Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Blaðsíða 56
56 sakamál 25. maí 2018 V ið stöndum öll ráðþrota frammi fyrir þessu og skilj- um ekki hvað hefur get- að gerst. Einar Örn er ekki maður þeirrar gerðar að hann láti sig hverfa á þennan hátt. Það er óhugsandi.“ Þetta sagði Atli Helgason lög- fræðingur skömmu eftir hvarf Einars Arnar Birgissonar. Atli drap Einar Örn með því að berja hann ítrekað með hamri í höfuðið 8. nóvember árið 2000. Árásin átti sér stað í Öskjuhlíð. Atli hefur sagt að hann hafi verið sturlaður af kóka- ínneyslu þegar hann drap Einar og kom honum fyrir í skotti bif- reiðar en talið er að Einar hafi ver- ið með lífsmarki á þeirri stundu. Atli átti síðan eftir að taka þátt í leitinni að Einari, sitja fundi með fjölskyldunni og furða sig á hvarf- inu í samtali við fjölmiðla. Morðið á Einari er eitt þekktasta sakamál sem upp hefur komið hér á landi. Þjóðin var slegin óhug þegar hinn ungi, reglusami dugnaðarforkur hvarf sporlaust og buðust ótal Ís- lendingar til að taka þátt í leitinni. Má segja að andrúmsloftið hafi verið svipað á þessum tíma og þegar Birnu Brjánsdóttur var leit- að. Fjölskylda Einars heldur því fram að Atli hafi aldrei sýnt í verki að hann sjái eftir að hafa myrt Ein- ar. Atli sat í fangelsi í níu ár vegna morðsins. Birgir Örn Birgis faðir Einars sagði í viðtali árið 2016: „Hann hefur aldrei nokkurn tíma gert eitt eða neitt til að sýna iðrun. Mér finnst það bara vera í beinu framhaldi af því hversu út- smoginn hann var á meðan þetta var að ganga yfir.“ Atli hefur frá því að morðið var framið verið áberandi í fjölmiðl- um. Hann var talsmaður fanga og var margsinnis á síðum blaðanna vegna þessa. Þá hefur hann far- ið í viðtöl til að ræða um morðið á Einari og eins út af öðrum smærri málum. Atli fékk uppreist æru árið 2016. Það sama ár lagði hann fram beiðni um að fá lögmannsréttindi sín aftur. Hann dró síðan beiðn- ina til baka og sagði þá ákvörðun byggja á að hann hefði endurvak- ið þjáningar aðstandenda Einars. Hann ákvað svo að sækja um réttindin að nýju en ekki er vit- að um ástæður þess að Atla sner- ist hugur og ákvað að óska eftir réttindunum á nýjan leik en hann var sviptur þeim eftir morðið á Einari. Atburðarásin Atli og Einar Örn voru viðskipta- félagar og höfðu nýverið opnað tískuverslunina GAP Collection á Laugavegi 7. Það hafði verið nokk- uð átak að opna búðina en með eljusemi Einars hafði það tekist. Einar átti 80 prósent í fyrirtæk- inu en Atli 20 prósent. Atli og Ein- ar kynntust í gegnum knattspyrn- una. Atli var fyrirliði Víkings þegar Einar Örn hóf að leika þar með meistaraflokki og var fyrirmynd allra ungra drengja í félaginu. Úr Víkingi lá leið Einars í Val, þaðan í Þrótt og svo til norska 1. deildar- liðsins Lyn í Ósló þar sem Einar lék eina leiktíð. Eftir heimkomuna frá Noregi gekk Einar Örn til liðs við KR en hætti hjá félaginu vegna ósættis við þjálfara KR, Pétur Pétursson. Kallaði Einar Örn þá Atla félaga sinn til liðs við sig til að standa að samningi um starfslok sín hjá knattspyrnudeild KR. Atli Helgason starfaði um tíma á lögmannsstofu Atla Gíslason- ar og var látinn hætta þar vegna ógætilegrar meðferðar á fjár- munum lögmannsstofunnar. Var talið víst að það atferli Atla tengd- ist neyslu hans og viðskiptum með fíkniefni sem hann var háð- ur. Reyndu velunnarar Einars að vara hann við ástandi