Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Blaðsíða 39
25. maí 2018 KYNNINGARBLAÐ Viðhald og framkvæmdir
Vaskir drengir:
Það er dýrt að bíða
of lengi með viðhald
Fyrirtækið var stofnað árið 2014 en ég hef unnið við þetta miklu lengur. Verkefnum fór að
fjölga mikið upp úr 2012 þegar við
fórum að vinna meira í nýbygging-
um og má segja það sé um 70–80%
af heildarverkefnunum. Við tökum
við verkinu þegar búið er að setja
glugga og hita í húsið. Við spörtlum,
slípum, grunnum – og fullmálum
húsið,“ segir Björgvin P. Hallgríms-
son málarameistari, eigandi máln-
ingarfyrirtækisins Vaskir drengir ehf.
eins og kemur fram í máli Björg-
vins vinna Vaskir drengir mikið í
nýbyggingarverkefnum sem undir-
verktakar hjá stórum byggingar-
fyrirtækjum. en með vorinu fer
viðhaldsverkefnum fjölgandi og þá
er unnið meira úti:
„Við erum að klára núna hús í
Urriðaholtinu í garðabænum og
verðum meira og minna í útiverk-
efnum fram á haust en þá byrjum
við líklega aftur í nýbyggingunum,“
segir Björgvin sem býst við að mála
mörg einbýlishús og fjölbýlishús í
sumar.
„Við erum mikið í viðhaldsver-
kefnum fyrir húsfélög, til dæmis
viðhald innanhúss og endurmálun,“
segir Björgvin og bætir við að utan-
hússviðhald sé afar mikilvægt: „Það
er mjög mikilvægt til að vernda og
viðhalda þannig verðgildi þeirra.
ef rigningarvatn fær að seytla
inn í sprungur og frjósa þá smátt
og smátt stækka sprungurnar og
múrinn/steinsteypan skemmist.
Viður upplitast og fúnar að lokum
ef vatn og sólarljós kemst óhindrað
inn. Þakklæðning eins og bárujárn
ryðgar komist vatnið óhindrað að
yfirborði járnsins. Þess vegna er
hægt að fullyrða að það geti verið
dýrt að bíða of lengi með viðhald
og þá er jafn mikilvægt að nota
réttar aðferðir og efni svo viðhaldið
standist álagið.“
starfsemin hefur farið vaxandi og
í augnablikinu eru fimm starfsmenn
hjá Vöskum drengjum en Björgvin er
eini málarameistari fyrirtækisins og
hefur vakandi auga og umsjón með
öllum verkefnum. starfsfólki fjölgar
hins vegar alltaf á sumrin og eru því
ársverk hjá fyrirtækinu á milli fimm
og tíu.
að sögn Björgvins þarf töluvert
af tækjabúnaði til að halda úti fag-
mannlegri málningarþjónustu: „Við
erum til dæmis með málningardæl-
ur, spartlvélar, slípivélar, ryksugur,
tröppur, stiga, palla og hin ýmsu
smáverkfæri.“
aðspurður segir Björgvin að það
sé gefandi að taka þátt í stórum
nýbyggingarverkefnum og leggja
lokahönd á húsnæðið:
„Það breytist mikið útlitið á
húsnæðinu eftir að við höfum farið
um það höndum. segja má að við
tökum við húsnæðinu eftir að það
er rúmlega fokhelt og setjum loka-
svipinn á það.“
Ljóst er að Vaskir drengir eru
traustur og álitlegur aðili hvað varð-
ar málningarvinnu í nýbygging-
um og útimálun húsa á sumrin.
Þeir sem hafa áhuga á að kynna
sér betur þjónustuna geta hringt
í Björgvin P. Hallgrímsson í síma
844-9188.