Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Blaðsíða 25
fólk - viðtal 2525. maí 2018 fæddist á Húsavík þann 30. júní árið 1978. Þó fjölskylda hennar hafi á yfirborðinu virst í lagi ólg- aði vanlíðan undir. Pabbi hennar var drykkfelldur og móðir hennar þunglynd og sjálf mætti Eva miklu einelti í skóla. „Við vorum engin vandræðafjöl- skylda en bæjarbúar litu hins vegar á okkur sem aðkomufólk þó að bæði ég og systir mín séum fædd- ar þarna. Okkur var ekki hleypt inn í samfélagið nema að takmörk- uðu leyti. Alla mína skólagöngu, og fram í níunda bekk, varð ég fyr- ir miklu einelti og útskúfun. Núna finnst mér skrítið að hugsa til þess að það var kallað á eftir mér á ganginum að ég væri hóra og mella og svo auðvitað þessi ömurlegu skilaboð um að ég væri ekki nægi- lega góð til að vera með hinum.“ Eva átti samt alltaf tvær vinkon- ur sem hún lék sér við. Lengi vel afneitaði hún því hversu alvarlegt ofbeldið í skólanum hafði verið og réttlætti það með því að hún hafi þó alltaf átt þessar tvær vinkonur: „Núna veit ég að það var bara leið til að lifa þetta af.“ Vildi vernda pabba sinn fyrir öllu sem gat sært hann Svo skildu mamma þín og pabbi þegar þú varst fimmtán ára. Hvern- ig tókstu því? „Alls ekki vel. Mér fannst svo ósanngjarnt að ég gæti ekki átt mína fjölskyldu áfram, svona upp á mína framtíð… eineltið fór illa með mig og þó að ég sæi alveg erfiðleik- ana sem þau glímdu við þá fannst mér þetta ekki sanngjarnt. Ég var líka mikil pabbastelpa og fannst erfitt að hann þyrfti að fara. Hann var farin að drekka illa á þessum tíma og mér og mömmu samdi mjög illa. Ég var líka meðvirk með honum og vildi vernda hann fyrir öllu sem gat sært hann.“ Var aldrei boðið í afmæli til skólasystkina Sumarið fyrir síðasta bekkinn í grunnskóla kynntist Eva strák sem var fjórum árum eldri en hún sjálf. Hún var fjórtán ára og hann átján. „Hann átti líka sportbíl og var mikið eldri en ég sem sennilega gerði það að verkum að viðhorf krakkanna í minn garð gerbreytt- ist. Þegar ég mætti í skólann um haustið var eins og það hefði öllum verið skipt út í bekknum en samt voru þetta krakkarnir sem höfðu beitt mig svo miklu einelti og of- beldi áður. Allt í einu var mér boð- ið í afmæli og bekkjarpartý og allir voru til í að vera vinir mínir. Fram að þessu hafði mér aldrei ver- ið boðið í afmæli til skólasystkina minna og þau ekki komið í mín.“ Vildirðu ganga langt svo að öðr- um líkaði vel við þig? Með öðrum orðum, varðstu þóknunargjörn af þessari höfnun í skólanum? „Já, mjög. En meðvirknin spratt líka upp úr alkóhólismanum heima hjá mér. Mamma er auðvitað alveg brjálæðislega meðvirk og ég lagði mikið á mig til að fá jákvæða svörun frá öðrum. Sambandið mitt við fyrsta kærastann gekk eiginlega bara út á það að ég var að reyna að þóknast honum. Þegar Stígamót fóru af stað með ofbeldisvarnarátakið Sjúk ást, opnuðust augu mín mikið og ég sá að þessi svokölluðu ástarsambönd sem ég hafði átt í snerust minnst um ást. Þau snerust um þráhyggju og ör- væntingarfulla leit að samþykki og viðurkenningu. Að gefa og gefa og gefa í von um að fá eitthvað til baka og um leið var ég sjálf alltaf á útsölu, það var alltaf afsláttur.