Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Blaðsíða 41
Sumarnámskeið 18. maí 2018 KYNNINGARBLAÐ
Sundfélag Hafnarfjarðar býður í sumar upp á sundnámskeið fyrir yngri börn og námskeið
í sundknattleik fyrir eldri krakka.
Sundnámskeiðin eru ætluð börnum
á aldrinum 4 til 8 ára og námskeið í
sundknattleik eru fyrir börn 8 ára og
eldri. Við sundkennsluna er fyrst og
fremst lögð áhersla á öryggi í vatninu,
grunntækni í skriðsundi og baksundi,
og leiki. Ef vel gengur er síðan hægt
að kynna aðrar sundaðferðir fyrir
nemendunum.
Sundnámskeiðin eru í þremur
aldursflokkum: 4–5 ára, 5–6 ára og
6–8 ára. Verða þau haldin í Ásvalla-
laug á tímabilinu 11. júní til 3. ágúst í
sumar eða sem hér segir: 11. – 21. júní,
26. júní – 6. júlí, 9. – 20. júlí og 23. júlí
– 3. ágúst.
Í sumar býður Sundfélag Hafnar-
fjarðar í fyrsta upp á æfingar í sund-
knattleik fyrir börn. Verða námskeiðin
fyrir aldursflokkana 8–10 ára og 10
ára og eldri. Þessi námskeið verða
haldin í Ásvallalaug á tímabilinu 23.
júlí til 3. ágúst.
Námskeiðin verða undir stjórn
þjálfara Sundfélags Hafnarfjarðar og
leiðbeinenda úr afrekshópum félags-
ins.
Ítarlegar upplýsingar um nám-
skeiðin, tímasetningar og fleira, er
að finna á heimasíðu Sundfélags
Hafnarfjarðar, www.sh.is . Þar er
einnig hægt að skrá barn á námskeið
og ganga frá greiðslu.
Allar upplýsingar eru einnig veitt-
ar á skrifstofu SH, að Seljavallalaug
í Hafnarfirði, í síma 555 6830 eða í
tölvupósti á netfanginu skrifstofa@sh.is
Sundnámskeið og
námskeið í sundknattleik
Námskeið sem veita
börnum forskot til framtíðar
Skema er deild innan Opna háskólans í HR sem býður upp á forritunarkennslu fyrir börn.
Skema býður upp á fjölbreytt nám-
skeið sem gera börn hæfari til að
fóta sig í heimi tölvutækninnar og
efla þroska þeirra á margvíslegan
annan hátt. Kennsluaðferðir Skema
hafa verið þróaðar út frá rannsókn-
um á sviði sálfræði, kennslufræði
og tölvunarfræði. Undirstöðuatriði
kennslunnar eru jákvæðni, myndræn
framsetning og notkun á þrívíðum
forritunarumhverfum til að auðvelda
börnum að stíga fyrstu skrefin inn í
heim tækninnar.
Námskeiðin eru ætluð börnum og
unglingum á aldrinum 4–16 ára. Þau
efla allt í senn rökhugsun, sköp-
unarhæfni, félagsfærni, samvinnu-
færni, samskipti og sjálfsmynd, auk
þess sem börnin eflast mjög í því að
leysa þrautir.
Meðal námskeiða í boði í sumar
eru C# forritun sem kemur mjög við
sögu við þróun tölvuleikja, grunnnám-
skeið í forritun, Kano tölvan og python
forritun en þar setja nemendur
tölvuna sem þeir nota saman sjálfir,
Minecraft-námskeið þar sem nem-
endur laga Minecraft-leikinn að eigin
ímyndunarafli, Kodu-forritun þar sem
krakkar kynnast hönnun tölvuleikja
og leysa einföld stærðfræðiverk-
efni með tölvuleikjagerð, Maya þar
sem áhersla er á þrívíddarhönnun
og hreyfimyndir, og ýmis fleiri skyld
námskeið.
Námskeiðin hjá Skema efla börn í
leik og starfi og veita þeim forskot til
framtíðar í heimi sem verður sífellt
tæknivæddari.
Ítarlegar upplýsingar, þar á með-
al stundaskrá, er að finna á www.
skema.is. Þar er jafnframt hægt að
skrá sig inn á námskeiðin.
SKEMa HjÁ HÁSKólaNUM Í REyKjaVÍK: