Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Blaðsíða 26
26 fólk - viðtal 25. maí 2018
í miklum sársauka og við meidd-
um hvort annað. Við vorum saman
sirka frá 2009 til 2011 og þá gerist
það sem sagt að pabbi tekur líf sitt
og líf mitt fór að snúast í rétta átt ef
svo má að orði komast.“
Hvernig var sú atburðarás?
„Það er kannski ekki auðvelt
að rekja það hvernig þetta byrj-
ar en sirka 2005 keypti hann Stál-
smiðjuna í félagi við tíu aðra. Svo
fer hann auðvitað að drekka aftur.
Þeir hringja í hann einn morgun-
inn og boða hann í viðtal. Segja að
þeir vilji ekki að hann mæti áfram
nema hann fari fyrst í áfengismeð-
ferð. Hann fór heim eftir þetta við-
tal og skaut sig. Konan hans var líka
búin að segja við hann að ef hann
klúðraði vinnunni þá myndi hún
yfirgefa hann og taka allt sem hann
átti. Svo kom hún að honum inni í
bílskúr þar sem hann var búinn að
fyrirfara sér.“
„Ég var líka hrikalega reið mann-
eskja á þessum tíma“
Evu bárust fréttirnar með þeim
hætti að móðir hennar hringdi í
hana og var mikið niðri fyrir. Sagði
að þær yrðu að hittast því hún
þyrfti að segja henni svolítið. Þarna
var Eva stödd heima hjá sambýlis-
manninum sem hún var þá nýlega
hætt með en var ennþá að hitta af
og til.
„Mamma segist vilja keyra uppá
Kjalarnes til bróður míns og hitta
mig þar. Ég hélt að þetta snerist
um ömmu sem var búin að vera
veik og ég man að ég hugsaði:„Nú
er kannski amma að deyja“. Ég fatt-
aði ekki af hverju ég gæti ekki bara
keyrt beint upp á spítala, af hverju
það mætti ekki segja neitt í símann.
Það fauk í mig. Ég var líka hrikalega
reið manneskja á þessum tíma. Það
þurfti mjög lítið til að gera mig reiða
á þessum árum. Ég var stödd uppi
í Mosó og sagðist geta hitt hana á
bílastæðinu við N1 á leiðinni upp á
Kjalarnes:„Fyrst þú endilega vilt!““
„Það var blæja yfir þar sem
höfuðið á honum hafði verið“
Á bílastæðinu fær Eva þær fréttir að
faðir hennar sé látinn.
„Ég meðtók þetta ekki. Varð
ógeðslega reið og skildi ekkert
hvaða helvítis kjaftæði þetta væri.
Seinna sagði systir mín mér að
augnaráð mitt hefði dugað til að
drepa hana. Næstu viðbrögð mín
voru að hringja í strákinn sem ég
var þarna að hætta með og segja
honum að pabbi minn sé dáinn.
Hann bauðst til að keyra mig upp
á Kjalarnes og þangað fórum við.
Næstu dagar voru bara í móðu. Ég
var svo reið út í konuna hans og ég
varð líka hrikalega reið út í prestinn
sem jarðaði hann, því sá vildi ekk-
ert við mig tala. Þetta var allt hræði-
legt. Í fyrsta lagi tók langan tíma
fyrir okkur að fá líkið þar sem það
voru einhver veikindi hjá starfsfólki
spítalans, svo fengum við viðvörun
þegar við komum að honum í kist-
unni. Það var blæja þar sem höf-
uðið hafði verið.“
Hótaði að hætta samskiptum ef
hún ætlaði áfram að vera reið
„Eins sárt og það var að missa
pabba þá gerðist eitthvað svaka-
legt í kjölfarið og allt hófst það með
yfirþyrmandi reiði. Ég einfaldlega
brjálaðist út í tilveruna og konuna
hans pabba. Mér fannst hún eiga
sök á svo mörgu og ég óð bara yfir
allt og alla í mínum sársauka. Svo
kom að því að systir mín setti mér
stólinn fyrir dyrnar og sagðist ekki
geta verið í samskiptum við mig ef
ég ætlaði að halda áfram að vera
svona reið,“ segir Eva og bætir við
að systir hennar sé dýrmætasta
manneskjan í hennar lífi.
