Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Side 40
Sumarnámskeið 18. maí 2018KYNNINGARBLAÐ Ármann býður upp á fjölbreytt og spennandi sumarnámskeið fyrir börn sem byrja 11. júní og standa út sumarið. Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 5–10 ára fyrir utan að sundnámskeið ná upp í 12 ára aldur. Fjölgreinaskólinn er tíu daga námskeið sem boðið verður upp á nokkrum sinnum í sumar, fyrsti hópur fer af stað strax núna um mánaðamótin. Námskeiðið fer fram í útivistarparadís Reykjavíkur í Laugar- dalnum og börnin fá að kynnast fjölmörgum íþróttagreinum í bland við leiki og vettvangsferðir. Leiðbein- endur á námskeiðinu hafa breiðan bakgrunn úr ólíkum íþrótta- greinum. Fimleika- skólinn er faglegt eins vikna námskeið þar sem fléttað er saman fim- leikum, leikjum, útiveru og öðrum íþróttum. Frábær- ar aðstæður eru til að stunda fimleika og aðrar íþróttir í kring- um fimleikahús Ármanns í Laugardalnum þar sem nám- skeiðið fer fram. Námskeið Fimleikaskólans er þannig byggt upp að alla jafna eru fimleikar á morgnana og svo útivera og aðrar íþróttir eftir há- degi. Farið verður í sund, Húsdýra- garðinn og ýmsar aðrar vettvangs- ferðir í nágrenninu. Sundnámskeið verða í boði frá 11. júní og eru þau haldin í Árbæjarlaug og Laugardalslaug. Sundþjálfarar sjá um námskeiðin og verða leiðbein- endur þeim til aðstoðar í lauginni og sækja börnin inn í sturtur. Foreldrar þurfa að aðstoða börnin við að klæða sig ef þess þarf. Ítarlegar upplýsingar er að finna um námskeiðin á vefsíðunni armenn- ingar.is, þar á meðal verð, tímasetn- ingar og ýmis önnur hagnýt atriði sem mikilvægt er að foreldrar kynni sér. Fyrirspurnir má einnig senda á net- fangið sumarskoli2018@gmail.com. Skráning á námskeiðin fer fram á vefsíðunni https://armenningar.felog. is/ undir heitunum Fjölgreinaskólinn, Fimleikaskólinn og Sundskólinn. FjöLbReytt SumaRNÁmSkeið ÁRmaNNS: Íþróttir og leikir í útivistar- paradísinni í Laugardal SuNdSkóLi SóLeyjaR: Sumarið er frábær tími fyrir sundnámskeið og hjá Sund-skóla Sóleyjar er í boði ung- barnasund, barnasund, einkatímar og skriðsundkennsla fyrir fullorðna. börn á aldrinum frá nokkurra mánaða og upp í 12 ára sækja fjölbreytt nám- skeið hjá Sóleyju á sumrin. Sund- skólinn hennar hefur verið starfandi í 20 ár og hefur starfsemin vaxið jafnt og þétt: „Þetta er fullt starf hjá mér í dag sem er ágætt því þetta er það skemmtilegasta sem ég geri,“ segir Sóley. ungbarnasund kom til sögunnar í kringum árið 1990 og hefur lengi verið vinsælt. að sögn Sóleyjar hefur hins vegar mesti vöxturinn undanfarin ár verið í barnasundi. Slík tómstunda- iðkun barna hefur margvíslega kosti fyrir utan þá að vera holl hreyfing. til dæmis er afar gott fyrir börn að stunda sundnámskeið áður en þau fara í skólasund því það gerir þau að sterkari einstaklingum og þau verða miklu sjálfsöruggari í skólasundinu. enn fremur eru barnanámskeiðin, sem og ungbarnasundið, sannköll- uð gæðastund fyrir fjölskylduna því foreldrar eru alltaf með barninu ofan í lauginni, nema þegar um einka- kennslu er að ræða. „Það er líka mjög mikilvægt að viðhalda kunnáttunni. Það hefur komið fyrir að ég hafi fengið til mín fólk á ungbarnanámskeið og það kemur svo aftur með barnið á barna- námskeið fjórum árum síðar. en þá er barnið orðið vatnshrætt.“ Það er því mikilvægt að fjölskyldan fari reglu- lega í sund eða barnið haldi áfram á námskeiðum eftir ungbarnasundið. Námskeiðin fara fram í tveimur sundlaugum, önnur er á Hrafnistu í Hafnarfirði en hin á Hrafnistu í kópa- vogi. Sóley annast sjálf kennsluna en aðstoðarmanneskja er ofan í lauginni til hjálpar og leiðbeiningar. Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni https:// sundskoli.is/ og ástæða til að hvetja foreldra til að skoða hana vel. Þar eru mjög fróðlegar upplýsingar um námskeiðin auk þess sem hægt er að skrá sig á námskeið á vefnum. Skrán- ing og kennsla eru nú þegar hafin og ekki eftir neinu að bíða enda sumarið handan við hornið. Sjá einnig Facebooksíðuna Sund- skóli Sóleyjar. Gæðastund fyrir fjölskylduna SuNdSkóLi SóLeyjaR:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.