Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Blaðsíða 58
58 fólk - viðtal 18. maí 2018 Kynntust í dansi Kolbrún ólst upp við ákaflega erf- iðar aðstæður á Víðimelnum. For- eldrar hennar skildu þegar hún var fimm ára þar sem faðir hennar var alkóhólisti og drakk orðið ótæpi- lega og illa. Móðir Kolbrúnar vann við símavörslu og skúraði á kvöldin til að sjá fjölskyldunni farborða en Kolbrún er yngst fjögurra systk- ina. Á þessum árum var mikil fá- tækt. Kolbrún fór í sveit á Grund í Eyjafirði fermingarárið sitt og þegar hún kom aftur heim hafði móð- ir hennar tekið saman við annan alkóhólista. „Ég man eftir mikilli vanlíðan og einmanaleika á þessum tíma. Ég var hávaxin og rengluleg og átti að- eins eina vinkonu. Síðan fann ég til minnimáttarkenndar vegna fátækt- arinnar og af því að pabbi minn var drykkjumaður og það vissu allir. Ég gat aldrei boðið neinum heim í 40 fermetra þakíbúð þar sem við bjuggum systkinin og mamma. Mamma stritaði mikið en oft var ekki mikið til í ísskápnum. Ég skrif- aði grein um daginn með titlinum „Tómatsósa og smjörlíki“ því það var það eina sem til var í ísskápnum þann daginn. Svona var lífið.“ Menntun var leiðin sem Kolbrún sá út úr þessu ástandi. Hún gekk í Verslunarskólann og byrjaði að æfa dans hjá Heiðari Ástvaldssyni. Þar kynntist hún ungum manni, Vigni Jónssyni, sem var valinn sem dans- félagi fyrir hana. Þau æfðu stíft og komu fram á mörgum sýningum og fljótlega urðu þau náin. Kolbrún og Vignir felldu hugi saman og að lokum flutti Kolbrún heim til hans. Sjálf segist Kolbrún ekki síður hafa verið að flýja aðstæður heima fyrir. Nýja fjölskyldan tók henni opnum örmum. Það glaðnar yfir Kolbrúnu þegar hún minnist þessa tíma: „Foreldrar hans urðu eiginlega mínir foreldrar. Þar fann ég loks- ins frið, ást og hlýju, hvatningu og ró. Við vorum í námi og unnum saman á Laugarvatni á sumrin. Við áttum fimm góð ár í dansinum og á síðustu sýningunni okkar árið 1980 var ég orðin barnshafandi af dóttur okkar, Karen Áslaugu. Þetta var mjög skemmtilegur tími.“ „Viggi, þú ert hommi“ Kolbrún útskrifaðist úr Verslunar- skólanum og Vignir úr Kennarahá- skólanum og saman fluttu þau á Stokkseyri þar sem þau kenndu bæði í barnaskólanum. Vorið 1981 var Karen Áslaug skírð og gengu Kolbrún og Vignir í hjónaband. „Brúðkaupið fór allt í vaskinn. Ég fékk hárgreiðslu eins og ferm- ingarbarn, kakan var glerhörð og óæt og brúðarvöndurinn hrundi í sundur í miðri athöfn. Vignir hafði keypt sér hvíta skó sem voru svo þröngir að það blæddi úr hælnum á honum og hann varð haltur. Þetta var algjörlega misheppnað,“ segir Kolbrún og hlær. Um það bil þremur árum síðar varð það æ ljósara að hjónabandið var ekki alveg eins og það átti að vera. Þau voru miklir vinir, sálufé- lagar og ræktuðu hlutverk sitt sem foreldrar dyggilega en samt vantaði eitthvað. „Á þessum tíma sá ég ekki annað fyrir mér en að við myndum alltaf vera saman, sérstaklega af því að við áttum þetta yndislega barn. En þegar við fluttum til Reykjavíkur árið 1983 vorum við búin að uppgötva að hjónabandið gengi ekki og það var farið að renna upp fyrir mér að hann væri samkynhneigður. En það var ekkert talað um svona hluti á þessum tíma, þetta var algjört tabú. Það var erfitt að koma orðum að þessu en eitt kvöldið þegar við sem oftar sátum og spjölluðum sagði ég við hann: Viggi, þú ert hommi.