Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Blaðsíða 61

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Blaðsíða 61
Björg Kristín Sigþórsdóttir heiti ég og er oddviti Höfuðborgar- listans sem er nýtt framboð er býður fram í Reykjavík 26. maí næstkomandi. Ég vil sjá breyt- ingar á höfuðborg Íslands, stuðla að mannlegri og góðri borg, brúa bilið milli íbúa og borgarstjóra, en það hefur breikkað mikið síðast- liðin ár og þeir sem reka sín erindi upplifa ítrekað höfnun og rekast á veggi þegar þeir fá engin svör. Þessu vil ég breyta. Ég vil að það ríki traust á milli borgarbúa og borgarstjóra. Borgarstjóri sýni auðmýkt og eigi samtal við borgarbúa sem þess óska. Húsnæðismál eru stærsta velferðarmálið, ég vil að allir hópar samfélagsins hafi kost á því að geta keypt eða leigt húsnæði, aldraðir, ungt fólk, fjölskyldur og einstaklingar, til þess þarf meira framboð af húsnæði og ætlum við að byggja 10.000 íbúðir til handa íbúum Reykjavíkur. Forgangs- röðum verkefnum, endurskoðum lélega samninga og gæluverk- efni sem ekki eru að skila sér til útsvars- og skattgreiðenda. Heimgreiðslur verða í boði fyrir foreldra með börn frá fæðingar- orlofi að tveggja ára aldri. Íbúar í Reykjavík vilja að meira sé gert í umhverfismálum í borginni og munum við ekki festa svefn í Ráðhúsinu fyrr en mengun er komin undir viðmiðunarmörk. Almenningssamgöngur efldar, frítt í strætó fyrir námsmenn og 5 til 7 mín. milli ferða á helstu leiðum. Sorpmál í borginni verða endurskoðuð, frárennslismál verði tryggð sem og hreinar strendur. Hreint drykkjarvatn verði tryggt til framtíðar. Ég mun tryggja velferð og lífsgæði íbúa og sjá til þess að höfuðborg allra landsmanna sé í fararbroddi, samkeppnisfær við aðrar borgir og stolt okkar svo eftir sé tekið. Ég mun einnig sjá til þess að aðhalds sé gætt milli ríkis og sveitarfélagsins með hagsmuni íbúa í fyrirrúmi. Höfundur er borgarstjóraefni Höfuðborgarlistans, Björg Kristín Sigþórsdóttir. Kæri Reykvíkingur Frambjóðendur Höfuðborgarlistans Björg Kristín Sigþórsdóttir framkvæmdastjóri Sólrún Lovísa Sveinsdóttir verkfræðingur Sif Jónsdóttir viðskiptafræðingur Böðvar Sigurvin Björnsson matreiðslumeistari Snorri Marteinsson viðskiptafræðingur Sigurjóna Halldóra Frímann snyrtifræðingur Helga María Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur Ingveldur Marion Hannesdóttir mannfræðingur Lára Kristín Jóhannsdóttir félagsliði Jón Gunnar Benjamínsson forstjóri 1 6 2 7 3 8 4 9 5 10 11 Valgeir Ólafsson framkvæmdastjóri 12 Hanna Hlíf Bjarnadóttir verslunarstjóri 13 Rakel Ólafsdóttir leikskólakennari 14 Jóhanna Guðlaug Frímann klippari 15 Tinna Líf Jörgensdóttir viðskiptafræðinemi við HÍ 16 Phiangphit Thiphakdi matráður 17 Ögmundur Ásmundsson Reykdal framkvæmdastjóri 18 Karen Hauksdóttir skrúðgarðyrkjufræðingur 19 Árni Freyr Valdimarsson jarðfræðingur 20 Hrafnhildur Hákonardóttir einkaþjálfari 21 Bergþór Frímann Sverrisson nemi 22 Edda Júlía Helgadóttir kennari 23 Margrét Friðriksdóttir þjónustufulltrúi 24 Aldís Jana Arnarsdóttir flugfreyja 25 Zeljko