Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Blaðsíða 57
sakamál 5725. maí 2018 ar hafi rætt um fjármál og það hafi soðið upp úr. Þá hafi Atli slegið hann með hamri í höfuðið. Atli hefur haldið fram að hann hafi eft- ir höggin þungu reynt hjartahnoð og að blása lífi í Einar. Áverkar á líkinu voru miklir, sérstaklega á höfði. Atli kvaðst „í mesta lagi“ hafa slegið Einar Örn tvisvar með hamri. Lögreglumaður sem rann- sakaði morðstaðinn, það er bíla- stæði í Öskjuhlíð, kom fyrir dóm- inn og sagði að miðað við þá áverka sem Einar hlaut hefði blóð átt að finnast á staðnum. En ekkert slíkt fannst í Öskjuhlíð – aðeins við gjótu í hrauninu við Grindavíkur- veg þar sem Atli benti lögreglu á líkið nokkrum dögum síðar. Lík- lega hefur Einar verið nýlátinn eða með lífsmarki þegar Atli losaði sig við líkið í Arnarseturshrauni ekki langt frá Grindavík. Hundruð manna og kvenna leituðu Einars og öll þjóðin fylgdist með. „Við Einar vorum báðir búnir að vinna mikið fyrir opnunina og vorum þreyttir en það var ekkert í fari Einars sem benti til þunglynd- is. Hann er ákaflega jákvæður og hvers manns hugljúfi og það var einmitt þetta þægilega og jákvæða viðhorf hans sem varð til þess að hann tryggði okkur GAP-umboðið hér á landi,“ sagði Atli Helgason í viðtali við DV á meðan leitin stóð yfir. Í sama viðtali lét hann hafa þetta eftir sér: „Einar hringdi í mig klukkan rétt rúmlega tíu á mið- vikudagsmorguninn og sagðist þá vera á leiðinni til min; yrði kominn innan fimm mínútna. Síðan hef ég ekki heyrt frá honum. Ég stend á gati og hugsa í hringi því ég skil þetta ekki.“ Skilaboð frá miðlum – Atli segir Einar á lífi „Atli reyndi að komast hjá því að taka þátt í leitinni og sagðist með- al annars þurfa að fara með kon- una sína til tannlæknis. Hann lét þó til leiðast að lokum en menn tóku eftir því að hann var hálfutan- gátta við leitina,“ sagði einn heim- ildarmanna DV og bætti við að Atli virtist ruglaður og úti á þekju. DV ræddi einnig við Atla á meðan leit stóð, en að kvöldi föstudags lýsti Atli harmi sínum vegna hvarfs fé- laga síns og sagðist standa á gati og hugsa í hringi. Að öðru leyti virt- ist Atli yfirvegaður og í jafnvægi. Honum varð tíðrætt um hversu undarlegt það væri að leitarhund- ar hefðu ekki fundið nein spor frá bifreið Einars Arnar þegar hún fannst um síðir við Hótel Loftleið- ir. Þá gat hann þess sérstaklega að fjölskylda félaga síns, sem væri harmi slegin, hefði leitað til fjöl- margra miðla í örvæntingu sinni og þeim bæri öllum saman um að Einar Örn væri á lífi. Fjórum sól- arhringum síðar var Atli Helgason handtekinn, grunaður um að eiga aðild að hvarfi félaga síns. Leitaði með fjölskyldunni Atli tók þátt í víðtækri leit sem fjölskylda og vinir Einars skipu- lögðu ásamt björgunarsveitum og lögreglu. Þá mætti hann einnig á bænastundir og fór í viðtöl við fjölmiðla. Þar lýsti hann yfir djúp- um áhyggjum vegna „vinar“ síns. Sex dögum síðar var hann hand- tekinn og framkvæmd húsleit á heimili hans. Þar fundust blóðug föt. Þá kom einnig í ljós að símar þeirra höfðu verið á sama svæði á Suðurnesjum. Atli var kominn út í horn og játaði morðið. Kenndi Einari um neysluna Óttar Sveinsson blaðamaður var í réttarsal þegar málið var tekið fyr- ir. Hafði hann setið nokkur rétt- arhöld vegna morðmála. Fullyrti hann að aldrei hefði verið eins tilfinningaþrungið andrúmsloft í dómsal. Óttar skrifaði: „Atli, sem sat mestallan daginn álútur við hlið lögmanns síns, leit vart upp, svaraði gjarnan með lok- uð augu og grúfði höfuðið í greip- ar sér. Kannski ekki undarlegt því öll fjölskylda Einars heitins – sambýliskona, foreldrar, systkini og fleiri fylgdust með hverju orði og hverri hreyfingu örfáa metra frá sakborningnum og heill hóp- ur fréttamanna að auki. Í dómsal vildi Atli meina að Einar hefði átt þátt í því að hann hefði byrjað aft- ur í neyslu.“ Hvernig Einar átti að hafa feng- ið Atla til að byrja aftur í neyslu var eðlilega spurt. Atli svaraði því til að þeir hefðu saman neytt am- fetamíns – þögn sló á fólk og menn litu hver á annan enda fór orð af Einari Erni sem bindindismanni. Greinilegt var að fjölskylda Einars og fleiri i dómsalnum gáfu ekki mikið fyrir sannleiksgildi þessar- ar fullyrðingar. Ekki var laust við að fleirum þætti hún til hreinnar og beinnar óþurftar fyrir ákærða sjálfan. Stjórnandi lögreglurann- sóknarinnar fullyrti síðan að ekk- ert hefði komið fram um að Ein- ar hefði neytt neinna fíkniefna. Á hinn bóginn hefði það verið upp- lýst að hann hefði verið á móti áfengisölvun og fíkniefnum – hann hefði t.d. einungis neytt víns með mat. Þegar saksóknari spurði Atla um það hvort einhver annar gæti staðfest að þeir hefðu neytt fíkniefna saman sagði Atli að hann gæti það ekki. Á meðan hvert vitnið á fætur öðru var leitt í dómsalinn grúfði Atli yfirleitt höfuð í greipar sér með lokuð augu – ekki síst þegar heimilislæknir fjölskyldu Einars Arnar og sálfræðingur sambýl- iskonu hans lýstu líðan fólksins undanfarna mánuði. n Foreldrar einars dóu úr sorg Betri Svefn „Atli sat álútur við hlið lögmanns sins, leit vart upp, svaraði gjarnan með lokuð augu og grúfði höfuðið í greip- ar sér. Foreldrar Einars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.