Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Qupperneq 48
Barnið 18. maí 2018KYNNINGARBLAÐ Fyrirtækið 9 mánuðir var upp-haflega stofnað árið 2002 af ljósmóðurinni Guðlaugu Maríu Sigurðardóttur og er því orðið rótgró- ið fyrirtæki sem margir þekkja. Eins og nafnið bendir til má ætla að fyrir- tækið bjóði einungis upp á þjónustu við barnshafandi konur en svo er það þó ekki. „Við bjóðum alla velkomna,“ segja þær Elín Arna Gunnarsdóttir og Guðrún I. Gunnlaugsdóttir, ljósmæður og núverandi eigendur 9 mánaða. „Þó svo að stærsti kúnnahóp- ur okkar sé barnshafandi konur og þeirra makar þá bjóðum við fjöl- skylduna alla velkomna og hingað koma t.d. bæði konur og karlar í gott heilsunudd og/eða nálastungur þar sem við erum með 6 frábæra nuddara starfandi hér og 2 sér- fræðinga í nálastungum.“ Heilsunudd Algengt er að fólk leiti til nuddara til slökunar eða vegna verkja í stoðkerfi. Nudd er samheiti margra meðhöndl- unarforma sem öll eiga það sameig- inlegt að vera byggð á snertingu. Nuddið er alltaf ákveðið í samráði við nuddþegann og eftir hans óskum og álagssvæðum. Nuddmeðferðin getur beinst að einhverjum ákveðnum líkamspört- um, gjarnan baki, öxlum og hnakka en einnig getur meðferðin beinst að öllum líkamanum. Í lok nudds ætti að hafa slaknað á vöðvum og verkjum, blóðflæði aukist og losnað um streitu á sál og líkama. Meðgöngunudd Meðgöngunudd er góður valkostur fyrir barnshafandi konur. Eitthvað það besta sem konan getur veitt sér á meðgöngunni er að fara reglulega í nudd. Konur geta komið í með- göngunudd alla meðgönguna þó að algengasti tíminn sé eftir viku 20 þegar kúlan er byrjuð að stækka og litla krílið að þyngjast. Breyting á líkamsstöðu konunnar ásamt þyngdaraukningu gera það að verk- um að barnshafandi kona beitir sér öðruvísi en ella og við það er mjög algengt að komi fram verkir frá stoð- kerfi. Meðgöngunudd er, eins og önnur nuddform, unnið á heildrænan hátt í samvinnu við konuna. Tekið er tillit til þarfa hverrar konu fyrir sig, en algengustu álagssvæði á meðgöngu eru axlir, brjóstbak, mjóbak, svæði mjaðmagrindar og kálfar. Nuddið er þétt og losandi og hjálpar sogæða- kerfinu til að skila sínu hlutverki, en oft fá konur meðgöngutengdan bjúg þar sem aukið álag er á sogæðakerfið. Boðið er upp á sérstaka með- göngubekki hjá 9 mánuðum sem gera barnshafandi konum kleift að liggja á maganum, með stuðning undir kúluna, sem hentar vel alla með- gönguna. Hver nuddtími miðast við klukkustund. Nuddarar 9 mánaða eru þær Sig- rún Þórólfsdóttir, Sigríður Ásta Hilm- arsdóttir, Kristjana Kjartansdóttir, María Guðjónsdóttir, Björk Valdimars- dóttir og Hafdís Ósk Jónsdóttir. Þær hafa allar lokið fullgildu nuddnámi frá Nuddskóla Íslands og eru meðlimir í Félagi íslenskra heilsunuddara. Nálastungur Akúpunktur/Nálastungur eru eitt af elstu kerfum lækninga í heiminum og er aðferðin notuð til að ná jafn- vægi líkamlegrar og andlegrar heilsu. Meðferðin felst í því að nota örþunn- ar, einnota, sótthreinsaðar nálar og er þeim stungið í sérvalda punkta um líkamann til að hafa áhrif á qi (orku líkamans) okkar. Lífsstíll fólks nú til dags er oft og tíðum hraður og streituvaldandi. Þessi streita getur komið okkur úr náttúrulegu jafnvægi og skaðað orku- og blóðflæði líkamans sem getur leitt til líkamlegra og andlegra kvilla. Í kínverskum lækningum er litið á einstaklinginn og líkamann sem eina heild og með því að skoða ítarlega heilsu sjúklings og nota greiningar- kerfi kínverskra læknisfræða er komið auga á rót vandans. Með því að hafa áhrif á rót vand- ans virkjum við líkamann og minnum hann á hvernig hann getur tekist á við vandamálið sem er til staðar. Þannig náum við jafnvægi og náum betri líkamlegri og andlegri heilsu. Hjá 9 mánuðum eru ýmsir með- ferðarmöguleikar í boði. Dæmi um meðferðir eru t.d. vegna: n Ógleði n Grindarverki og/eða lífbeinsverki n Svefnleysi n Bjúg n Kvíða og óróleika n Fótaóeirð n Karpal Tunnel (doða í höndum) Á meðgöngu er í boði að koma í svokallaðar undirbúningsnálar þar sem stungið er á ákveðna punkta sem eru mild örvun og slökun. Þessi meðferð er í boði frá viku 36 og fram að fæðingu. Helsti ávinningur af nála- stungumeðferð á meðgöngu er slökunin sem konur finna eftir með- ferð og minni einkenni þeirra kvilla sem verið er að meðhöndla. Tveir nálastungusérfræðingar eru starfandi hjá 9 mánuðum. Aldís S. Sigurðardóttir sérfræðing- ur í akupunktur/nálastungum Aldís stundaði háskólanám í aku- punktur/nálastungum hjá The Colle- ge of Integrated Chinese Medicine í Bretlandi og Polly Ambermoon og er einnig sérfræðingur í nálastungum, menntuð frá Ástralíu, Kína og USA, Námskeið hjá 9 mánuðum Ungbarnanuddnámskeið Ungbarnanudd hefur verið mikilvæg- ur þáttur í uppeldi barna í mörgum samfélögum, þar á meðal á Indlandi og víða í Afríku. Vesturlandabúar kynntust ungbarnanuddi fyrir rúm- lega 30 árum og hefur það verið mjög vinsælt síðan. Ungbarnanudd er góð leið til þess að sýna ást og umhyggju til barnsins í gegnum snertingu sem er mikilvæg fyrir vöxt og velferð barna. Á þessu námskeiði læra foreldrar róandi nuddstrokur og snertingu sem hefur verið í þróun í mörg ár. Hafdís Ósk Jónsdóttir er leiðbein- andi á þessu námskeiði. Hafdís er Nuddstofa 9 MÁNUðIr: Heilsumiðstöð fyrir alla fjölskylduna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.