“ Varð fyrst fyrir kynferðisofbeldi ellefu ára Eva og kærastinn voru sundur og saman eins og það kallast þar til foreldrar hennar skildu. Hún hafði þá vanið komur sínar á heimili hans en hann hafði góða aðstöðu hjá foreldrum sínum: „Ég flutti til hans til að þurfa ekki að vera heima. Valdi að vera hjá honum þrátt fyrir að þá hafi þegar verið talsvert ofbeldi hjá okk- ur, bæði andlegt og kynferðislegt á báða bóga. Ég varð fyrst fyrir kyn- ferðisofbeldi í sveit þegar ég var 11 ára og því var búið að brjóta öll eðlileg mörk sem fólk annars hef- ur. Ég var rosalega markalaus í kyn- lífi og ástarmálum, eða öllu heldur þráhyggjumálum.“ Þegar Eva Dís flutti í bæinn til pabba síns tók ekki betra við. „Mamma vildi flytja á Eyrar- bakka því þar fékk hún stöðu og húsnæði. Hún vildi vera nær fólk- inu sínu og við vorum svo langt í burtu frá öllum á Húsavík. Ég ákvað því að fara til Reykjavíkur og búa frekar hjá pabba.“ Hvernig var það? „Þetta var hræðilegt í einu orði sagt. Ég endaði hjá Rauða krossin- um eftir fimm mánuði. Var í algjöru taugaáfalli, að- eins 17 ára. Hann var alltaf drukkinn og var byrjaður að búa með konu sem var bara vond við mig. Hún var ekki til í að deila hon- um með neinum svo þetta endaði með því að ég þurfti að flytja út og leigja mér herbergi.“ Eva átti svo gott sem ekkert bakland í Reykja- vík og var á ýmsan hátt upp á föður sinn og konu hans komin. Hún þurfti til dæmis að fá afnot af þvottavélinni þeirra og gekk þá yfir til þeirra frá herberginu þar sem hún leigði. „Einn daginn kem ég til þeirra með þvott og konan byrjar að segja mér hvað ég sé hall- ærisleg. Hún sagði líka oft að ég þyrfti að gera eitthvað í pabba mín- um, að hann væri á mína ábyrgð og það gengi ekki að hann drykki svona illa. Það skipti hana litlu að ég væri bara nítján ára. Ég hendi frá mér þvottinum og öskra á þau bæði. Spyr hvernig hann geti legið þarna hálf rænulaus á sófanum og leyft henni að tala svona við mig, – ég sé barnið hans. Ég bendi henni á að allir séu hættir að heimsækja þau og systkinin mín líka því pabbi sé alltaf út úr heiminum,“ segir Eva og bætir við að þarna hafi mælir- inn einfaldlega verið orðinn fullur. „Ég var búin að rembast við að viðhalda einhverjum samskiptum en þarna ákvað ég að hætta því. Ég á ekki pabba lengur – öskraði ég og strunsaði út. Stuttu seinna hringir hún í mig alveg brjáluð. Segir að pabbi sé horfinn og það sé mér að kenna. Ég gargaði eitthvað á hana og skellti bara á.“ Er ekki manneskja sem er með innihaldslausar hótanir Skömmu síðar bankar hann upp á hjá Evu. Berfættur í sandölum um miðjan vetur, á stuttermabol og all- ur blautur og blóðugur. Hún hleyp- ir honum inn til sín en þá veltir hann sjónvarpinu hennar um koll og hún hendir honum út. „Ég sagðist ætla að hringja á lögregluna ef hann færi ekki og ég man að ég var alveg tilbúin til þess. Ég hefði aldrei sagt þetta ef ég ætl- aði mér ekki að standa við það. Ég er ekki manneskja sem er með innihaldslausar hótanir.