Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Blaðsíða 53
Viðhald og framkvæmdir 25. maí 2018 KYNNINGARBLAÐ Nám í Margmiðlunarskólanum hentar þeim sem hafa áhuga á þrívíddarvinnslu, eftirvinnslu kvikmynda, tölvuleikjagerð og teikni- myndagerð. Allt þetta er hluti náms í Margmiðlunarskólanum. Í náminu er lögð mikil áhersla á hugmyndavinnu, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. Skólinn leggur áherslu á að útskrifa nemendur með frjóa hugsun og vilja til að fara nýjar leiðir. Við í Margmið- lunarskólanum kennum á öll helstu forritin sem notuð eru í bransanum og leggjum áherslu á að fylgja þróun í forritum og lausnum því tengt. Skólinn er vel tengdur atvinnulífinu. Dæmi um starfssvið nemenda sem útskrifast úr Margmiðlunarskólanum eru tæknibrellur í kvikmyndum eins og Star Wars, Infini- ty Wars og Guardians of the Galaxy Vol I og II. Flest leikjafyrirtæki á landinu hafa á sínum snærum útskrifaða nemendur úr Margmiðlun- arskólanum, fyrirtæki eins og CCP og Sólfar. Skólinn er vel tækjum búinn, er með green screen stúdíó, hljóðstúdíó, mocap og allskonar græjur og dót til myndatöku. Senur úr kvikmyndunum Two Guns og Djúpinu voru líka teknar upp í green screen stúdíói skólans. Veggirnir eru í sérstökum grænum lit sem er síaður út fyrir þann bakgrunn sem leikararnir eru settir í en hann getur verið hvort sem er tölvugerður eða myndskeið. Nám í Margmiðlunarskólanum er 2ja ára 120 eininga diplomanám. Möguleiki er á að taka viðbótarár við erlenda háskóla til BA gráðu. Skólinn er í samstarfi við skóla í Bretlandi og Kanada. Námið er verkefnadrifið með áherslu á tæknilausnir og skapandi framsetningu. Námið er einstaklingsmiðað en hópavinna er líka stór þáttur í því. Þetta er heimur þar sem þróun er afskaplega hröð og krefst stöðugrar símenntunar og nemendur fá þjálfun í því að temja sér þann hugsunar- hátt að halda sífellt áfram að læra. Margmiðlunarskólinn er ein af mörgum áhugaverðum námsbrautum og skól- um sem eru undir regnhlíf Tækniskól- ans. Skólinn á sér hins vegar dýpri ræt- ur en hann var stofnaður fyrir síðustu aldamót og var einkaskóli fyrst um sinn. Nám í Margmiðlunarskólanum fer núna fram í gamla Sjómannaskólahúsinu, húsi Tækniskólans á Háteigsvegi. Nánari upplýsingar um námið og umsóknir er að finna á tskoli.is og hjá Ragnhildi Guðjónsdóttur í síma 514 9601 eða í gegnum netfangið rag@tskoli.is MArGMIðluNArSKólINN: Tæknilausnir og skapandi framsetning Vefskólinn er nýleg námsbraut innan Tækniskólans sem býður upp á nám sem er í senn mjög skapandi og afar hagnýtt. Jónatan Arnar Örlygsson er verkefnastjóri hjá Vefskólanum og segir hann námið bjóða upp á kunnáttu sem er mikil þörf á í atvinnulífinu: „Nemendur fá kennslu á breiðu sviði um allt sem kemur að þróun vef- lausna. Þeir fá kennslu í vefforritun og er áhersla lögð á framendaforritun, öllu því sem er sýnilegt notendum. Við erum t.d. með kúrsa í vefhönnun, notendaupplifun, frumkvöðlafræði og verkefnastjórnun. Allt gagnast þetta við gerð vefsíðna, vef-appa og hvers konar útgáfur af því sem við eigum í gagnvirkum tengslum við á internetinu í dag. Við útskrifum góða framendaforritara sem hafa gott auga fyrir útliti. Aðrir nemendur sér- hæfa sig að námi loknu í vefhönnun.“ Námið veitir mikla at- vinnumöguleika. Stúdentspróf þarf til að fá inngöngu í Vefskólann og einnig er einhver bakgrunnur í annað hvort grafískri hönnun eða forritun mikill kostur. „Almennt er góð tölvu- kunnátta nauðsynleg en einnig þurfa nemendur að vera mjög skapandi í náminu og hafa gott auga fyrir útliti. Mikilvægt er að lausnir sem búnar eru til á vefnum séu notendavænar og einfaldar,“ segir Jónatan. Helstu upplýsingar um nám í Vefskólanum: n Vefskólinn er 2ja ára nám með sérhæfingu á viðmótsforritun. Nem- endum gefst kostur á að læra m.a vefhönnun, viðmótsforritun, verk- efnastjórnun og frumkvöðlafræði. n Námskráin var byggð upp með aðstoð atvinnulífsins með það að markmiði að kenna leikni sem er mikil eftirspurn eftir á atvinnumarkaðnum. n Námið er eina námið sinnar tegundar á Íslandi. n Vefskólinn vinnur náið með at- vinnulífinu og fær fjölda gesta- kennara til sín. n Nemendur eiga þess kost að taka 3 annir til viðbótar í Copenhagen School of Design and Technology til að ljúka BA-gráðu. n Nemendur sem stundað hafa nám í Vefskólanum starfa nú í dag hjá mörgum af flottustu tæknifyrirtækj- um landsins. n Námið er verkefnadrifið þar sem sköpunarkraftur einstaklingsins fær að njóta sín. Mikið er lagt upp úr hópavinnu og þjálfun í að vinna með öðrum. n Námið er byggt á fyrirlestrum og kennslu en mikil áhersla er lögð á verkefnavinnu og að nemendur hafi greiðan aðgang að kennurum. n Nemendur Vefskólans fengu tvær tilnefningar á Íslensku vefverðlaunun- um sem haldin var í Hörpu í janúar 2018 af Samtökum Vefiðnaðarins. Nánari upplýsingar og innritun á www.tskoli.is VeFSKólINN er SPeNNANDI NáMSBrAuT INNAN TæKNISKólANS: Skapandi framhaldsnám með miklum atvinnumöguleikum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.