Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Blaðsíða 8
8 18. maí 2018fréttir I ngvar Árni Ingvarsson hefur verið ákærður af lögreglustjór- anum á höfuðborgarsvæðinu fyrir grófar hótanir í garð Dýra- læknamiðstöðvarinnar í Graf- arholti sem annaðist smáhundinn Gloriu. Ingvar var svo ósáttur við störf dýralæknanna að hann til- kynnti fyrirfram á Facebook-síðu sinni að hann væri á leið í fangelsi. Þá er Ingvar einnig ákærður fyrir brot gegn tolla-, lyfsölu- og lyfja- lögum fyrir að reyna að smygla lyf- seðilsskyldum lyfjum til landsins. Hann er enn fremur ákærður fyrir að hafa í ágúst árið 2015 reynt að smygla frá Frankfurt í Þýskalandi skammbyssu, magasíni fyrir riffil, piparúða og sjö pökkum af skot- færum. Ingvari var birt ákæran um miðjan síðasta mánuð. Mikið hefur gengið á hjá Ingvari síðasta mánuðinn. Þann 30. apríl greindu fjölmiðlar frá því að bens- ínsprengju hefði verið kastað inn um glugga íbúðar í Súðavogi á annarri hæð. Í frétt Vísis var greint frá því að hjón af erlendu bergi brotnu eigi heima í íbúðinni en fjöldi íbúða er í húsinu. Samkvæmt heimildum DV beindist árásin að Ingvari en ým- ist vegna óheppni eða vanþekk- ingu lenti Molotov-kokteillinn hjá pólskum nágrönnum hans. Lög- reglan hefur ekki viljað gefa upp- lýsingar um árásina vegna rann- sóknarhagsmuna. Í frétt Vísis sagði að tveggja manna væri leitað í tengslum við brunann og málið tengdist átökum í undirheimun- um. Þann 13. maí var sérsveitin með stóra aðgerð en um klukkan átta að kvöld var Maserati-sportbíll stöðvaður í Hafnarfirði. Þar voru tveir handteknir, þar á meðal Ingv- ar. Sérsveitin lokaði götunni en þá var lögreglan einnig vopnuð í að- gerðinni líkt og sjá má á myndum sem fylgja fréttinni. Dæmdur í stóra fíkniefnamálinu Ingvar Árni hefur ítrekað kom- ið við sögu lögreglu. Hann var dæmdur í stóra fíkniefnamálinu árið 2000 sem var afar umfangs- mikið. Hann var dæmdur í tveggja ára og sex mánaða fangelsi fyr- ir að hafa staðið að kaupum á 660 grömmum af kókaíni frá Banda- ríkjunum en efnin flutti hann til landsins í varahlut. Þá var Ingvar ákærður í lok árs 2009 fyrir að halda fyrrverandi sambýliskonu sinni nauðugri og var hann sakaður um að slá hana svo hún féll fram af svölum en fall- ið var fjórir metrar. Konan brotn- aði víðs vegar um líkamann. DV ræddi við Ingvar Árna stuttu eft- ir að hann hlaut þann dóm og þá sagði hann: „Það eina sem ég get sagt er að ég hef gert allt of mikið fyrir þessa stelpu og verið allt of góður við hana. Við höfum átt í erjum áður og guð má vita hvort hún hafi ekki oft átt skilið að fá einn löðrung miðað við það hvernig hún hefur hagað sér, en ég er enginn ofbeld- ismaður.“ „Það fær einhver að brenna illa fyrir kvalirnar á dóttur minni“ Ingvar kærður fyrir hótanir vegna Gloriu: n Molotov-árás í Súðavogi n Handtekinn af sérsveitinni Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is „Ég ætla að stúta þess- um læknabeljum krepptum hnúum og þungum höggum og senda 5 sprautu- sjúklinga til að kveikja í þessari dýraníðsholu. Ingvar var dæmdur í stóra fíkniefnamálinu upp úr aldamótum. Bíllinn kostar um átta milljónir. Hann er skráður á Ergó fjármögnunarþjónustu. Sérsveitarmenn ráða ráðum sínum á vettvangi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.