„Ég myndi gera allt fyrir hana
svo við þetta fór ég að skoða hegð-
un mína, fortíðina, framkomu,
tilfinningar og allt sem þessu
fylgir. Mamma útvegaði mér sam-
talsmeðferð hjá presti og með því
hófst mín sjálfsvinna.“
Lenti í bílslysi nokkrum
mínútum eftir nauðgun
Þegar Eva er nýlega byrjuð í sam-
talsmeðferð hjá prestinum vís-
ar læknir henni til meðferðaraðila
sem átti að hjálpa henni með sýk-
ingu sem hún fékk í tannholdið.
Þar varð hún fyrir nauðgun en
þetta var í byrjun desember 2011.
„Þegar ég kom út frá honum
settist ég undir stýri og ók af stað
í algjöru sjokki. Örfáum mínút-
um seinna lendi ég svo í hrikalegu
bílslysi. Við það slitnuðu liðbönd
á hægri ökkla og ég hlaut mik-
il meiðsli á hrygg, hálsi og öxlum.
Þegar ég lít um öxl finnst mér eins
og mér hafi verið kippt út úr lífinu
til að ég gæti valið aðra braut en þá
sem ég var komin á. Þarna missti
ég vinnuna og neyddist til að fara í
endurhæfingu á sál og líkama.“
„Fannst ég vera að deyja“
Fyrstu skrefin hjá Evu voru að
skoða meðvirkni í samskiptum og
því næst fékk hún endurhæfingar-
styrk frá Virk og fór í mjög reglu-
bundna meðferð hjá sálfræðingi.
„Í janúar 2013 skrái ég mig svo
í Ráðgjafarskóla Íslands en það
var of mikið fyrir mig. Smátt og
smátt byrjar mér að líða mjög illa,
svo illa að mér fannst ég hreinlega
vera að deyja. Eftir tvær innlagnir,
rannsóknir og ferðir á göngudeild
Landspítalans finna læknarnir svo
æxli í kviðnum á mér. Sennilega
var ég byrjuð að þróa krabbamein
í brisi sem varð svo fyrir hnjaski
í bílslysinu, sprakk út í kviðinn
og byrjaði að vaxa inn í líffærin í
kring.“
Lífið tók 90 gráðu viðsnúning
Í apríl 2013 leggst Eva á skurðar-
borðið. Læknarnir fjarlægðu með-
al annars miltað úr hennni ásamt
hluta af brisi, maga, ristli, þind og
þörmum.
„Ég fór inn og út af Landspítal-
anum fram í júlí það ár með sýk-
ingar sem þurfti að drena út og var
gríðarlega veik. Samt má segja að
bílslysið hafi bjargað mér frá því að
þurfa að takast á við krabbameinið
því læknarnir náðu að skera allt í
burtu og ég þurfti ekki á krabba-
meinsmeðferð að halda.“
Samkvæmt ráðleggingum
læknis þurfti Eva að taka sér hlé frá
endurhæfingarprógraminu með
Virk meðan hún var að jafna sig
eftir aðgerðina.
Ég var samt alveg viðþolslaus
að komast í að gera eitthvað og tók
því feginsamlega þegar vinir mín-
ir buðu mér með sér á samskipta-
námskeið í Borgarfirði. Við það tók
líf mitt 90 gráðu viðsnúning og síð-
an hefur öll mín tilvera snúist til
betri vegar.