Óskar Sankovic íþróttaþjálfari 26 Alda Ólafsdóttir íþrótta- og heilsufræðinemi 27 Leo Sankovic íþróttaþjálfari 28 Georg Sankovik viðskiptamaður 29 Jóhanna Ögmundsdóttir söluráðgjafi 30 Kristín Birna Bjarnadóttir vöruhönnuður 31 Bryndís Þorkelsdóttir barþjónn 32 Valgerður Friðþjófsdóttir húsmóðir 33 Valgerður Aðalsteinsdóttir atvinnurekandi 34 Ásdís Ögmundsdóttir söluráðgjafi 35 Kjartan Guðmundsson símsmiður 36 Tinna Ýr Einisdóttir innanhúsarkitekt 37 Zlatko Krickic vöruafgreiðsla 38 Anna Dís Arnarsdóttir tölvunarfræðingur 39 Zlatko Krickic leikari 40 Jenný Árnadóttir ljósmóðir 41 Guðrún Guðjónsdóttir gleraugnasmiður 42 Audjelka Krickic ellilífeyrisþegi 43 Rut Agnarsdóttir ellilífeyrisþegi 44 Hafsteinn Þór Hilmarsson þýðandi/landamæravörður 45 Vaiva Strasunskiene skurðhjúkrunarfræðingur 46 Andrés Fr G Andrésson endurskoðandi Stefnumál Höfuðborgarlistans Húsnæðismál • Okkar stærsta kosningamál er að byggja 10.000 þúsund íbúðir á kjörtímabilinu, þar af ætlum við að byggja 2-3 þúsund íbúðir í sértækri aðgerð, ætlað sem úrræði fyrir fyrstu kaupendur íbúða og aðra. Höfuðborgarlistinn lofar að bjóða umræddar íbúðir frá 22–30 milljónir á verðlagi dagsins í dag. Um væri að ræða 2ja, 3ja og 4ja herbergja íbúðir. • Umrædd fjölbýlishús verða byggð í Úlfarsársdal, Grafarholti, Grafar- vogi, Norðlingaholti og á Kjalar- nesi. Forsenda fyrir vel heppnaðri byggð er góð vegtenging. Gott dæmi um það er lagning Sunda- brautar sem Höfuðborgarlistinn ætlar að leggja á kjörtímabilinu í samvinnu við ríkið. Umræddar byggingar verða í úthverfum Reykjavíkur þar sem lóðaverð er lægra en í miðbænum. Skilyrði fyrir kaupum er að viðkomandi eigi lögheimili í húsnæðinu í ákveðinn tíma. Þessi leið gefur ungu fólki og öðrum tækifæri til að eignast sitt eigið húsnæði. Telur flokkurinn æskilegt að þétta byggð frekar? Höfuðborgarlistinn vill auka lóða- framboð í úthverfum Reykjavíkur og taka til endurskoðunar núverandi þéttingarstefnu. Valdhafar borgar- innar hafa brugðist efnaminna fólki og þeim sem vilja eignast sitt eigið húsnæði. Almenningur hefur ekki efni á kaupa íbúðir sem kosta 600- 700.000 krónur fm á núverandi þéttingarreitum svo sem á Hlíðar- enda, í Skuggahverfinu og í Efstaleiti. Við hjá Höfuðborgarlista- num ætlum að bjóða út 2-3.000 íbúðir sem verða seldar á 22 til 30 milljónir króna á verðlagi dagsins í dag. Um er að ræða 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir sem verða frá um 70 til 100 fm að stærð eða á 300.000 kr. fermetrinn. Þetta er okkar stærsta velferðar- og lífs- gæðamál. Það skal tekið fram að Höfuðborgarlistinn telur að þétting byggðar í miðborg Reykjavíkur þurfi ekki að vera slæm en þurfi að vera unnin í sátt við þá íbúa sem þar búa og sinna þörfum þeirra. Höfuðborgarlistinn ætlar í raun að styrkja byggð í úthverfum Reykja- víkur og gera hverfin umhverfisvæn og snyrtileg. Styrkja samgöngur og byggja íþróttamannvirki, sund- laugar og efla þjónustu og verslun innan hverfanna. Nánar um sértæka úrræðið: 1) Þegar Höfuðborgarlistinn hefur störf í Ráðhúsinu verður fyrsta verkefnið að skipuleggja og undirbúa lóðaúthlutun í úthverfum Reykjavíkur. 