Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Blaðsíða 50
 25. maí 2018KYNNINGARBLAÐNámsframboð á háskólastigi og fjarnám Verkmenntaskólinn á Akureyri leggur mikla áherslu á fjöl-breytni í námsframboði sínu en við skólann er boðið upp á iðn- og tækninám ásamt hefðbundnu bók- námi til stúdentsprófs. Fjarnám er veigamikill hluti af starfsemi skól- ans en bæði er hægt að ljúka stúd- entsprófi af bóknámsbrautum og námi til iðnmeistararéttinda í fjarnámi. Markmið með fjarnámi er að gefa þeim kost á námi sem ekki geta stundað tiltekið nám á hefðbundinn hátt í dagskóla. Nemendur í fjarnámi geta verið dagskólanemendur í VMA eða úr öðrum framhaldsskólum eða fólk sem er úti í atvinnulífinu. Í fjar- náminu eru bæði nemendur bú- settir á Akureyri og hvaðan sem er af landinu. Enn fremur eru töluvert margir nemendur sem búa erlendis. Fjarnám krefst sjálfsaga en sveigj- anleiki VMA gagnvart nemendum og stuðningur skólans við hvern og einn nemanda léttir róðurinn. „Við reynum að hafa mjög gott samband við nemendur til að sporna við brottfalli og vikulega eru ávallt einhver samskipti, til dæmis í gegnum endurgjöf á verkefnum. Svo hef ég alltaf samband við þá ef við höfum ekki heyrt í þeim lengi. Það getur verið erfitt að vera í fjarnámi en þú lætur námið síður sitja á hakanum ef kennarinn er reglulega í sambandi við þig,“ segir Katrín Harðardóttir fjar- námskennari en hún hefur stundað fjarnámskennslu í 20 ár. Hún segir að námið hafi breyst mikið á þessum tíma með aukinni tækni. „Hér áður fyrr var þetta meira eins og bréfaskóli í tölvupóstformi en núna vinna nemendur í Moodle-umhverfinu sem gefur kost á að setja inn tengla á alls konar efni, miðla fyrirlestrum, glærum og mörgu fleiru sem veitir nemendum fjölbreyttari sýn á námið. Enn fremur geta nemendur sent inn fyrirspurnir sem við reynum ávallt að svara sem fyrst,“ segir Katrín. Segja má með nokkurri einföldun að á meðan aðhaldið er mikilvægt fyrir yngri nemendur í fjarnámi sé sveigjanleikinn nauðsynlegur fyrir þá eldri. Er þar sérstaklega um að ræða nemendur í iðnmeistaranáminu sem oft eru í mjög krefjandi störfum með- fram náminu. „Við erum til dæmis með sjómenn sem eru úti vikum saman, oft net- sambandslausir, koma síðan í land og vinna upp nokkrar vikur í náminu. Nú eða iðnaðarmenn sem geta verið í löngum törnum, jafnvel erlendis. Ég reyni að koma til móts við þessa nemendur því þeir þurfa sveigjan- leika til að geta stundað nám sitt. Þó að þessir nemendur geti dreg- ist tímabundið aftur úr þá standa þeir sig yfirleitt vel. Þetta er oftast fullorðið fólk með ákveðin tímasett markmið sem það ætlar sér að ná.“ Nánari upplýsingar um fjarnám við VMA er að finna á vef skólans: vma.is/is/fjarnam/fjarkennslan-framvinda Sveigjanleiki og gott samband við nemendur FjArNáM Í VMA:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.