“ Óttaðist að hann yrði fyrir aðkasti Hvaða merki varstu búin að sjá? „Það var engin tenging á þessu sviði. Ég var farin að upplifa sam- band okkar eins og systkina frekar en hjóna. Hann hafði jú eitt sinn sagt eitthvað í þá áttina að hann upplifði stundum einhverja svona skrítna tilfinningu gagnvart karl- mönnum, þó engum einum. Þá var ég ófrísk að Karen og ég man ég sagði já já, en þetta verður allt í lagi þegar við verðum búin að eiga barn og orðin fjölskylda. Þetta er eigin- lega svona eina merkið sem ég varð vör við þegar ég hugsa til baka en mér datt ekki í hug hvert stefndi. Púslin röðuðust upp smám sam an og einn daginn blasti þetta við. Það var hvorki gott fyrir mig né hann.“ Leið ykkur illa? „Já, að mörgu leyti, en maður var bara ekki með það á hreinu hvernig þetta ætti í rauninni að vera. Ekki vorum við ósátt við hvort annað, rifumst aldrei og vorum bara á fullu við að eignast íbúð, vinna og vera foreldrar, og ég í námi við Háskóla Íslands. En svo blasti það bara við að þetta var ekki að gera sig, fyrir hvorugt okkar.“ Hafði Vignir verið í samskiptum við einhvern mann? „Nei, það var fullkomið traust á milli okkar. Ég hafði í raun og veru frumkvæði að því að opna á umræðuna um skilnað. Ég ef- aðist heldur aldrei um að hann raunverulega elskaði mig. Vignir er maður sem getur aðlagast öllu og hefði þess vegna getað verið á Stokkseyri endalaust. Hann er svo rólegur og yfirvegaður. Stund um hugsa ég um að ef ég hefði ekki haft þetta frumkvæði þá værum við kannski enn þá gift,“ segir Kolbrún og flissar. „Hann var sjálfur ekki búinn að átta sig á því hvað var að gerast eða í það minnsta ekki tilbú- inn að orða það að fyrra bragði.“ Kolbrún og Vignir skildu sama ár og þau fluttu til Reykjavíkur. Þá var Kolbrún komin í háskóla- nám og Vignir fékk kennarastöðu í Laugarnesskóla. En þau bjuggu þó saman enn um sinn. Var það ekki erfitt? „Nei, alls ekki, við vorum svo góðir vinir. Ég var þó mjög kvíð- in fyrir hans hönd, bæði hvernig þessu yrði tekið og hvernig hann myndi fóta sig í tilverunni eftir að allt kæmi upp á yfirborðið. Svo kom að því að það þurfti að opin- bera þetta og ég kveið mikið fyrir því þegar hann þurfti að segja for- eldrum sínum frá, sérstaklega föð- ur sínum, sem var mjög ákveðinn maður og auðvitað af kynslóð þar sem samkynhneigð var bara ein- hvern veginn ekki inni í myndinni. Ég óttaðist mikið að hann yrði fyrir aðkasti og útskúfun.“ Hvernig leið þér að fara út úr hjónabandinu? „Á tímabili var ég með sektar- kennd þar sem ég átti frumkvæð- ið. Líka af því að hann flutti út og í íbúð sem honum leið frekar illa í. Sjálf hef ég alltaf verið hreinskilin og sterk. Ég hafði engar áhyggjur af sjálfri mér. Um tíma leit út eins og ég væri eins konar sökudólgur, sú sem vildi skilnað og svo framveg- is. Við þögðum nefnilega um það lengi vel hver hin raunverulega ástæða skilnaðarins var.