2) Samhliða verður undirbúningur hafinn tafarlaust að hönnun 2.000 íbúða sem verður boðin út. 3) Í árslok árið 2020 gerum við ráð fyrir að búið sé að byggja 5.000 íbúðir, þar af 2.000 fyrir fyrstu íbúða eigendur. Síðan gerum við ráð fyrir að ná endanlegu markmiði okkar í apríl árið 2022 með íbúð númer 10.000. 4) Verktakinn og/eða verktakar fá lóðir úthlutaðar að undan- gengnu útboði fyrir nútíma fjölbýlishús. Verktakinn selur eignir á fyrirfram ákveðnu verði (sjá verð hér að ofan) og með fyrrgreindum fyrirvörum. Miklar kröfur verða gerðar til gæða og afhendingartíma. Opnað verður fyrir umsóknir einstaklinga um leið og búið er að hanna og skipuleggja umræddar eignir fyrir árslok 2018. Fjölskyldustefna Forgangsröðun systkina í leik- skólum og systkinaafsláttur. Heimgreiðslur fyrir foreldra sem vilja vera heima með börnin til 2ja ára aldurs. Öllum börnum sem hafa náð 18 mánaða aldri tryggð leik- skólavist. Fjölskyldukort sem tryggi öllum börnum aðgang að íþróttum, tómstundum og tónlist. Umhverfisstefna Höfuðborgarlistinn ætlar að hreinsa borgina og hafa mengun alltaf undir viðmiðunarmörkum. Við viljum koma í veg fyrir að skolp renni óhindrað meðfram ströndum höfuðborgarinnar og munum fara í fyrirbyggjandi aðgerðir hvað þessi mál varðar. Vatnsverndarsvæði Reykjavíkur verða sett á sérstaka vakt, til að tryggja að íbúar hafi alltaf aðgengi að hreinu og ómenguðu drykkjarvatni. Lagning og efnisval við malbikun stofn- brauta verður skoðað sérstak- lega. Unnið verður með helstu sérfræðingum landsins á sviði umhverfismála til að tryggja íbúum borg án mengunar. Samgöngur Höfuðborgarlistinn ætlar að fjölga hringtengingum í stofnkerfinu, bæta við undirgöngum, kanna möguleika á gangnagerð og byggja mislæg gatnamót, til að hægt sé að létta á umferð um umferðarþyngstu götur og gatna- mót borgarinnar. Sundabraut verður sett í algjöran forgang til að tengja Kjalarnes og Grafarvog við miðbæ borgarinnar auk þess sem tenging milli Skerja- fjarðar og Kársness verður útbúin á kostnað Kópavogsbæjar. Eflum samgöngur með minni umhverfisvænum vögnum sem ganga á 5-7 mínútna fresti. Frítt í strætó fyrir þá sem stunda nám á framhalds- og háskólastigi. Menntamál Treysta innviði í menntamálum og valdefla kennara. Reykjavíkurborg mun leggja sitt af mörkum til að efla samstarf atvinnulífs og efstu bekkja í grunnskólum Reykjavíkur- borgar og samræmist aðalnáms- skrá, með sama hætti verði aðgengi nemenda að framhalds- skólum eflt. Víkka sjóndeildarhring nemenda t.a.m til iðnnáms, lista og vinnu. Aukum hamingju og lýð- heilsu nemenda og kennara. Matur í skólum verði næringarríkur, hollur og góður. Eflum hæfileika- fólk og þá sem minna mega sín á hvaða sviði sem er og eflum íþróttir og hreyfingu daglega og tóm- stundir við alla skóla. Höfuðborg landsins Höfuðborgarlistinn leggur áherslu á að Reykjavík sinni hlutverki sínu sem höfuðborg landsins alls, þannig að eftir því verði tekið. Reykjavík mun aftur verða stolt allra