Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Side 74

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Side 74
74 fólk 18. maí 2018 Gefur þetta EXTRA Frábært á kjötið, í sósuna og ídýfuna Frægir á faraldsfæti Leik- arinn Jóhann G. Jóhannsson er nú staddur í Helsinki í Finnlandi, en hann hefur átt velgengni að fagna á sviði, sjónvarpi og í kvikmyndum, nú síðast í hlutverki föðurins Tóta í Víti í Vestmanna- eyjum sem gerð er eftir sam- nefndri bók Gunnars Helgasonar. Bene- dikt Erlingsson, Halldóra Geirharðs- dóttir og María Thelma Smáradóttir voru á kvikmyndahá- tíðinni í Cannes. Kvikmyndin Kona fer í stríð eftir Benedikt með Halldóru í aðalhlutverki vann til verðlauna fyrir handrit, sem Benedikt skrifar ásamt Ólafi Agli Egilssyni. María var hins vegar mætt ásamt danska stórleikar- anum Mads Mikkelsen og leikstjóranum Joe Penna við frumsýningu spennumyndar- innar Arctic. María fer með hlutverk í myndinni sem er tekin upp hér á landi. Fræga fólkið bregður oft undir sig betri fætinum til útlanda, ýmist sér til skemmtunar eða vegna vinnu, eða bara bæði. Þessir ágætu einstaklingar eru eða voru á ferð um Evrópu nýlega. Baltasar Kormákur hefur getið sér gott orð fyrir leikstjórn sína, en síðasta mynd hans sem sló í gegn hér heima var Eiðurinn. Stórmynd hans, Adrift, verður frumsýnd 1. júní næstkomandi, en í henni leika Shailene Woodley og Sam Claflin. Frí í London var því kærkomið fyrir leikstjórann vinsæla, en hann var nýlega í Selfridges í London að endurnýja fataskápinn. Guð- rún Vilmundar- dóttir, eigandi Benedikt bókaút- gáfu, og Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur voru staddar á risastórri bókames- su í Torino á Ítalíu. Skáldsaga Auðar Övu, Ör, var til- nefnd til virtustu bókmenntaverðlauna Ítala, Premio Sterga, sem afhent voru á bókamessunni. Ör kom út á Ítalíu nú í janúar og hefur fengið afburða dóma og mikla umfjöllun í ítölskum fjölmiðlum. Ítalskir gagnrýnendur eru sammála um að bókin fjalli um eðli mennskunnar, um fall og upprisu hins venjulega manns og að höfundur komi sífellt á óvart með hugmyndaflugi sínu. Samkvæmt Guðrúnu sló Auður Ava í gegn í samtali á sviði á bókamessunni fyrir fullu húsi. Svaraði elegant og skemmtilega, talaði á ensku, með túlk, en oftar en ekki svaraði hún á unaðslegri ítölsku og uppskar lófatak og hlátur. Strák- arnir í Foreigner flugu frá Heathrow í gær yfir til Íslands en þeir munu koma fram á stórtónleikum í Laugardalshöll í kvöld, föstudagskvöld. Ættu þeir að vera í toppformi til að skemmta tónleikagestum hallarinnar. Foreigner heimsækja okkur á klakann í fyrsta sinn, en hljómsveitina þarf vart að kynna fyrir almenningi en hún hefur selt yfir 75 milljón platna í gegnum feril sinn sem nær yfir 40 ára tímabil, og fagnar þeim áfanga nú á tónleikaferðalagi um heiminn. Allir þeir sem „vilja vita hvað ástin er“ ættu að kíkja á tónleikana í kvöld. Sveinn Kjartansson, matreiðslumeistari á AALTO Bistro í Norræna húsinu, er búinn að vera gestakokkur og kennari við UNISG, virtan Slow Food-skóla á Ítalíu. Sveinn er þekktur fyrir að fara spennandi og óhefðbundnar leiðir í matreiðsl- unni og nýta óhefðbundin hráefni á nýstárlegan hátt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.