“ Áratuga vinskapur Nokkru eftir skilnaðinn giftist Kol- brún aftur og fluttu þau hjónin til Rhode Island árið 1986 þar sem bæði stunduðu nám. Kolbrún lagði þar stund á sálfræði og menntunarfræði. Þá var Karen Áslaug fimm ára og þurfti því að sjá á eftir pabba sínum. „Bæði gættum við þess vel að Vignir og Karen Áslaug hefðu mikið og gott samband þrátt fyrir fjarlægð- ina. Samskipti þeirra einkenndust af síma og bréfaskriftum á þessum tíma. Vignir flaug út um jól og dvaldi hjá okkur í allt að þrjár vikur. Á sumrin fór Karen Áslaug til Íslands og var hjá pabba sínum. Kolbrún segir að umræðan um samkyn- hneigð hafi þá verið komin miklu lengra í Bandaríkjunum en hér á Ís- landi og umræðan um HIV var þar í algleymingi og þá að mestu tengd við samkynhneigð. Ég man ég fyllt- ist gríðarlegum óróleika yfir þessri umræðu, varð svo svakalega hrædd um Vigga og var umhugað um að segja honum frá öllu því sem ég var að læra um HIV þarna úti. Ég man ég hringdi eitt sinn í hann, minnir það hafi verið í desember 1989 eða 1990, og sagði að hann yrði að passa sig á þessu og hélt heilan fyrirlestur um þessi mál. Hann hlustaði af yf- irvegun, bara svona eins og hann er vanur að gera.“ Þegar Kolbrún flutti aftur til Ís- lands var Karen Áslaug á tíunda ári og hóf nám í Laugarnesskólanum þar sem Vignir kenndi. „Ég óttaðist að henni yrði strítt því að margir vissu að pabbi henn- ar var samkynhneigður. Ótti minn var ástæðulaus. Það var ekki talað neitt sérstaklega um þetta og ég man ekki eftir einu einasta tilfelli þar sem Karen Áslaugu var strítt vegna þessa.“ Kolbrún og Vignir hafa haldið góðum vinskap allar götur síð- an þau skildu. Þau hafa stutt hvort annað á erfiðum stundum. Þau hittast í matarboðum, kaupa saman föt, aðstoða í starfi og fara reglulega saman til Stokkseyrar að hitta gamla kunningja. Þegar þú lítur til baka, hvaða til- finningar vakna um þennan tíma? „Þetta var mjög skemmtilegur tími sem ég hefði aldrei viljað missa af. Enda erum við mjög gæfuríkt fólk í dag og miklir vinir. Dóttur okkar hefur líka gengið vel í lífinu, var ári á undan í skóla og er auk þess fædd 28. desember en dúxaði engu að síður í Verslunarskólan- um og er hagfræðingur í Seðla- bankanum í dag. Hún naut góðs af því að horfa á foreldra sína halda svo góðum vinskap og vera svona náin. Við höfum verið mikið saman bæði í daglega lífinu og á stórhá- tíðum. Okkur þykir afar gaman að vera með barnabörnum okkar, með dóttur og tengdasyni og mökum okkar. Fólk spyr mig stundum hvort ég hafi ekki orðið fyrir rosalegu áfalli og reiði þegar ég komst að því að Viggi væri samkynhneigður. Nei, það var aldrei svo, þegar þú elskar einhvern nær reiði aldrei í gegn. Ég myndi gera allt fyrir hann Vigga og hann er hluti af mér enda höfum við fylgst að frá 16 ára aldri. Fjöl- skyldan hans öll er og verður alltaf mín fjölskylda og foreldrar hans, sem eru látnir, voru bestu og yndis- legustu tengdaforeldrar sem hægt er að hugsa sér. Þau gengu mér í föður og móður stað og ég sakna þeirra hvern einasta dag.“ Kolbrún og Vignir með barnabörnunum. mynd hanna „Þetta var í raun spurning um hvort okkar yrði fyrst til að finna annan mann.“Hún: segir:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.