Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Blaðsíða 74

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Blaðsíða 74
74 fólk 18. maí 2018 Gefur þetta EXTRA Frábært á kjötið, í sósuna og ídýfuna Frægir á faraldsfæti Leik- arinn Jóhann G. Jóhannsson er nú staddur í Helsinki í Finnlandi, en hann hefur átt velgengni að fagna á sviði, sjónvarpi og í kvikmyndum, nú síðast í hlutverki föðurins Tóta í Víti í Vestmanna- eyjum sem gerð er eftir sam- nefndri bók Gunnars Helgasonar. Bene- dikt Erlingsson, Halldóra Geirharðs- dóttir og María Thelma Smáradóttir voru á kvikmyndahá- tíðinni í Cannes. Kvikmyndin Kona fer í stríð eftir Benedikt með Halldóru í aðalhlutverki vann til verðlauna fyrir handrit, sem Benedikt skrifar ásamt Ólafi Agli Egilssyni. María var hins vegar mætt ásamt danska stórleikar- anum Mads Mikkelsen og leikstjóranum Joe Penna við frumsýningu spennumyndar- innar Arctic. María fer með hlutverk í myndinni sem er tekin upp hér á landi. Fræga fólkið bregður oft undir sig betri fætinum til útlanda, ýmist sér til skemmtunar eða vegna vinnu, eða bara bæði. Þessir ágætu einstaklingar eru eða voru á ferð um Evrópu nýlega. Baltasar Kormákur hefur getið sér gott orð fyrir leikstjórn sína, en síðasta mynd hans sem sló í gegn hér heima var Eiðurinn. Stórmynd hans, Adrift, verður frumsýnd 1. júní næstkomandi, en í henni leika Shailene Woodley og Sam Claflin. Frí í London var því kærkomið fyrir leikstjórann vinsæla, en hann var nýlega í Selfridges í London að endurnýja fataskápinn. Guð- rún Vilmundar- dóttir, eigandi Benedikt bókaút- gáfu, og Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur voru staddar á risastórri bókames- su í Torino á Ítalíu. Skáldsaga Auðar Övu, Ör, var til- nefnd til virtustu bókmenntaverðlauna Ítala, Premio Sterga, sem afhent voru á bókamessunni. Ör kom út á Ítalíu nú í janúar og hefur fengið afburða dóma og mikla umfjöllun í ítölskum fjölmiðlum. Ítalskir gagnrýnendur eru sammála um að bókin fjalli um eðli mennskunnar, um fall og upprisu hins venjulega manns og að höfundur komi sífellt á óvart með hugmyndaflugi sínu. Samkvæmt Guðrúnu sló Auður Ava í gegn í samtali á sviði á bókamessunni fyrir fullu húsi. Svaraði elegant og skemmtilega, talaði á ensku, með túlk, en oftar en ekki svaraði hún á unaðslegri ítölsku og uppskar lófatak og hlátur. Strák- arnir í Foreigner flugu frá Heathrow í gær yfir til Íslands en þeir munu koma fram á stórtónleikum í Laugardalshöll í kvöld, föstudagskvöld. Ættu þeir að vera í toppformi til að skemmta tónleikagestum hallarinnar. Foreigner heimsækja okkur á klakann í fyrsta sinn, en hljómsveitina þarf vart að kynna fyrir almenningi en hún hefur selt yfir 75 milljón platna í gegnum feril sinn sem nær yfir 40 ára tímabil, og fagnar þeim áfanga nú á tónleikaferðalagi um heiminn. Allir þeir sem „vilja vita hvað ástin er“ ættu að kíkja á tónleikana í kvöld. Sveinn Kjartansson, matreiðslumeistari á AALTO Bistro í Norræna húsinu, er búinn að vera gestakokkur og kennari við UNISG, virtan Slow Food-skóla á Ítalíu. Sveinn er þekktur fyrir að fara spennandi og óhefðbundnar leiðir í matreiðsl- unni og nýta óhefðbundin hráefni á nýstárlegan hátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.