Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Side 16
16 18. maí 2018fréttir
LEIÐANDI Í
GREIÐSLULAUSNUM
Greiðslulausnir
tengdar helstu
afgreiðslukerfum
Sjálfstandandi
greiðslulausnir
Handfrjálsir
posar
S. 544 5060 - verifone@verifone.is - Hlíðarsmára 12 - 201 Kópavogi
Þ
að fylgir ekki innihalds-
lýsing með símanum þín-
um, fartölvunni þinni eða
rafmagnsbílnum þínum.
En ef það væri svo þá myndir þú
sjá orðið kóbalt á þeirri lýsingu.
Kóbalt er málmur sem er nauðsyn-
legur til framleiðslu á rafhlöð-
um fyrir tækið þitt sem þú notar
á hverjum einasta degi. En hvað-
an kemur þessi málmur sem ger-
ir þér kleift að geta deilt myndum
á Facebook, kynnast fólki á Tinder
eða athugað stöðuna í bankanum
þínum?
60% kemur frá Kongó
Um 60% af öllu kóbalti sem er not-
að í heiminum kemur frá landi í
Afríkulýðveldinu Kongó. Landið
hefur iðulega ratað í heimsfrétt-
irnar vegna tíðra innanríkisátaka
síðan það fékk sjálfstæði þann 30.
júní 1960 frá Belgum. Nýlendu-
saga landsins er mun skuggalegri
en hjá mörgum öðrum ríkjum.
Árið 1885 varð það að persónulegri
eign konungs Belgíu, Leopolds II,
sem stjórnaði landinu með harð-
stjórn og notaði persónulega
málaliðaherinn sinn til að neyða
íbúa landsins til að skapa gífurleg
auðæfi fyrir sig. Talið er að um 10
milljónir manna hafi látist vegna
stjórnunar konungsins á landinu
og þurfti belgíska þingið að stíga
inn og taka landið af honum.
Meiri eftirspurn veldur
gífurlegum hækkunum
Heimsmarkaðsverð á kóbalti hef-
ur nær fjórfaldast síðan 2016. Það
fór úr rúmum 2.600 krónum fyrir
kílóið upp í rúmar 10.000 krónur
fyrir kílóið. Þetta hefur skapað al-
gjört kóbaltæði í Kongó og nýjar
námur eru opnaðar vikulega. Þetta
æði hefur gert það að völdum að
íbúar um allt landið eru byrjaðir
að grafa eftir þessum málmi og af-
leiðingarnar eru skuggalegar. Um-
hverfisáhrifin eru mikil, heilbrigð-
isvandamál blossa upp, börnum
er þrælað út, auk þess sem upp-
reisnarhópar hafa gerst sekir um
að myrða saklausa borgara.
Barnaþrælkun að baki lang-
flestum símum í heiminum
Þar sem Kongó er langstærsti fram-
leiðandinn á
kóbalti í heim-
inum eru mikl-
ar líkur á því
að flestir sím-
ar heimsins
innihaldi hrá-
efni frá landinu.
Samkvæmt
skýrslu frá
mannréttinda-
samtökunum
Amnesty eru
börn allt að 30%
af öllu vinnuafli í námu-
iðnaðinum. Þetta þýðir að tugþús-
undir barna vinna daglega í illa
gerðum, heilsuspillandi og óör-
uggum námum um allt landið.
Sárafátækt er í landinu og er lítið
annað að gera fyrir mörg börn en
að fara að vinna í þessum nám-
um, eingöngu til að geta haft efni á
kaupa mat. Námurnar, sem mörg
þessara barna vinna í, eru kallaðar
blóðnámur, því að vinna þar get-
ur kostað þig lífið. Börnin þurfa að
vinna í allt að 14 tíma á dag und-
ir erfiðum ástæðum, oft þurfa þau
að bera hluti sem eru jafnþungir
og þau sjálf. Alls 3,5 milljón barna
eru ekki í skóla og er stór partur af
þeim fjölda fjarverandi frá skóla
vegna vinnu sinnar í þessum
námum til þess eins að þú getir
haft rafmagn í símanum þínum.
Fæðingargallar algengir á
helstu námusvæðunum
Árið 2009 voru tekin sýni af íbúum
í héraðinu Katanga, þar sem mjög
margar kóbaltnámur eru stað-
settar. Sýndu niðurstöður rann-
sóknar sem gerð var úr vinnslu
sýnanna að hvergi í heiminum
hafi mælst jafn mikið af kóbalti í
þvagi í fólki. Það er erfitt að sinna
læknisfræðilegum vandamál-
um sem koma upp vegna námu-
vinnslunnar þar sem það er nán-
Morð og Mannréttinda-
brot í síManuM þínuM
n Börn grafa eftir kóbalti í blóðnámum í Kongó n Kínverjar ráða lofum og lögum
Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
bjartmar@dv.is