Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Blaðsíða 39
Sumarnámskeið 18. maí 2018 KYNNINGARBLAÐ Börnin njóta þess að vera með hestunum og mynda strax tengsl við þá. Mörg börn sem hafa verið hjá okkur í gegnum árin muna vel eftir sínum uppáhaldshesti í Faxabóli. Í samskiptum sínum við hestana læra börnin að sýna ábyrgð og veita dýrinu umhyggju, enda er þeim kennt að umgangast hestana af væntumþykju og virðingu,“ segir Þóra Þrastardóttir, stofnandi og eigandi Reiðskólans Faxabóls í Víðidal. Faxaból hefur starfað frá árinu 2000 en Þóra hefur stundað hesta- mennsku frá barnæsku og tekið virkan þátt í heimi hestamennskunnar ásamt fjölskyldu sinni. Núna er hafin skráning á sumar- námskeiðin hjá Faxabóli en fyrsta námskeiðið hefst 11. júní og standa þau fram yfir miðjan ágúst. Hvert námskeið stendur yfir í tvær vikur, frá mánudegi til föstudags. Kennt er frá kl. 9-12 eða 13-16. Reiðskólinn sér um að útvega allan öryggisbúnað, reiðtygi og góða hesta. Hver nem- andi fær að prófa sem flesta hesta meðan á námskeiðinu stendur til að geta öðlast meira öryggi og þekkingu í hestamennskunni. Kennslan byggist á verklegum æfingum og reiðtúrum ásamt bóklegri kennslu. Nemendur eru beðnir um taka með sér létt nesti og klæða sig eftir veðri. Nemendum er skipt í hópa eftir getu og þekkingu og fá allir kennslu við sitt hæfi. Nám- skeiðin eru ætluð börnum á grunn- skólaaldri. „Við leggjum áherslu á að í Faxa- bóli á að vera gaman og þar á öllum að líða vel. Námskeiðin einkennast því af gleði og krakkarnir eru duglegir og starfsamir. Við leggjum áherslu á að kynna nemendum okkar hesta- mennskuna þann tíma sem þau eru hjá okkur, kenna þeim grunntökin í reiðmennsku með því að flétta leik inn í þær æfingar sem þjálfa þau til að verða sjálfstæð í stjórnun hestsins. Sem fyrr segir leggjum við mikið upp úr vellíðan hestsins og að börnin sýni dýrunum virðingu,“ segir Þóra. Hún segir jafnframt að mörg börn taki ástfóstri við hestamennskuna eftir að hafa kynnst henni í gegnum sitt fyrsta námskeið hjá Faxabóli og mörg börn sækja þessi námskeið ár eftir ár, sum fara að sækja líka í námskeið yfir vetrartímann og taka að gera hestamennskuna að lífsstíl: „Við í Faxabóli erum stolt af því að geta sagt að margur afburðaknapinn hefur hafið sína hestamennsku hjá okkur og meira að segja nokkur þeirra útskrifast frá Hólaskóla og starfa sem tamningamenn og reiðkennarar,“ segir Þóra. Ítarlegar upplýsingar er að finna um námskeiðin á vefsíðunni faxabol. is og þar er jafnframt hægt að ganga frá skráningu. SuMaRNáMSKeið Í Faxabóli: Þar sem börnin búa til skemmtilegar minningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.