Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Blaðsíða 2
2 25. maí 2018fréttir Lof & Last – Dominique Gyða leikkona Lof vikunnar fær ANDAGIFT. Þær Tinna Sverrisdóttir og Lára Rúnarsdóttir hafa skapað rými þar sem kærleikur og traust er í fyrirrúmi. Á möntrukvöldum þeirra kemur fólk til að jarðtengja sig og njóta í gegnum söng og hugleiðslu. Sannkallað vítamín fyrir sálina og það fallegasta er að upplifa kvöldið með fólki úr öllum áttum. Þú gætir hitt þjónustufulltrúan þinn úr bank- anum, gamlan rokkara eða jafnvel handboltastjörnu. Það eru allir bara að reyna að gera sitt besta í líf- inu og þarna bræðir maður af sér stress, kvíða og fer skælbrosandi í háttinn. Last vikunnar fær fólk sem endur- vinnur ekki. Það skal tekið fram að ég var í þeim hópi þangað til ég flutti til Akureyrar. Það er magnað hvernig heilu bæj- arfélagi tekst með brosi á vör að flokka og skila. Við Reykvíkingar mættum taka þau okkur til fyrirmyndar. Á þessum degi, 25. maí 1759 – Fest í lög á Íslandi að börn yrðu að vera orðin 14 til 15 ára þegar þau fermdust. Áður mátti ferma börn niður í 10 ára. 1920 – Guðjón Samúelsson var skipaður húsasmíða- meistari ríkisins. 1929 – Sjálfstæðisflokk- urinn stofnaður af þingmönnum Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins. Formaður var skipaður Jón Þorláksson. 1961 – John F. Kennedy lýsir yfir að markmið sé að koma manni til tunglsins og til baka. 1977 – Stjörnustríð er frumsýnd í Banda- ríkjunum. 1987 – Jarðskjálfti að stærðinni 5,7 reið yfir í Vatnafjöllum. Var þetta stærsti skjálfti frá árinu 1912 á Suðurlandi. Fæddir 25. maí 1868 – Friðrik Friðriksson, prestur og stofnandi KFUM og KFUK á Íslandi. Hann lést árið 1961. 1984 – Unnur Birna Vilhjálmsdóttir var kosin Ungfrú heimur. Hún starfar í dag sem lögfræðingur. 1992 – Jón Daði Böðv- arsson, mun fagna í dag og vonandi fær hann aftur tilefni til að gleðj- ast í næsta mánuði með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi. Ryan Reynolds gladdi Loga á afmælisdaginn É g á sama afmælisdag og Stalín, Spielberg og Brad Pitt,“ seg- ir Logi Björnsson þar sem við sitjum í stofunni á Drafnarstíg. Hann bætir við að hann eigi afmæli 18. desember. Logi er að klára átt- unda bekk og gengur í Hagaskóla. Bróðir Loga, Máni Hrafnsson festi kaup á húsi ömmu sinnar, Jóhönnu Kristjónsdóttur á Drafnarstíg og býr Máni þar ásamt eiginkonu sinni, systkinum og nokkrum köttum. Ástæða þess að blaðamaður hefur mælt sér mót við Loga er að hann fékk heldur óvænta kveðju frá einni stærstu kvikmyndastjörnu verald- ar, Ryan Reynolds, sem klæddi sig sérstaklega upp til þess að gleðja Loga á afmælisdaginn. Logi er son- ur Elísabetar Ronaldsdóttur sem er einn okkar fremsti kvikmynda- gerðarmaður. Hún klippti t.d. kvik- myndirnar John Wick, Atomic Blonde og nú Deadpool og hefur hlotið mikið hrós fyrir vinnu sína. Deadpool er í dag sú vinsælasta í Bandaríkjunum. „Hann vildi gleðja mig þegar mamma var veik af melanoma. Hann vissi líka að ég hélt mik- ið upp á Deadpool,“ útskýrir Logi aðspurður um hvernig kveðjan varð til. „Ég fór með vinum mín- um í bíó á afmælisdaginn minn og þá var myndbandið sýnt á undan afmæliskvikmyndinni. Mamma hafði látið gera það án þess að ég vissi af því.“ Móðir Loga er Elísabet Ron- aldsdóttir kvikmyndagerðar- maður og einn af bestu klippur- um í bransanum, þá teljum við Hollywood vitanlega með. Hún hefur starfað með stórstjörnum á borð við Keanu Reeves, Charlize Theron og Ryan Reynolds og mörgum fleiri. Elísabet hefur einnig látið mikið að sér kveða til að vekja athygli á konum í kvikmyndagerð og er yf- irlýstur femínisti. Eitt af fyrstu orðunum sem koma upp í hugann þegar nafnið Beta Rona- lds ber á góma er töffari og það er hún svo sannarlega, hún er eld- klár húmoristi sem reykti sígar- ettu á þann hátt sem töffararn- ir gerðu í svarthvítu