Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Page 74

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Page 74
74 fólk 25. maí 2018 M amma þú ert svo miklu skemmtilegri þegar þú átt kærasta,“ sagði dótt- ir mín um daginn þegar við lágum saman í hrúgu í sóf- anum og ég dundaði mér við að fletta gegnum úrvalið á Tinder. Ég hummaði og umlaði eitthvað um að þetta væri nú ekki svo ein- falt, allt þyrfti að smella saman, áhugi, óskalisti og aðlöðun, bætti því svo við í skyndibiturð að karl- menn væru líka upp til hópa spes og tilfinningalega óaðgengileg- ir. „Af hverju deitarðu ekki kon- ur líka?“ spurði hún þá. „Tjah,“ sagði ég hugsi, „mér finnst kon- ur mjög sætar, mjúkar og æðis- legar, klárar og skemmtilegar. En ég hugsa að ég yrði nú seint ástfangin af konu.“ Hún hvatti mig þá til að prófa. „Mamma, prófaðu það bara. Þú getur ekki verið viss nema þú prófir.“ Fegurðin í komandi kynslóð- um er mikil. Pælingin er einföld, elskaðu bara þann sem þú vilt elska. Mig grunar að einmitt í dag séum við að ganga í gegnum undarlegt ofurskilgreiningar- tímabil. Við höfum hafnað tví- hyggjunni varðandi kynhneigð, að fólk sé annað hvort gagnkyn- hneigt eða samkynhneigt, og við höfum meira að segja opnað aug- un fyrir því að kynin séu fleiri en tvö. Orð eins og pankynhneigð, fjölgerva, kynsegin og intersex eru að verða okkur töm og hafa meira að segja ratað inn í ræðu sjálfs forseta Íslands á málþingi um transbörn og -ungmenni sem haldið var í Iðnó á dögunum. Gömlu skilgreiningarnar eru á undanhaldi og það rýkur úr höfð- um afturhaldsseggjanna. „Má þetta ekki bara vera einfalt eins og í gamla daga? Karlar karlar og konur konur. Erum við ekki sköp- uð þannig? Erum við komin í stríð gegn náttúrunni?“ segja þeir og hrista sína rykugu hausa. Þegar ég heyri í þeim rykugu verður mér einhverra hluta vegna hugsað til Kristjáns eðlisfræði- kennara míns úr Hlíðaskóla. Þegar ég sat í tímum hjá honum á síðustu öld og lærði um alheim- inn hélt hann á kennaraprikinu sínu og benti á mynd af atómi. Hann útskýrði að heimurinn væri búinn til úr litlum einingum sem heita atóm, eða frumeindir. Kristján benti á kjarnann og út- skýrði að þar héldu róteindir og nifteindir til. Svo sveiflaði hann prikinu kringum kjarnann til að sýna okkur hvernig æstu rafeind- irnar mynduðu ský í kring. Hvað ætli Kristján og aðr- ir eðlisfræðikennarar hafi gert þegar tilvist Higgs-bóseindar- innar var staðfest með hjálp hins risavaxna hraðals í Cern? Peter Higgs hafði fyrst spáð fyrir um til- vist eindarinnar árið 1964 en það var ekki fyrr en með tilrauninni í Cern í júlí 2012 að hún var stað- fest. Áhugasömum má benda á heimildamyndina Particle Fever sem nálgast má á Netflix, en þar er fylgst með vísindafólkinu sem vann að þessari mjög svo áhuga- verðu og risavöxnu tilraun sem staðfesti tilvist þess agnarsmæsta sem við vitum um í veröldinni. Hverju ætli Kristján svari þegar 12 ára stelpa réttir upp hönd í eðl- isfræðitíma og spyr um smæstu þekktu einingar alheimsins? Ég efast um að hann hristi hausinn, hnussi og haldi gömlu ræðuna um róteindirnar í kjarnanum og rafeindaskýið. Ég er viss um að hann hefur uppfært þekkingu sína og útskýrir fyrir barninu að líklega séu það kvarkar, meðal annars Higgs-bóseindin. Kennar- ar fylgjast nefnilega með, og stunda endurmenntun, það er partur af því að vera kennari. Að bera virðingu fyrir og hlusta á reynslu annarra er líka partur af því að vera manneskja. Ef strætóbílstjórinn í ellefunni fíl- ar sig meira sem konu í dag og setur á sig naglalakk í stíl við bíl- stjórabúninginn – er það ekki bara frábært? Ef gaurinn á næsta borði í vinnunni finnur að hann langar að prófa kynlíf með karl- manni, má hann það ekki alveg? Þarf hann að endurskilgreina kynhneigð sína? Vill hann það? Ókei… þá má hann það! Kannski reynist ég sannspá líkt og Peter Higgs. Kannski hætt- um við að hafa þörf fyrir skil- greiningarnar og finnum okkur í veruleika þar sem fólk fær í alvöru að elska manneskjur. Núna skul- um við samt slaka á, anda djúpt og læra. Læra af fólkinu sem hef- ur efast um tilverurétt sinn og upplifað jaðarsetningu vegna tví- hyggju og stífrar notkunar orða og vel merktra hólfa. Svona, andið ofan í maga, þetta er allt í lagi! Ragnheiður Eiríksdóttir er hjúkrunarfræðingur og kynlífs- ráðgjafi hjá Áfalla- og sálfræðim- iðstöðinni, Hamraborg 11 raggaeiriks@gmail.com www.raggaeiriks.com 35% auglýsenda í einkamáladálkum eru giftir Ummál íslenskra lima í stinningu er að meðaltali 12,9 cm samkvæmt könnun Kynlífspressunnar. Það er rúmum sentí- metra yfir meðaltali í öðrum löndum. Lengd íslenskra lima er um 15 cm í stinningu. Lengsti limur sem mældur hefur verið á núlifandi manni svo vitað sé er 32 cm langur. n Elskaðu þann sem þú vilt elska n Hlustum á reynslu annarra„Ef gaurinn á næsta borði í vinnunni finnur að hann langar að prófa kynlíf með karlmanni, má hann það ekki alveg? Kynhneigðir og Higgs-bóseindin Gefið hvort öðru pláss. Þegar við verðum hluti af pari – biti í stærra púsluspili – er kannski aldrei mikilvægara að halda í sitt persónulega líf. Eitt af því yndisleg- asta sem hægt er að gera fyrir makann er að leyfa honum að vera einn heima. Já, bara heima, án þess að neinar kvaðir fylgi því. Reglulegar fjarvistir beggja aðila eru líka mikilvægar – þegar maður saknar verður svo gott að hittast aftur! Ragnheiður Eiríksdóttir raggaeiriks@gmail.com Það er staðreynd að … Svona heldur þú í rómantíkina Viltu kaupa fasteign á spáni ? Masa international býður þér í skoðunarferð til Costa blanCa á spáni, þar seM drauMaeignina þína gæti Verið að finna Hafðu samband / S. Jón Bjarni & Jónas 555 0366

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.