Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Blaðsíða 16
16 18. maí 2018fréttir LEIÐANDI Í GREIÐSLULAUSNUM Greiðslulausnir tengdar helstu afgreiðslukerfum Sjálfstandandi greiðslulausnir Handfrjálsir posar S. 544 5060 - verifone@verifone.is - Hlíðarsmára 12 - 201 Kópavogi Þ að fylgir ekki innihalds- lýsing með símanum þín- um, fartölvunni þinni eða rafmagnsbílnum þínum. En ef það væri svo þá myndir þú sjá orðið kóbalt á þeirri lýsingu. Kóbalt er málmur sem er nauðsyn- legur til framleiðslu á rafhlöð- um fyrir tækið þitt sem þú notar á hverjum einasta degi. En hvað- an kemur þessi málmur sem ger- ir þér kleift að geta deilt myndum á Facebook, kynnast fólki á Tinder eða athugað stöðuna í bankanum þínum? 60% kemur frá Kongó Um 60% af öllu kóbalti sem er not- að í heiminum kemur frá landi í Afríkulýðveldinu Kongó. Landið hefur iðulega ratað í heimsfrétt- irnar vegna tíðra innanríkisátaka síðan það fékk sjálfstæði þann 30. júní 1960 frá Belgum. Nýlendu- saga landsins er mun skuggalegri en hjá mörgum öðrum ríkjum. Árið 1885 varð það að persónulegri eign konungs Belgíu, Leopolds II, sem stjórnaði landinu með harð- stjórn og notaði persónulega málaliðaherinn sinn til að neyða íbúa landsins til að skapa gífurleg auðæfi fyrir sig. Talið er að um 10 milljónir manna hafi látist vegna stjórnunar konungsins á landinu og þurfti belgíska þingið að stíga inn og taka landið af honum. Meiri eftirspurn veldur gífurlegum hækkunum Heimsmarkaðsverð á kóbalti hef- ur nær fjórfaldast síðan 2016. Það fór úr rúmum 2.600 krónum fyrir kílóið upp í rúmar 10.000 krónur fyrir kílóið. Þetta hefur skapað al- gjört kóbaltæði í Kongó og nýjar námur eru opnaðar vikulega. Þetta æði hefur gert það að völdum að íbúar um allt landið eru byrjaðir að grafa eftir þessum málmi og af- leiðingarnar eru skuggalegar. Um- hverfisáhrifin eru mikil, heilbrigð- isvandamál blossa upp, börnum er þrælað út, auk þess sem upp- reisnarhópar hafa gerst sekir um að myrða saklausa borgara. Barnaþrælkun að baki lang- flestum símum í heiminum Þar sem Kongó er langstærsti fram- leiðandinn á kóbalti í heim- inum eru mikl- ar líkur á því að flestir sím- ar heimsins innihaldi hrá- efni frá landinu. Samkvæmt skýrslu frá mannréttinda- samtökunum Amnesty eru börn allt að 30% af öllu vinnuafli í námu- iðnaðinum. Þetta þýðir að tugþús- undir barna vinna daglega í illa gerðum, heilsuspillandi og óör- uggum námum um allt landið. Sárafátækt er í landinu og er lítið annað að gera fyrir mörg börn en að fara að vinna í þessum nám- um, eingöngu til að geta haft efni á kaupa mat. Námurnar, sem mörg þessara barna vinna í, eru kallaðar blóðnámur, því að vinna þar get- ur kostað þig lífið. Börnin þurfa að vinna í allt að 14 tíma á dag und- ir erfiðum ástæðum, oft þurfa þau að bera hluti sem eru jafnþungir og þau sjálf. Alls 3,5 milljón barna eru ekki í skóla og er stór partur af þeim fjölda fjarverandi frá skóla vegna vinnu sinnar í þessum námum til þess eins að þú getir haft rafmagn í símanum þínum. Fæðingargallar algengir á helstu námusvæðunum Árið 2009 voru tekin sýni af íbúum í héraðinu Katanga, þar sem mjög margar kóbaltnámur eru stað- settar. Sýndu niðurstöður rann- sóknar sem gerð var úr vinnslu sýnanna að hvergi í heiminum hafi mælst jafn mikið af kóbalti í þvagi í fólki. Það er erfitt að sinna læknisfræðilegum vandamál- um sem koma upp vegna námu- vinnslunnar þar sem það er nán- Morð og Mannréttinda- brot í síManuM þínuM n Börn grafa eftir kóbalti í blóðnámum í Kongó n Kínverjar ráða lofum og lögum Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson bjartmar@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.