viðskiptafé- lagans rétt áður en tískuverslunin þeirra var opnuð en Einar sagðist bera traust til félaga síns og taldi hann vera hættan öllu rugli. Einar Örn var glaður í bragði síðdegis þann 7. nóvember árið 2000 þegar hann kvaddi starfsfólk sitt í GAP Collection. Um nóttina horfði hann á bandarísku forseta- kosningarnar og svaf fram eftir þann 8. nóvember. Einar mælti sér mót við Atla. Hann hringdi í versl- unina og lét vita að hann ætti fund með Atla. Einnig sagði hann versl- unarstjóranum að Atli hefði greint frá því að ökutæki hans væri bil- að og að Atli hefði beðið hann að aðstoða sig. Var verslunarstjórinn hissa á því þar sem bíll Atla hafði skömmu áður verið í viðgerð. Miklir áverkar en sagði Atli allan sannleikann? Ekkert spurðist til Einars eftir þennan dag en Atli er einn til frá- sagnar um atburðarásina. Telja ættingjar að hann hafi aldrei sagt alla söguna. Atli segir að þeir Ein- Sagði Atli allan sannleikann? Foreldrar einars dóu úr sorg n Skilaboð frá miðlum n Atli sagði Einar á lífi n Leitaði með fjölskyldunni Æviferill Atla Helgasonar í hnotskurn 7. mars 1967 Fæðist í Reykjavík. September 1980 Missir bróður sinn á voveiflegan hátt. 31 nóvember 1984 Missir föður sinn. 1987 Stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. 1987 Fer úr Þrótti til Víkings. 1989 Eignast barn. September 1991 Leiðir Víking til sigurs á Íslands- meistaramótinu í knattspyrnu. September 1991 Ásgeir Elíasson velur hann í lands- liðshópinn. Hann kemst þó ekki í liðið. 1993 Yfirgefur herbúðir Víkings og gengur til liðs við Val. 1993 Útskrifast sem lögfræðingur frá Háskóla Íslands. 1993 Hefur störf á lögmannsstofu Atla Gíslasonar. 1996 Hættir störfum hjá lögmannsstofu Atla Gísla- sonar 1996. Fer í meðferð vegna fíkniefnaneyslu. 1999 Er bústjóri í dánarbúi Agnars W. Agnarssonar sem Þórhallur Ölver Gunnlaugsson banaði á Leifsgötu 16. júlí 1999. Sumarið 2000 Er lögmaður Einars Arnar Birgissonar þegar samningi hans við KR er rift í október. 2000 Verslun Atla og Einars Arnar, GAP Collection, opnuð 8. nóvember. 2000 Er valdur að dauða Einars Arnar Birgissonar 14. nóvember. 2000 Handtekinn af lögreglunni, grunaður um aðild að hvarfi Einars Arnar 16. nóvember. 2000 Játar að hafa banað Einari Erni. Maí 2001 Dæmdur í 16 ára fangelsi. 2001 Segir frá því í viðtali í bók hvernig neysla eiturlyf- ja hafi breytt honum í morðingja. 2003 Sendir opið bréf í DV og gagnrýnir refsikerfið. 2004 Segir í viðtali við DV að fyrsta eina og hálfa árið hafi verið hreint helvíti á Litla Hrauni. 2004 Svarar spurningu dagsins á DV og segir enga stefnu vera í fangelsismálum. Hún snúist aðeins um refsivist. Atli tjáði sig ítrekað við fjölmiðla á þessum árum sem talsmaður fanga. 2005 Fær dagsleyfi úr fangelsi og fer í jarðarför og kaupir ís með fjölskyldunni. 2010 DV greinir frá því að Atli sé laus úr fangelsi eftir níu ára vist á Hrauninu og sé kominn á Vernd. 2014 DV greinir frá því að Atli Helgason sé hluthafi í Versus lögmönnum. 2015 Fær uppreist æru. 2016 Sækir um lögmannsréttindi en hættir við. 2018 Fær lögmannsréttindi aftur. „Það er bara stað- reynd með þenn- an mann. Það er sama við hvern þú talar. Það var ekki einn illan blett á Einari að finna. Einar Örn var elskaður og dáður af fjölda manns. Hans er enn í dag sárt saknað en minningin lifir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.