“ Næsta dag fær Eva símtal frá föður sínum sem segist vera á leiðinni í meðferð. Hún tók lítið mark á því enda hálf ættin búin að fara inn og út úr meðferðum. „Amma fór í meðferð fjórum eða fimm sinnum og mörg systk- ini pabba líka. Þetta þýddi rosalega lítið fyrir mér. Þetta þýddi bara að hann væri utan þjónustusvæðis í einhvern tíma.“ Hann átti að geta drukkið eins og fullorðin manneskja Þórður heitinn var edrú í sjö til átta ár eftir meðferðina og kom þannig Evu og mörgum öðrum mjög á óvart. „Konan hans þoldi hins vegar ekki að hann skyldi vera edrú. Hann átti að geta drukkið í félags- skap annað slagið og þá eins og fullorðin manneskja, án þess að verða of fullur. Í matarboðum var hún oft að skjóta á hann. Sagði að hann ætti bara að sitja við barna- borðið fyrst hann væri í þessu kóksulli. Það mátti enginn vita hvar hann var ef hann sagðist ætla á AA- fundi og hann mátti aldrei segja að hann væri alkóhólisti. Auðvitað endaði þetta með því að hann fór að drekka aftur.“ Nánar um það á eftir því mig langar aðeins að heyra um það hvernig þú leiddist út í vændið. Það var töluvert áður en pabbi þinn dó er það ekki? „Jú. Ég flutti til Danmerkur eftir stúdentinn. Ég hafði kynnst miklu eldri manni sem kynnti mig fyrir BDSM hér á Íslandi en þarna var ég atvinnulaus og nýlega búin verða fyrir grófri nauðgun á djamm- inu sem ég lokaði bara alveg á. Þessi maður kynnti mig líka fyr- ir stóru Alþjóðlegu BDSM-samfé- lagi á netinu. Eitt leiddi af öðru og í gegnum þessa BDSM-menningu kynntist ég manni í Danmörku og til hans flutti ég með það fyrir aug- um að gerast kynlífsþrællinn hans. Mér fannst þetta rosa freistandi til- boð á þessum tíma; að láta alveg hugsa um mig. Ég var búin að vera í svo miklu basli svo lengi við að ná endum saman og fannst það bara góð hugmynd að losna úr baslinu, láta sjá fyrir mér og það eina sem ég þyrfti að gera væri að leyfa ein- hverjum að rassskella mig og ríða mér,“ segir Eva kaldhæðin. Fyrsti viðskiptavinurinn var í lagi „Svo stóð hann auðvitað ekkert undir væntingum og nokkrum mánuðum seinna var ég búin að finna mér afleysingavinnu og flutt í litla risíbúð í Gentofte. Ég átti erfitt með að vera ein og var því fljót að finna mér nýjan kærasta. Sá kynnti mig fyrir vændisheiminum. Ég átti auðvitað bara að vera símadama en svo komu upp vandamál í sam- bandinu og við hættum saman. Þá kom upp hugmyndin að prófa þetta. Stelpurnar láta þetta líta út eins og þetta sé ekkert mál. Eðli- lega segir maður sjálfum sér það líka þegar maður byrjar á þessu – einhvern veginn þarf maður jú að lifa með því sem maður er að gera. Þó þetta hafi í raun verið rosalega stórt skref þá leið mér eins og það væri lítið. Svo var fyrsti viðskipta- vinurinn í lagi. Það gerði það auð- veldara að gera þetta aftur.“ Fórstu neðar og neðar í þessu? „Já, með tímanum. Ég vann líka á nokkrum mismunandi stöðum. Þegar við fyrrverandi, sem heitir Jim, hættum fyrst saman þá lang- aði mig ekki að vinna í þessu húsi sem var tengt honum og fór að leita að vinnu annars staðar. Um þetta leyti var verið að endur- opna vændishús sem hafði neikvætt orð á sér og þar fékk ég vinnu. Staður- inn er á Nørrebro og hafði sem sagt verið lokaður um tíma vegna þess að hann tengdist morðmáli. Þetta var alveg vægast sagt fríkí staður.