Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Blaðsíða 65

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Blaðsíða 65
sakamál 6518. maí 2018 væri úr unga manninum. Á líki Hlöðvers fannst forhlað, innan úr haglabyssuskoti, sem rannsókn sýndi að passaði við Remington- byssuna. Þegar leyfi fékkst fyrir að skoða símhringingar sást að í níu skipti hafði verið hringt úr síma unga mannsins til Hlöðvers þessa nótt. Játaði og sagði frá misnotkun Að fengnum þessum gögnum var ungi maðurinn aftur handtekinn í febrúar og þá úrskurðaður í gæslu- varðhald. Líkt og áður þrætti hann fyrir verknaðinn en þegar hann fékk að sjá gögnin játaði hann að- ild að málinu. Þá sagðist hann hafa verið fórnarlamb Hlöðvers frá þrettán til fimmtán ára aldurs. Þetta hafi legið eins og mara á honum all- ar götur síðan og í desember hafi hann verið mjög langt niðri. Í nokkur skipti hafi hann ætlað að svipta sig lífi en líka hafi hann vilj- að mæta Hlöðveri og hræða hann. Þessa nótt hafi hann fengið tauga- áfall og ákveðið að láta til skarar skríða. Hann sagði að enginn úr fjölskyldunni hefði vitað af mis- notkuninni. En jafnframt að það hafi aldrei verið ætlun hans að drepa Hlöðver og ef einhver ann- ar hefði verið ákærður fyrir dráp- ið hefði hann stigið fram og játað. Daginn eftir hafi hann ekki einu sinni vitað að Hlöðver væri lát- inn og því hafi hann hringt í síma Hlöðvers úr sjoppu. Gögn stað- festu að sú hringing átti sér stað. Tældu drengi í tuttugu ár Maðurinn var ákærður fyrir manndrápið á Hlöðveri og í júní var réttað yfir honum í Héraðs- dómi Reykjaness. Þann 4. júní var atvikið sviðsett við Krýsuvíkuraf- leggjarann að viðstöddum dómur- um, lögmönnum og ákærða. Í rétt- arhöldunum stigu einnig fram tvö vitni sem sögðust hafa orðið vitni að misnotkun Hlöðvers á hon- um. Það hefði átt sér stað í Krýsu- víkurhrauni, á heimili Hlöðvers við Álfaskeið 4 og við Hafnar- fjarðarhöfn þar sem hann starfaði sem vaktmaður. Þeir tveir menn sem báru vitni sögðust báðir hafa verið misnotaðir af Hlöðveri og Árna og höfðu haldið því leyndu líkt og ungi maðurinn. Einnig vissu þeir um fleiri sem höfðu orðið fyrir barðinu á bræðrunum. Lengi hafði verið vitað að mennirnir væru að eiga við unga drengi í Hafnarfirði. Foreldrar vöruðu börn sín við þeim og lög- reglan var á varðbergi og bægði ungum drengjum frá höfninni. Engin kæra hafði birst fyrr en árið 1992 þegar móðir andlega fatlaðs drengs tók af skarið. Í frétt DV frá 13. nóvember það ár segir: „Ég veit að þessir bræður eru búnir að stunda þetta í fjölda- mörg ár. Hversu margir drengir hafa orðið fyrir barðinu á þeim veit ég ekki en ég vil vara foreldra við þeim. Svo virðist sem bræð- urnir hafi stundað þá iðju að lokka drengi bæði um borð í skip í Hafnarfjarðarhöfn og á heimili sitt í gamla bænum í Hafnarfirði. Þar hafa þeir sýnt ungum drengj- um klámmyndbönd, boðið upp á sælgæti, áfengi og tóbak og borgað fyrir samræði við þá.“ Manndráp framið í geðshrær- ingu Eftir þetta virtist sem bræðurnir hafi hætt iðju sinni en margir voru sárir eftir þá, þar á meðal ungi maðurinn sem sagðist hafa feng- ið sting í magann í hvert sinn sem hann sá Hlöðver á höfninni. Þann 26. júní var hann dæmd- ur til tíu ára fangelsisvistar, en einn dómarinn skilaði sérákvæði og vildi tólf ára refsivist. Töldu þeir ólíklegt að maðurinn hafi ætlað sér að myrða Hlöðver en hann hafi engu að síður mátt vita að svona gæti farið ef hann skyti í átt að hon- um með haglabyssu á nokkurra metra færi. Misnotkunin sem ungi maðurinn varð fyrir réttlætti ekki gjörðir hans en réðu engu að síð- ur miklu um hugarástand hans. Var verknaðurinn talinn hafa ver- ið framinn í geðshræringu og því ekki ítrustu refsiheimildum beitt. Árni lést þann 27. desember árið 1997. n „Þar hafa þeir sýnt ungum drengjum klámmyndbönd, boðið upp á sæl- gæti, áfengi og tóbak og borgað fyrir samræði við þá. Álfaskeið 4, Pressan 19. nóvember 1992. Sígarettustubbur á mælaborði. Forhald úr halgaskoti. Bíldshöfða 12 / S. 587 6688 / fanntofell.is SÉRHÆFUM OKKUR Í FRAMLEIÐSLU Á FORMBEIGÐUM BORÐPLÖTUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.