Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Blaðsíða 8
8 18. maí 2018fréttir
I
ngvar Árni Ingvarsson hefur
verið ákærður af lögreglustjór-
anum á höfuðborgarsvæðinu
fyrir grófar hótanir í garð Dýra-
læknamiðstöðvarinnar í Graf-
arholti sem annaðist smáhundinn
Gloriu. Ingvar var svo ósáttur við
störf dýralæknanna að hann til-
kynnti fyrirfram á Facebook-síðu
sinni að hann væri á leið í fangelsi.
Þá er Ingvar einnig ákærður fyrir
brot gegn tolla-, lyfsölu- og lyfja-
lögum fyrir að reyna að smygla lyf-
seðilsskyldum lyfjum til landsins.
Hann er enn fremur ákærður fyrir
að hafa í ágúst árið 2015 reynt að
smygla frá Frankfurt í Þýskalandi
skammbyssu, magasíni fyrir riffil,
piparúða og sjö pökkum af skot-
færum. Ingvari var birt ákæran um
miðjan síðasta mánuð.
Mikið hefur gengið á hjá Ingvari
síðasta mánuðinn. Þann 30. apríl
greindu fjölmiðlar frá því að bens-
ínsprengju hefði verið kastað inn
um glugga íbúðar í Súðavogi á
annarri hæð. Í frétt Vísis var greint
frá því að hjón af erlendu bergi
brotnu eigi heima í íbúðinni en
fjöldi íbúða er í húsinu.
Samkvæmt heimildum DV
beindist árásin að Ingvari en ým-
ist vegna óheppni eða vanþekk-
ingu lenti Molotov-kokteillinn hjá
pólskum nágrönnum hans. Lög-
reglan hefur ekki viljað gefa upp-
lýsingar um árásina vegna rann-
sóknarhagsmuna. Í frétt Vísis
sagði að tveggja manna væri leitað
í tengslum við brunann og málið
tengdist átökum í undirheimun-
um.
Þann 13. maí var sérsveitin með
stóra aðgerð en um klukkan átta
að kvöld var Maserati-sportbíll
stöðvaður í Hafnarfirði. Þar voru
tveir handteknir, þar á meðal Ingv-
ar. Sérsveitin lokaði götunni en þá
var lögreglan einnig vopnuð í að-
gerðinni líkt og sjá má á myndum
sem fylgja fréttinni.
Dæmdur í stóra fíkniefnamálinu
Ingvar Árni hefur ítrekað kom-
ið við sögu lögreglu. Hann var
dæmdur í stóra fíkniefnamálinu
árið 2000 sem var afar umfangs-
mikið. Hann var dæmdur í tveggja
ára og sex mánaða fangelsi fyr-
ir að hafa staðið að kaupum á 660
grömmum af kókaíni frá Banda-
ríkjunum en efnin flutti hann til
landsins í varahlut.
Þá var Ingvar ákærður í lok árs
2009 fyrir að halda fyrrverandi
sambýliskonu sinni nauðugri og
var hann sakaður um að slá hana
svo hún féll fram af svölum en fall-
ið var fjórir metrar. Konan brotn-
aði víðs vegar um líkamann. DV
ræddi við Ingvar Árna stuttu eft-
ir að hann hlaut þann dóm og þá
sagði hann:
„Það eina sem ég get sagt er að
ég hef gert allt of mikið fyrir þessa
stelpu og verið allt of góður við
hana. Við höfum átt í erjum áður
og guð má vita hvort hún hafi ekki
oft átt skilið að fá einn löðrung
miðað við það hvernig hún hefur
hagað sér, en ég er enginn ofbeld-
ismaður.“
„Það fær einhver
að brenna illa
fyrir kvalirnar
á dóttur minni“
Ingvar kærður fyrir hótanir vegna Gloriu:
n Molotov-árás í Súðavogi n Handtekinn af sérsveitinni
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@dv.is
„Ég ætla að
stúta þess-
um læknabeljum
krepptum hnúum
og þungum höggum
og senda 5 sprautu-
sjúklinga til að
kveikja í þessari
dýraníðsholu.
Ingvar var dæmdur í
stóra fíkniefnamálinu
upp úr aldamótum.
Bíllinn kostar um átta milljónir. Hann er skráður á Ergó fjármögnunarþjónustu.
Sérsveitarmenn
ráða ráðum sínum
á vettvangi.