landsmanna, hrein, fögur, umhverfisvæn og örugg. Við viljum hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni, teljum það mikið öryggismál og tryggja þannig verslun og viðskipti og góð samskipti við alla lands- menn. Skipulagsstefna Skipulagsmál verða að vera íhaldssöm, unnin til lengri tíma í sátt við íbúa. Borgarbúar og fyrirtæki í borginni eiga rétt á að búa við stöðugt skipulag og öryggi, með framtíð í huga. Stefnumál Höfuðborgarlistans Húsnæðismál • Okkar stærsta kosningamál er að byggja 10.000 þúsund íbúðir á kjörtímabilinu, þar af ætlum við að byggja 2-3 þúsund íbúðir í sértækri aðgerð, ætlað sem úrræði fyrir fyrstu kaupendur íbúða og aðra. Höfuðborgarlistinn lofar að bjóða umræddar íbúðir frá 22–30 milljónir á verðlagi dagsins í dag. Um væri að ræða 2ja, 3ja og 4ja herbergja íbúðir. • Umrædd fjölbýlishús verða byggð í Úlfarsársdal, Grafarholti, Grafar- vogi, Norðlingaholti og á Kjalar- nesi. Forsenda fyrir vel heppnaðri byggð er góð vegtenging. Gott dæmi um það er lagning Sunda- brautar sem Höfuðborgarli tinn ætlar ð leggja á kjörtímabilinu í samvinnu við ríkið. Umræddar byggingar verða í úthverfum Reykjavíkur þar sem lóðaverð er lægra en í miðbænum. Skilyrði fyrir kaupum er að viðkomandi eigi lögheimili í húsnæðinu í ákveðinn tíma. Þessi leið gefur ungu fólki og öðrum tækifæri til að eignast sitt eigið húsnæði. Telur flokkurinn æskilegt að þétta byggð frekar? Höfuðborgarlistinn vill auka lóða- framboð í úthverfum Reykjavíkur og taka til endurskoðunar núverandi þéttingarstefnu. Valdhafar borgar- innar hafa brugðist efnaminna fólki og þeim sem vilja eignast sitt eigið húsnæði. Almenningur hefur ekki efni á kaupa íbúðir sem kosta 600- 700.000 krónur fm á núverandi þéttingarreitum svo sem á Hlíðar- enda, í Skuggahverfinu og í Efstaleiti. Við hjá Höfuðborgarlista- num ætlum að bjóð út 2-3.000 íbúðir sem v rða seldar á 22 til 30 milljónir króna á verðlagi dagsins í dag. Um er að ræða 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir sem verða frá um 70 til 100 fm að stærð eða á 300.000 kr. fermetrinn. Þetta er okkar stærsta velferðar- og lífs- gæðamál. Það skal tekið fram að Höfuðborgarlistinn telur að þétting byggðar í miðborg Reykjavíkur þurfi ekki að vera slæm en þurfi að vera unnin í sátt við þá íbúa sem þar búa og sinna þörfum þeirra. Höfuðborgarlistinn ætlar í raun að styrkja byggð í úthverfum Reykja- víkur og gera hverfin umhverfisvæn og snyrtileg. Styrkja samgöngur og byggja íþróttamannvirki, sund- laugar og efla þjónustu og verslun innan hverfanna. Nánar um sértæka úrræðið: 1) Þegar Höfuðborgarlistinn hefur störf í Ráðhúsinu verður fyrsta verkefnið að skipuleggja og undirbúa lóðaúthlutun í úthverfum Reykjavíkur. 2) Samhliða verður undirbúningur hafinn tafarlaust að hönnun 2.000 íbúða sem verður boðin út. 3) Í árslok árið 2020 gerum við ráð fyrir að búið sé að byggja 5.000 íbúðir, þar af 2.000 fyrir fyrstu íbúða eigendur. Síðan gerum við ráð fyrir að ná endanlegu markmiði okkar í apríl árið 2022 með íbúð númer 10.000. 