“ Eðli málsins samkvæmt er starf vændiskonu langt frá því að vera auðvelt og hætturnar eru margar. Við- skiptavinirnir eru fæstir vel innréttaðir og oft komu upp atvik sem fæsta langar að upplifa. Eva á nokkrar svona sögur. „Ég er upptekin með kúnna í þessu húsi á Nør- rebro þegar ég heyri allt í einu öskrin í samstarfskonu minni. Ég hleyp fram og þar stendur símadaman fros- in á ganginum með kylfu en þorir ekki að gera neitt. Ég ræðst inn í herbergið og þá var málið að hann vildi ekki nota smokk og þau byrjuð að slást. Ég greip hafnaboltakylfuna og sló hann í síðuna þar til ég náði hon- um út og gat skellt hurðinni.“ Skömmu síðar hefur Jim sam- band. Hann frétti gegnum sínar leiðir að það ætti að taka Evu úr umferð með óvægnum hætti. „Svo mætir hann einn síns liðs í klúbbhúsið hjá þessu gengi til að láta þá vita að ég væri friðuð eins og það kallast. Þeir taka hann alvarlega og upp úr því fer ég að vinna á stað þar sem eigandinn er Serbi. Serbarnir eru þekktir fyrir að vera geðveikir og þar fæ ég að vera í friði þó að eigandinn, sem var, eða er kona, væri ekki með tengsl inn í neina mafíu þá var hún samt vernduð.“ Valdi BDSM til að sleppa við að láta riðlast á sér Eva segir þetta vændishús hafa verið með hærri standarda en mörg önn- ur hvað varðaði vernd og þjónustu. „Kúnnarnir fóru hins vegar oft yfir strikið. Þetta endaði með að ég flutti mig annað til að taka að mér BDSM-kúnna, bara svo ég gæti sloppið við að láta riðlast á mér. Ég veit samt ekki hvort það var eitthvað skárra því það brotnar eitthvað inni í manni þegar mað- ur níðist á annarri manneskju. Þó hún sé að borga manni fyrir það. Ég fór líka í fylgdarþjónustu og mætti heim til kúnna. Allt í allt stóð ég í þessu í tæplega eitt ár og nú eru komin 13 ár síðan.“ Hvað varð til þess að þú hættir þessu? „Ég tók aftur saman við Jim. Við ákváðum að flytja inn saman og reyna að hætta þessu rugli og eign- ast barn. Hann þjáðist í hvert sinn sem ég var með öðrum en honum. Honum fannst svo hræðilegt að ég væri að gera þetta. Ég veit ekki hvort hann hafi verið ástfanginn af mér en ég veit samt að honum þótti mjög vænt um mig. Þetta var líka ákveðin spurning um eignarhald.“ Sambúðin entist ekki lengi en áfram héldu þau samt að vera sund- ur og saman í alls sex ár, eða frá því hún var nýflutt út árið 2002 til ársins 2008 þegar hún kemur aftur heim til Íslands eftir erfitt fósturlát. Hvað svo. Hvað gerist þegar þú kemur aftur heim eftir þessi sex ár í Kaupmannahöfn? „Ég er í rauninni í „survival mode“, bara reyni að lifa af. Ég djammaði líka mikið og átti í mjög yfirborðskenndum samskipt- um við fólk. Svo fékk ég vinnu hjá Heilsuhúsinu við afgreiðslustörf, varð fljótlega verslunarstjóri, byrj- aði með strák og fór í sambúð. Við vorum í raun bæði manneskjur Eva Dís vann sem vændiskona „Amma fór í meðferð fjórum eða fimm sinnum og mörg systkini pabba líka. Þetta þýddi rosalega lítið fyrir mér. M y n D H a n n a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.