Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Blaðsíða 13
bleikt 1318. maí 2018 vandamáli Alexöndru lauk ekki fyrr en eftir að hún hafði geng- ist undir aðgerð vegna æxlanna. En óvissan og biðin var erfið. „Ég reyndi bara að hafa ekki áhyggjur og tileinkaði mér æðruleysi og já- kvæðni.“ Læknirinn treysti sér ekki í að fjarlægja æxlin Þann 13. október árið 2016 lagð- ist Alexandra loks undir hnífinn. Í þeirri aðgerð átti að fjarlægja skjald- kirtilinn. Þegar hún vaknaði eftir svæfinguna kom í ljós að læknin- um hafði aðeins tekist að fjarlægja hluta af skjaldkirtlinum sem og tvo eitla sem sendir voru í rannsókn. Treysti læknirinn sér ekki til að fjar- lægja æxlin sjálf. Var Alexandra því viss um að krabbameinið væri ill- kynja. Alexandra gagnrýnir einnig framkomu starfsfólks og það hefði ekki hlustað á að hún hefði ofnæmi fyrir plástrum. Kveðst hún hafa ver- ið öll í útbrotum og ekki fengið of- næmislyf fyrr en á þriðja degi. Öll æxlin reyndust illkynja krabbamein Fljótlega eftir aðgerðina var á ný haft samband við Alexöndru og hún boðuð í aðgerð. Vendingar voru framundan. Nú fékk Alex- andra þau hörmulegu tíðindi að flest æxlin væru illkynja. „Töldu læknarnir líklegt að einu þrjú æxl- in sem tekin voru sýni úr væru þau sem voru góðkynja. Þegar þú færð slíkar fregnir er mikilvægt að hafa einhvern með sér en ég vissi ekki betur. Mér hafði verið sagt að hafa ekki neinar áhyggjur og fór ég því ein í þennan læknatíma. Ég var mjög ósátt með það að mér hafi ekki verið sagt að hafa mann- eskju sem gæti veitt stuðning við slíkum tíðindum. Allt í einu var ég í lífshættu, með illkynja krabbamein í hálsi.“ Þá bættist annað áfall við. Krabbameinið hafði dreift sér í nærliggjandi eitla. Alexandra kveðst hafa orðið flöt tilfinn- ingalega við fregnirnar. Hún hafi sinnt dætrum sínum og heimilinu og börnin hjálpuðu henni að dreifa huganum. Stærsta æxlið á stærð við tennisbolta Tekin var ákvörðun um að Al- exandra færi í aðra aðgerð þann 7. desember árið 2016. „Þetta voru tvær krabba- meinsaðgerðir á tveimur mánuðum. Það tók veru- lega á,“ segir hún. Í seinni að- gerðinni var restin af æxlum Alexöndru fjarlægð, skjald- kirtillinn og eitlarnir. „Þetta var frá koki og niður fyrir bringubein. Stærsta æxlið var 5,4 x 4,9 sentimetrar, það var á stærð við tennisbolta. Ég var með sjö til ellefu stór æxli en svo voru um 20 minni.“ Alexandra bætir við: „Aftur var ég á fljótandi fæði enda gat ég ekki kyngt neinu. Saumuð voru 38 spor í hálsinn, ég var með dren á bringunni, í lyf- jamóki og gat alls ekki tjáð mig.“ Fékk kjötbollur og kartöflur í staðinn fyrir fljótandi fæði Alexandra segir að ekkert hafi staðist og að hún hafi verið sár- kvalin á meðan vistinni stóð. „Ég fékk kjötbollur og kartöflur að borða en á miðanum sem fylgdi stóð samt fljótandi fæði. Þremur dögum eftir aðgerð kom læknir inn og sagði mér að ég gæti farið heim. Ég spurði hann hvernig ég ætti að geta það þar sem ég byggi fyrir norðan og að ég væri alls ekki ökufær. Hann svaraði mér því að það væri ekki hans hausverkur og að ég gæti bara beðið í rúm- inu frammi á gangi á meðan ég fyndi út úr þessu. Ég veit að það er ekki mikið pláss á sjúkrahús- um en þetta var virkilega slæm framkoma. Ég sat þarna og grét, alveg búin á því og vissi ekkert hvað ég átti að gera. Móðursyst- ir mín kom svo og sótti mig og fór með mig til ömmu og afa.“ Frá Reykjavík lá leiðin til Blönduóss og lagðist Alexandra inn á spítala í bænum til að ná sér eftir aðgerðina. „Ég man eiginlega ekki eftir neinu nema sársauka fyrstu dagana en fljótlega þurfti ég að fara á spítalann á Blönduósi þar sem ég var lögð inn. Ég sat og grét úr sárs- auka, svima og sjóntruflunum.“ Al- exandra lá á spítalanum á Blöndu- ósi til 19. desember og segir hún þá vist hafa bjargað sér. „Ég hefði ekki geta verið á betri stað. Enginn truntuskapur og yfirgangur.