4) Verktakinn og/eða verktakar fá lóðir úthlutaðar að undan- gengnu útboði fyrir nútíma fjölbýlishús. Verktakinn selur eignir á fyrirfram ákveðn verði (sjá verð hér að ofan) og með fyrrgreindum fyrirvörum. Miklar kröfur verða gerðar til gæða og afhendingartíma. Opnað verður fyrir umsóknir einstaklinga um leið og búið er að hanna og skipuleggja umræddar eignir fyrir árslok 2018. Fjölskyldustefna Forgangsröðun systkina í leik- skólum og systkinaafsláttur. Heimgreiðslur fyrir foreldra sem vilja vera heima með börnin til 2ja ára aldurs. Öllum börnu sem hafa náð 18 mánaða aldri tryg ð leik- skólavist. Fjölskyldukort sem tryggi öllum börnum aðgang að íþróttum, tómstundum og tónlist. Umhverfisstefna Höfuðborgarlistinn ætlar að hreinsa borgina og hafa mengun alltaf undir viðmiðunarmörkum. Við viljum koma í veg fyrir að skolp renni óhindrað meðfram ströndum höfuðborgarinnar og unum fara í fyrirbyg jandi aðgerðir hvað þessi mál varðar. Vatnsverndarsvæði Reykjavíkur verða sett á sérstaka vakt, til að tryggja að íbúar hafi alltaf aðgengi að hreinu og ómenguðu drykkjarvatni. Lagning og efnisval við malbikun stofn- brauta verður skoðað sérstak- lega. Unnið verður me helstu sérfræðingum landsi s á sviði umhverfismála til að tryggja íbúum borg án mengunar. Samgöngur Höfuðborgarlistinn ætlar að fjölga hringtengingum í stofnkerfin , bæta við undirgöngum, kanna möguleika á gangnagerð og byggja mislæg gatnamót, til að hægt sé að létta á umferð um umferðarþyngstu götur og gatna- mót borgarinnar. Sundabraut verður sett í algjöran forgang til að tengja Kjalarn s g Grafarvog við miðbæ borgarinnar auk þess sem tengi g milli Skerja- fjarðar og Kársness verður útbúin á kostnað Kópavogsbæjar. Eflum samgöngur með minni umhverfisvænum ögnum sem ganga á 5-7 mínútna fresti. Frítt í strætó fyrir þá sem st nda nám á framhalds- og háskólastigi. Menntamál Treysta innviði í menntamálum og aldefla kennara. Reykjavíkurborg un leggja sitt af mörkum til að efla sa starf atvinnulífs o efstu bekkja í grunnskólum Reykjavíkur- borgar og samræmist aðalnáms- skrá, með sama hætti verði aðgengi nemenda að framhalds- skólum eflt. Víkka sjóndeildarhring nemenda t.a.m til iðnnáms, lista og vinnu. Aukum hamingju og lý - heilsu nemenda og ken ara. Matur í skólum verði næringarríkur, hollur og góður. Eflum hæfil ika- fólk og þá sem minna mega sín á hvað sviði sem er og eflum íþróttir og hreyfingu daglega og tóm- stundir við alla skóla. Höf ðborg landsins Höfuðborgarlistinn leggur áherslu á að Reykjavík sinni hlutverki sín sem höfuðborg landsin alls, þannig að eftir því verði tekið. Reykjavík mun aftur v rða stolt allra landsmanna, hrein, fögur, umhverfisvæn og örugg. Við viljum hafa flugvöllinn í Vatnsmý inni, teljum það mikið öryggismál og tryggja þannig verslun og viðskipti o góð samskip i við alla and - menn. Skipulagsstefna Skipulagsmál verða að vera íhaldssöm, unnin til leng i tím í sátt við íbúa. Borgarbúar og fyrirtæki í borginni eig rétt á að búa við stöðugt skipulag og öryggi, með framtíð í hug .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.