Lærði að bera ábyrgð á sjálfri sér
Námskeiðið sem um ræðir kallast
Umhyggjurík samskipti eða Non
Violent Communication og var upp-
haflega þróað af geðlækninum og
sálfræðingnum Marshall Rosenberg:
„Hann hugsaði mikið um af
hverju við bregðumst við eins og
við gerum. Af hverju sumir bregð-
ast við mótlæti af æðruleysi og
samkennd á meðan aðrir reiðast
og beita ofbeldi. Samskipti snúast
í raun mikið um tilfinningalæsi og
viðurkenningu og þarna lærði ég
bæði að skilja sjálfa mig og annað
fólk alveg upp á nýtt. Ég verð þess-
um vinum mínum sem buðu mér
með sér þarna upp í Borgarfjörð
ævinlega þakklát því þarna lærði
ég að bera ábyrgð á sjálfri mér og
leyfa öðrum að bera ábyrgð á sér.
Ég skildi einnig að enginn getur
gefið mér það sem ég get ekki gef-
ið mér sjálf og að ég má hafa þarfir,
og uppfylla þær, og biðja aðra um
að vera með mér í að gera lífið dá-
samlegt ef þeir vilja.“
Umhyggjurík samskipti þau
áhrifamestu
Nú eru liðin fimm ár frá því Eva Dís
kynntist þessari leið sem meðal
annars hefur verið notuð af Sam-
einuðu þjóðunum, hjá trúnaðar-
mönnum í fyrirtækjum á borð við
Mercedez Benz og IBM, af kennur-
um og þjálfurum víða um heim og
fangelsismálayfirvöldum í Banda-
ríkjunum svo fátt eitt sé nefnt.
Eva segir að af öllum þeim
sjálfsbjargarleiðum sem hún hafi
kynnt sér í þeirri viðleitni að ná sér
af áföllum og afleiðingum ofbeldis
og vændis séu Umhyggjuríku sam-
skiptin þau allra áhrifamestu.
„Fyrir tveimur árum kom upp
sú staða hjá mér að hluti maga-
veggjarins gaf sig eftir stóra
skurðinn og ég tók mér hlé frá
því að mennta mig frekar í Um-
hyggjuríkum samskiptum til að
fara í aðgerð. Að henni lokinni fór
ég svo í Stígamót til að reyna að
greiða betur úr sálarlífinu og af-
leiðingum af kynferðisofbeldi og
vændi sérstaklega. Þar bauðst mér
að taka þátt í hópavinnu sem gerði
kraftaverk fyrir mig. Frá áramótum
hef ég svo sjálf starfað sem leið-
beinandi hjá Stígamótum og fyrir
skemmstu gafst mér nýtt tækifæri
til að kenna Umhyggjurík sam-
skipti hjá Bjarkarhlíð, sem er mið-
stöð fyrir þolendur ofbeldis og er
styrkt af Velferðarráðuneytinu.“
Að lokum biður þessi hugrakka
kona um að fá að koma því á fram-
færi að eftir kosningar verði ný
námskeið í Umhyggjuríkum sam-
skiptum auglýst á Facebook síðu
með sama nafni.
„Ég veit að ég á dökka fortíð að
baki en það er mikilvægt fyrir mig
að ég fái sjálf rými til að skilgreina
hana. Mér finnst erfiðleikarnir og
allt það sem ég hef gengið í gegn
um hafa gert mig að bæði sterkri
og víðsýnni manneskju. Mig langar
að nota allt það sem hefur komið
fyrir mig, bæði sjálfri mér og öðr-
um til góðs,“ segir Eva Dís að lok-
um. n
„Fannst það bara
góð hugmynd að
losna úr baslinu, láta sjá
fyrir mér og það eina sem
ég þyrfti að gera væri að
leyfa einhverjum að rass-
skella mig og ríða mér,
m
y
n
d
H
a
n
n
a
Lækjarbrekka
Bankastræti 2
101 RVK
s. 551 4430
Alltaf sígild
alltaf ljúf