Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Blaðsíða 40
Sumarnámskeið 18. maí 2018KYNNINGARBLAÐ Ármann býður upp á fjölbreytt og spennandi sumarnámskeið fyrir börn sem byrja 11. júní og standa út sumarið. Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 5–10 ára fyrir utan að sundnámskeið ná upp í 12 ára aldur. Fjölgreinaskólinn er tíu daga námskeið sem boðið verður upp á nokkrum sinnum í sumar, fyrsti hópur fer af stað strax núna um mánaðamótin. Námskeiðið fer fram í útivistarparadís Reykjavíkur í Laugar- dalnum og börnin fá að kynnast fjölmörgum íþróttagreinum í bland við leiki og vettvangsferðir. Leiðbein- endur á námskeiðinu hafa breiðan bakgrunn úr ólíkum íþrótta- greinum. Fimleika- skólinn er faglegt eins vikna námskeið þar sem fléttað er saman fim- leikum, leikjum, útiveru og öðrum íþróttum. Frábær- ar aðstæður eru til að stunda fimleika og aðrar íþróttir í kring- um fimleikahús Ármanns í Laugardalnum þar sem nám- skeiðið fer fram. Námskeið Fimleikaskólans er þannig byggt upp að alla jafna eru fimleikar á morgnana og svo útivera og aðrar íþróttir eftir há- degi. Farið verður í sund, Húsdýra- garðinn og ýmsar aðrar vettvangs- ferðir í nágrenninu. Sundnámskeið verða í boði frá 11. júní og eru þau haldin í Árbæjarlaug og Laugardalslaug. Sundþjálfarar sjá um námskeiðin og verða leiðbein- endur þeim til aðstoðar í lauginni og sækja börnin inn í sturtur. Foreldrar þurfa að aðstoða börnin við að klæða sig ef þess þarf. Ítarlegar upplýsingar er að finna um námskeiðin á vefsíðunni armenn- ingar.is, þar á meðal verð, tímasetn- ingar og ýmis önnur hagnýt atriði sem mikilvægt er að foreldrar kynni sér. Fyrirspurnir má einnig senda á net- fangið sumarskoli2018@gmail.com. Skráning á námskeiðin fer fram á vefsíðunni https://armenningar.felog. is/ undir heitunum Fjölgreinaskólinn, Fimleikaskólinn og Sundskólinn. FjöLbReytt SumaRNÁmSkeið ÁRmaNNS: Íþróttir og leikir í útivistar- paradísinni í Laugardal SuNdSkóLi SóLeyjaR: Sumarið er frábær tími fyrir sundnámskeið og hjá Sund-skóla Sóleyjar er í boði ung- barnasund, barnasund, einkatímar og skriðsundkennsla fyrir fullorðna. börn á aldrinum frá nokkurra mánaða og upp í 12 ára sækja fjölbreytt nám- skeið hjá Sóleyju á sumrin. Sund- skólinn hennar hefur verið starfandi í 20 ár og hefur starfsemin vaxið jafnt og þétt: „Þetta er fullt starf hjá mér í dag sem er ágætt því þetta er það skemmtilegasta sem ég geri,“ segir Sóley. ungbarnasund kom til sögunnar í kringum árið 1990 og hefur lengi verið vinsælt. að sögn Sóleyjar hefur hins vegar mesti vöxturinn undanfarin ár verið í barnasundi. Slík tómstunda- iðkun barna hefur margvíslega kosti fyrir utan þá að vera holl hreyfing. til dæmis er afar gott fyrir börn að stunda sundnámskeið áður en þau fara í skólasund því það gerir þau að sterkari einstaklingum og þau verða miklu sjálfsöruggari í skólasundinu. enn fremur eru barnanámskeiðin, sem og ungbarnasundið, sannköll- uð gæðastund fyrir fjölskylduna því foreldrar eru alltaf með barninu ofan í lauginni, nema þegar um einka- kennslu er að ræða. „Það er líka mjög mikilvægt að viðhalda kunnáttunni. Það hefur komið fyrir að ég hafi fengið til mín fólk á ungbarnanámskeið og það kemur svo aftur með barnið á barna- námskeið fjórum árum síðar. en þá er barnið orðið vatnshrætt.“ Það er því mikilvægt að fjölskyldan fari reglu- lega í sund eða barnið haldi áfram á námskeiðum eftir ungbarnasundið. Námskeiðin fara fram í tveimur sundlaugum, önnur er á Hrafnistu í Hafnarfirði en hin á Hrafnistu í kópa- vogi. Sóley annast sjálf kennsluna en aðstoðarmanneskja er ofan í lauginni til hjálpar og leiðbeiningar. Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni https:// sundskoli.is/ og ástæða til að hvetja foreldra til að skoða hana vel. Þar eru mjög fróðlegar upplýsingar um námskeiðin auk þess sem hægt er að skrá sig á námskeið á vefnum. Skrán- ing og kennsla eru nú þegar hafin og ekki eftir neinu að bíða enda sumarið handan við hornið. Sjá einnig Facebooksíðuna Sund- skóli Sóleyjar. Gæðastund fyrir fjölskylduna SuNdSkóLi SóLeyjaR:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.