Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Blaðsíða 18
18 25. maí 2018fréttir - erlent
Í
febrúar kom til harðra átaka á
milli hersveita Bashar al-Assad
Sýrlandsforseta og mörg hund-
ruð rússneskra málaliða frá
einkafyrirtæki, sem er þekkt und-
ir heitinu Wagner, við banda-
ríska hermenn nærri Deir ez-Zor
í austurhluta Sýrlands. Hersveitir
Assads og rússnesku málaliðarn-
ir sóttu fram gegn olíuhreinsistöð
sem kúrdískar hersveitir höfðu
á valdi sínu en Kúrdarnir njóta
stuðnings Bandaríkjanna. Banda-
ríkjaher beitti stórskotaliði og B-52
sprengjuflugvélum gegn herliði
Assads og rússnesku málaliðun-
um er orustan stóð yfir, í um þrjár
klukkustundir.
Rússnesk yfirvöld þvertóku í
upphafi fyrir að Rússar hefðu tek-
ið þátt í bardögunum og sögðu að
fréttir þar um væru rangar. Á end-
anum neyddist utanríkisráðu-
neytið þó til að viðurkenna að fimm
Rússar hefðu fallið í orustunni.
Áður höfðu nokkrir rússneskir fjöl-
miðlar nafngreint að minnsta kosti
10 Rússa, sem tengjast Wagner, en
nokkrir Vestrænir fjölmiðlar á borð
við Reuters og Bloomberg segja
að mun fleiri Rússar hafi fallið.
Reuters hafði eftir rússneskum her-
lækni að um 100 Rússar hafi fall-
ið og annar heimildarmaður sagði
þá hafa verið rúmlega 80. Þá særð-
ist fjöldi Rússa og voru þeir fluttir á
hersjúkrahús í Moskvu.
Rússarnir eru sagðir hafa ver-
ið málaliðar á vegum Wagner en
það er rússneskt fyrirtæki sem er
fjármagnað af rússneskum stjórn-
völdum. Fyrirtækið hefur sent
fjölda málaliða til Úkraínu og Sýr-
lands.
Kom upp um Wagner
Síðasta sumar sótti sjúkrabíll of-
urölvi mann í úthverfi St. Péturs-
borgar og flutti til lögreglunnar
sem vistaði manninn í fangaklefa.
Í fórum mannsins fundust skjöl
sem sýndu að hann var ofursti í
varaliðssveitum rússneska hers-
ins. Hann var með 550.000 rúblur
á sér (það jafngildir um 8,8 millj-
ónum íslenskra króna) og 5.000
dollara (það jafngildir rúmlega
500.000 íslenskum krónum). Auk
þess var hann með lista yfir vopn,
pöntunarseðil fyrir mörg tjöld,
flugmiða til Krasnodar í suðvest-
urhluta Rússlands og kort af Sýr-
landi.
Lögreglan komst síðan að því
að ofurstinn var næstráðandi hjá
fyrirtækinu Wagner sem hefur
sent málaliða til Úkraínu og Sýr-
lands eftir því sem segir í frétt rúss-
neska miðilsins Fontanka.
Vopnin og tjöldin voru ætluð
Wagner. Þjálfunarbúðir Wagner
eru í Krasnodar þar sem málaliðar
æfa fyrir aðgerðir utan Rússlands.
Samkvæmt rússneskum lögum
er starfsemi sem þessi stranglega
bönnuð en ofurstanum var sleppt
án frekari eftirmála. Þar kom sér
vel að hann og Wagner eiga valda-
mikla vini í Pétursborg og Moskvu.
Wagner kom fram á sjón-
arsviðið 2014 í tengslum við ver-
kefni utan Rússlands en þá tóku
málaliðar frá fyrirtækinu þátt í
bardögum í austurhluta Úkraínu.
Yfirmaður Wagner er Dmitrij
Utkin, fyrrverandi háttsettur
leyniþjónustumaður, og er fyrir-
tækið nefnt eftir honum. Hann
er að sögn mikilli áhugamað-
ur um þýska hernaðarsögu og er
hann því kallaður eftir þýska tón-
skáldinu Wagner.
Frá bækistöð Wagner í Krasn-
odar er aðgerðum málaliðanna
stýrt. Í næsta nágrenni eru sveit-
ir frá rússnesku GRU leyniþjón-
ustunni en svo ótrúlega vill til
að Dmitrij Utkin starfaði áður
hjá GRU.
Rússneski netmiðillinn
Republic segir að um 3.660
málaliðar séu að störfum hjá
Wagner og séu reiðubúnir til
að hætta lífi sínu fyrir upphæð-
ir sem svara til 160.000 til 480.000
íslenskra króna á mánuði.
Vinir Pútíns fjármagna Wagner
Málaliðarnir eru vel vopnum bún-
ir og í Sýrlandi hafa þeir yfir
stórskotaliði og skrið-
drekum að ráða.
Allt kostar þetta
peninga. Repu-
blic segir að á
síðustu tveimur
árum hafi þetta
kostað Wagner
sem nemur um
35 milljörðum
íslenskra króna.
Peningarn-
ir koma frá
„stuðningsað-
ilum“. Einn þeirra er Jevgenij Pri-
gozjin, 56 ára kaupsýslumaður frá
St. Pétursborg. Hann er góðvinur
Pútíns forseta og á síðustu árum
hefur hann tryggt sér samninga
um sölu á matvörum til rússneska
hersins fyrir sem nemur 112 millj-
örðum íslenskra króna.
Prigozjin hefur ekki neina
hernaðarreynslu eftir því sem best
er vitað en hefur eytt 10 árum í
fangelsi eftir bankarán. Áður en
orustan við Deir ez-Zor hófst hler-
uðu bandarískar leyniþjónustur
samskipti Pribozjin við minnst
einn ráðherra í ríkisstjórn Pútíns
og starfsmannastjóra Pútíns, Ant-
on Vaino. Wasington Post skýr-
ir frá þessu. Í þessum samskipt-
um kom fram að Prigozjin lofaði
Assad „óvæntum tíðindum“ en
þar er hann talinn hafa átt við olíu-
hreinsistöðina sem ráðist var á.
Allt fór þetta þó út um þúfur
eins og áður er rakið. Líklegt verð-
ur þó að teljast að á næstu árum
muni liðsmenn Wagner láta til sín
taka þar sem rússnesk stjórnvöld
telja sig eiga hagsmuna að gæta. n
Smiðjuvegi 4C 202 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
Bandarískar sveitir
drápu fjölda rússa
n Böndin beinast að Wagner sem vinir Pútíns fjármagna n Ölvaður ofursti kom upp um Wagner
Kristján Kristjánsson
ritstjorn@dv.is
Málaliðar eru
vel vopnum
búnir í Sýrlandi.
Assad.
Pútín.