Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Blaðsíða 30
 25. maí 2018KYNNINGARBLAÐ Jón Guðmundsson vert á Sjó-mannastofunni Vör í Grindavík hefur rekið Vör með glæsibrag síðan árið 2009. Það ár tók hann við á ný eftir 20 ára hlé. Jón vann einnig sem kokkur á ýmsum skipum í gegn- um tíðina og er því öllum hnútum kunnugur þegar kemur að því að elda hollan heimilismat sem gefur kraft í dagsins önn. „Ég var hér áður frá 1981-1990,“ segir Jón, en sjómannafélagið sem á húsnæðið óskaði eftir því í bæði skiptin að Jón tæki við rekstrinum á Vör. Fyrirtækið er fjölskyldurekið og stendur Jón þar sjálfur vaktina, ásamt konu sinni og fleirum. Boðið er upp á ekta íslenskan heimilismat í hádeginu, hlaðborð með bæði kjöti og fiski. „Það opnar kl. 8 um leið og ég mæti og er opið til kl. 14,“ segir Jón, sem segir matseðilinn ekki ákveðinn fyrirfram. „Sumir hringja og spyrja hvað er í matinn, en yfirleitt mætir fólk bara og borðar, bæði ferðamenn, Grindvíkingar og verktakahópar, sem eru að vinna bæði hér innanbæjar og í kringum Grindavík. Hér sitja allt að hundrað manns í hverju hádegi.“ Jón keyrir einnig matarbakka til verktakahópa sem eru að vinna á Reykjanesinu ef óskað er eftir því. Nafnið Vör tengist sjónum og á veggjum veitingasalarins eru myndir af bátum og sjómönnum og fleiru sem minnir á sjóinn, enda Grindavík einn af feng- sælustu og aflahæstu útgerðarbæjum landsins. Jón biður alla hjart- anlega velkomna á Sjómannastofuna Vör og það er vel þess virði fyrir þá sem ekki búa eða starfa í Grindavík að gera sér ferð í hollan heimilismat á Vör. Sjómannastofan Vör er að Hafnargötu 9 í Grindavík, síminn er 426 8570. Veitingastaðir SJómaNNaStoFaN VöR: Hollur heimilismatur sem veitir kraft fyrir vinnudaginn FJöRuHúSið: Fiskisúpa Sigríðar laðar gesti að Í fjörukambinum við Hellnar á Snæfellsnesi má finna Fjöruhúsið, heimilislegt og vinalegt kaffihús, sem laðar til sín gesti sem vilja njóta veitinga í náttúrufegurð Snæfellsnes. Sérstaða kaffihússins felst í nálægð- inni við náttúruna, en það hvílir alveg við fjöruna, sést ekki frá þjóðvegin- um og þar er ekki spiluð tónlist til að gestir geti hlustað á náttúruna. „Þetta var svona einhver hug- detta,“ segir Sigríður aðspurð um af hverju hún opnaði kaffihúsið á sínum tíma. Hún hafði enga reynslu af kaffihúsarekstri, en vel hefur gengið og gestastraumur góður frá opn- unartíma um páskana ár hvert þar til lokað er fyrir veturinn í október, nóvember, eftir því hvenær fólk hættir að koma að sögn Sigríðar. Húsið sem kaffihúsið er í var reist í kringum 1930 og notað sem veiðar- færageymsla, þar til árið 1997 þegar Sigríði og eiginmanni hennar, Kristjáni Gunnlaugssyni, datt í hug að sniðugt væri að opna kaffihús í þessari gömlu veiðarfærageymslu. Fjöruhúsið fagn- ar því 21 árs afmæli nú í ár. Á boðstólum er meðal annars aðall hússins, fiskisúpan, sem Sigríður matreiðir af snilld, auk þess sem léttir réttir, kökur og vöfflur eru í boði. opið er alla jafna frá kl. 11 á morgnana til kl. 21 á kvöldin, en opn- unartíminn er ekki niðurnegldur. Fjöruhúsið er að Hellnum, Snæ- fellsbæ, síminn er 435-6844 og netfangið er fjoruhusid@isl.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.