frá því að í japanska kvennalandsliðinu í dag eru að öllu jöfnu 4–5 byrjunarliðsmenn sem koma frá knattspyrnuskólunum okkar í Japan. En þar í landi fara krakkar ekki að æfa með félögum fyrr en um 14 ára aldur, og erum við með tæp- lega 30 akademíur í Japan.“ Allar frekari upplýsingar um Coerver eru á heimasíðunni: coerver.is. Markmið að allir njóti fótboltans betur COERVER ICELAND KNATTSPyRNUÞJÁLFUN: Ávinningur leikManna: n Eykur leikfærni óháð leikstöðu og getu í knattspyrnu n Lærir færni bestu knattspyrnu- manna heims n Eykur hraða með og án bolta n Nýtur fótboltans betur óháð eigin getu Stofnendur Coer- ver Coaching, þeir Alfred Galustian og Charlie Cooke, ásamt bandarísku goðsögninni Kristine Lilly að taka við viðurkenningu frá Fífa á 30 ára afmæli Coerver Coaching. Æfingaleikur milli Coerver Norge og Real Madrid í Madrid 2017. Frá alþjóðlegu knattspyrnubúðunum á Akureyri 2017. Sumarnámskeið KyNNINGARBLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.