“ Það er aldrei í lagi að vera með krabbamein Síðan Alexandra fór í aðgerðina hefur hún verið í eftirliti: Hún þarf að fara á þriggja mánaða fresti í blóðprufur og ómskoðun. Þegar Alexandra fór í eftirskoðun greindi læknirinn henni frá því að krabbameinið sem hún greindist með hafi verið besta mögulega út- gáfan af krabbameini, ef svo má að orði komast. „Ég get ekki verið sammála því. Það er aldrei í lagi að vera með krabbamein. Þetta eru veikindi sem sjást almennt ekki utan frá. Núna er ég ekki með efnaskipti svo dæmi sé tekið og verð ég því að taka hormóna alla ævi. Þessi veikindasaga mín hefur ekki verið neitt nema læknamistök og klúð- ur. Það tók þá 25 ár að finna út úr hvað væri að þrátt fyrir að ég hafi bent þeim nákvæmlega á hvar æxlin væru staðsett. En hjá einum af hverjum tíu sem greinast með þetta, kemur þetta fyrir tilviljun í ljós.“ Krabbameinið var aukavinna „Þetta krabbameinsverkefni er aukavinna sem ég fékk til að takast á við og sigrast á. Þetta er búin að vera mjög há hraðahindr- un en ég er vonandi komin yfir það versta. Skjaldkirtilsvandamál og sjúkdómar eru mjög algengir, og algengari en ég gerði mér grein fyrir áður en ég veiktist. Ég mun láta ómskoða dætur mínar og mun ekki hætta fyrr en það verð- ur gert þar sem ég get ekki treyst læknum í dag, því miður.“ Alexandra segir að veikindin hafi fyrst og fremst kennt henni að taka lífinu ekki sem sjálfsögð- um hlut. „Ef fólk fer með börnin sín til læknis þá á ekki gefa neitt eftir ef þú telur barnið veikt. Það þekk- ir enginn líkamann okkar jafn vel og við sjálf og ef okkar tilfinning er að við séum lasin og læknirinn sé að gera mistök er mikilvægt að fá lokun á það,“ segir Alexandra og bætir við: Lífið hefur verið erfitt og ég hef þurft að sigrast á alls konar djöflum. Það gerir mig að sterkari einstaklingi. Það hefur kennt mér enn frekar að ákveðni, skilningur, æðruleysi og fyrirgefning eru fjög- ur mjög mikilvæg orð.“ Ávallt hrædd um heilsuna Alexandra segir andlegu hliðina loks vera á uppleið. Hún er þó alltaf hrædd um heilsuna eða að henni gæti hrakað. „Það er svaka- legur kvíði sem fylgir þessu. Ég má ekki fá undarlegan verk neins staðar, þá fer ég strax að pæla í því hvort þetta sé eðlilegt eða hvort þetta gæti ver- ið krabbameinstengt.“ Alexndra bætir við: „Ég er ótrúlega reið út í heil- brigðiskerfið. Á sama tíma alveg ótrúlega þakklát að æxlin upp- götvuðust. Þó að ég sé enn þá nánast við það að drukkna þegar ég fæ mér vatnsglas og finni enn fyr- ir þykkildum á hálsinum, þá uppgötvaðist að ég var lasin. Þessi reynsla hefur kennt mér svo ótrúlega mikið. Ég hef allt aðra sýn á lífið og tilgang þess.“ Alexandra segir fjöl- skylduna það dýrmætasta í líf- inu. „Ég hef aldrei þurft að stóla jafn mikið á fjölskylduna mína og undanfarin þrjú ár. Fyr- ir þeim var sjálfsagt að vera til staðar. Skilningurinn sem dæt- ur mínar sýndu var ótrúlegur. Ég passaði mig á því að útskýra allt, teiknaði upp fyrir þær myndir og setti mig á þeirra plan. Ég hélt þeim vel upplýstum. Eins hefði ég aldrei komist í gegnum þetta ef ekki væri fyrir mömmu mína, ömmu og afa. Dætur mínar fluttu inn til mömmu og hugsaði hún algjörlega um þær þegar ég gat það ekki. Ég mun aldrei geta þakkað ömmu minni og afa nægilega mikið fyrir allt það sem þau hafa gert fyrir mig. Þau eru öll algjörlega mögnuð eintök. Málið er að þetta getur komið fyr- ir alla, veikindi spyrja ekki að aldri eða stöðu. Ég hef þurft að þiggja gríðarlega mikla hjálp og ég hafði ekkert val.“ n Alexandra eftir aðgerðina „Það þekkir enginn líkamann okkar jafn vel og við sjálf. Drenið sem Alexandra fékk eftir aðgerðina Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 SÓFADAGAR 25-60% AFSLÁTTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.