Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Qupperneq 72

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Qupperneq 72
72 25. maí 2018fréttir O ddvitar framboða til borg- arstjórnarkosninganna voru í Beinni línu við áhorfendur hjá Sjónvarpi DV í vikunni. Þar sendu lesendur inni spurningar, bæði grafalvar- legar og laufléttar. Reykjavík að okra sig út af markaðinum Fyrstur í Beina línu var Eyþór Arn- alds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, föstudaginn 18. maí og eins og gefur að skilja var hann gagnrýninn á nú- verandi meirihluta. Fyrsta spurn- ingin kom frá Rögnu, um hvaða lag Todmobile honum þætti vænst um. „Eldlagið. Þar er texti sem fjall- ar um fjölskyldumálin mín og skilnað foreldra minna. Svo er nú alltaf gantast með textann, „Ég brenn innan í mér“, sem snúið er upp á að ég brenni naan brauð.“ Heiðmar Guðmundsson spurði hvað Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að gera í leikskólamálum. „Tryggja að fólk geti gengið að leikskólaplássi vísu. Það er búið að lofa þessu í 16 ár en ekki gengið vegna manneklu. Við viljum setja pening í þennan málaflokk en spara í stjórnsýslunni.“ Valur spurði hvaða þrjú verk- efni væru brýnust. „Í fyrsta lagi húsnæðismál- in, ungt fólk getur ekki keypt sér húsnæði og býr í foreldrahúsum. Við munum byggja á Keldum, við BSÍ og Örfirisey sem dæmi, til að bregðast við. Í öðru lagi er það samgönguvandinn því umferðin stíflast tvisvar á hverjum degi. Við erum með raunhæfar aðgerðir um lagfæringar á vegamótum, ljósa- stýringu og fleiru. Í þriðja lagi er það rétt ráðstöfun fjármagns, til dæmis í skólunum þar sem það verður að fara til kennara, skóla- stjóra og nemenda.“ Árni spurði hvort það væri raunhæft að lækka útsvar? „Já, borgin hefur verið að okra sig út af markaðinum. Borgin tek- ur meira af launaumslaginu þínu en nokkuð annað sveitarfélag í ná- grenninu og því flytur fólk þangað og jafnvel á Selfoss og í Reykjanes- bæ þar sem skattarnir eru lægri og húsnæðisverð líka. Reykjavík þarf að vera samkeppnishæf við önnur sveitarfélög og útlönd.“ Fortíðarþrá í Sjálfstæðisflokknum Dagur B. Eggertsson, borgar- stjóri og oddviti Samfylkingarinn- ar, svaraði spurningum lesenda á þriðjudag. Arnar spurði hvort kjós- endur hefðu val um tvær blokkir í kosningunum í ljósi þess að Sam- fylkingin hefði útilokað samstarf við bæði Sjálfstæðisflokkinn og Miðflokkinn vegna þess að þeir styddu ekki áætlanir meirihlutans um þéttingu byggðar. „Já, mér finnst kosningabarátt- an hafa kristallast um þetta. Það eru tveir býsna skýrir valkostir um hvernig við sjáum framtíð Reykja- víkur. Við höfum lagt áherslu á að þróa borgina inn á við, í græna átt, sem stuðlar að aukinni þjónustu í hverfunum. En mér finnst vera fortíðarþrá í því sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur verið að kynna þó þeir hafi rokkað til og frá í sín- um áherslum.“ Chloe spurði hver bæri ábyrgð á klúðrinu í Hörpu og átti þar við uppsagnir þjónustufulltrúa vegna launaskerðingar á meðan forstjór- inn fékk hækkun. „Kannski berum við sem eigendur, ríki og borg, ábyrgð á því að hafa sett of bratta hagræðingar- kröfu á húsið og þurfum að horf- ast í augu við að það þarf að setja meira peninga þarna inn. En það eru stjórnin og stjórnendur sem taka einstakar ákvarðanir.“ Ludmila spurði hvað úrskeið- is hafi farið í húsnæðismálum og Dagur sagði tvær ástæður hafa orsakað erfiðleika. „Vöxturinn í ferðaþjónustunni sem enginn sá fyrir og seinkun á stofnframlögum frá ríkinu sem seinkaði ferlinu um tvö ár. Ólíkt öðrum höfum við í Reykjavík ver- ið að vinna að fjölbreyttum hús- næðisúrræðum, verkalýðsbú- stöðum, stúdentaíbúðum og svo framvegis. Þetta er risastórt verk- efni sem allir verða að koma að.“ Meðal óhefðbundnari spurn- inga sem borgarstjórinn fékk var til dæmis spurning frá Þrúði, um hvort ananas ætti heima á pizz- um en það er málefni sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bryddaði upp á á sínum tíma. Dagur svaraði: „Ég ber mikla virðingu fyrir for- setanum, en mér finnst ananas gott á pizzu í vissum blöndum og enn Dalvegi 16b / S. 510 0500 ERTU TENGDUR FYRIR HM ? ÞEGAR ÞÚ VILT SJÁ MEIRA ERUM MEÐ LAUSNIR FYRIR HEIMILIÐ OG SUMARBÚSTAÐI Bein lína Sjónvarps DV slær í gegn Borgarmálin, söngur og dramatískt atriði úr Macbeth Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.