kvikmynd- unum í gamla daga. Þá hef- ur hún sýnt öðr- um konum sem langar til að ná frama í kvik- myndagerð að sá draum- ur geti orðið að veruleika. Ljóst er að Logi hefur erft marga mannkosti móður sinnar, hann er klár, við- ræðugóður og er ekkert að kippa sér of mikið upp við það að fá kveðju frá Deadpool og brosir bara eins og hann kenni í brjósti um blaðamann þegar hann upplýsir Loga um að hann öfundi hann af kveðjunni. Móðir Loga varð alvarlega veik í ágúst á síðasta ári en þá voru tök- ur á Deadpool nýlega hafnar. Í ljós kom að Elísabet var með fjórða stigs melanoma sem hafði hreiðrað um sig í brisi. Staðan var alvarleg og leikstjórinn, framleiðandinn og aðalleikarinn Ryan Reynold réru nú öllum árum að því að bjarga Elísabetu. Þá stóðu fjölskylda og hennar nánustu þétt við bakið á henni. Ryan Reynolds bauðst með- al annars til að mæta í Deadpool búningum í barnaafmæli færustu lækna heims til að auka líkur á að hún næði sér sem fyrst. Með sam- stilltu átaki fjölskyldu og vina gerð- ist kraftaverkið. Eftir þrjá mánuði á spítalanum hafði æxlið minnkað um 60 prósent og í apríl á þessu ári var það alveg horfið. Elísabet verð- ur í ítarlegu viðtali við DV um kvik- myndagerð, ferilinn og lífið sjálft í næsta helgarblaði. Kveðja Deadpool Þegar mynd- bandið sem Ryan Reynolds tók upp fyrir Loga hefst er engu lík- ara en að verið sé að sýna brot úr gerð myndarinnar. Það var eins og áður segir sýnt á und- an kvikmynd sem hann fór að horfa á með félögum sínum. Rödd heyrist segja: „Taka tvö, tilbúin og byrja.“ Ryan Reynolds birt- ist í Deadpool búningnum og lyftir upp mynd sem hann hafði teiknað af Loga og frænda hans Ronald. Deadpool er þekktur fyrir það í kvikmyndum og teiknimyndasög- um að dunda sér við að draga upp myndir af skrípa- köllum á meðan hann bíður eft- ir að brytja óvini sína í spað. „Hefur einhver séð þennan ná- unga?“ spyr Dead- pool, lyftir upp myndinni og bend- ir á teikninguna af Loga og Ronald. Deadpool bætir við: „Hann heit- ir Logi og hann starfar náið með þessum náunga hérna, Ronald, en hann stjórnar helsta glæpa- hringnum í Reykjavík. Við fréttum að Logi ætti afmæli í dag. Við vilj- um aðeins óska þér til hamingju með afmælið,“ segir Deadpool og bætir svo ógnandi við og bend- ir á upptökuvélina. „Við munum hafa uppá þér.“ Síðan bakkar hann hægt og hverfur sjónum. Ryan Reynolds hafði orðið sér úti um ljósmynd af Loga og frænda hans Ronald, sem er son- ur Mána. Hafði hann síðan teikn- að myndina, skrifað á hana kveðju og fékk Logi hana líka að gjöf. Logi og Ronald teiknuðu svo mynd og færðu leikaranum að gjöf og held- ur stjarnan mikið uppá þá mynd. Aðspurður hvort vinir hans hafi ekki verið afbrýðisamir vegna kveðjunar frá einni stærstu kvik- myndastjörnu samtímans í hlut- verki Deadpool, svarar Logi neit- andi. Þeir hafi samglaðst. Hver er uppáhaldsofurhetjan þín? „Þær eru svo margar ofur- hetjurnar,“ segir Logi hugsi en bætir svo við: „Ég myndi samt segja Deadpool, hann er öðru- vísi en aðrar hetjur og svo er hann fyndinn. Það er mikilvægt að þær séu ekki allar eins ofurhetjurnar.“ Á vef DV má svo sjá hið skemmtilega myndband þegar Deadpool ber Loga kveðjuna. n n „Hefur einhver séð þennan náunga?“ n Myndbandið birt á vef DV Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@dv.is „Hann heitir Logi og hann starfar náið með þessum náunga hérna, Ronald, en hann stjórnar helsta glæpahringnum í Reykjavík. Síðustu orðin „Loksins fæ ég að hitta Marilyn.“ – Hafnarboltakappinn Joe DiMaggio, mælti svo en hann var ástfanginn af Marilyn Monroe til dauðadags. Þau voru gift í níu mánuði árið 1954 og tóku upp samband aftur 1961 en Monroe lést ári síðar. DiMaggio skipulagði útförina. Hann lét senda tylft rósa þrisvar í viku á leiðið í tuttugu ár eftir andlát hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.