Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Síða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Síða 72
72 25. maí 2018fréttir O ddvitar framboða til borg- arstjórnarkosninganna voru í Beinni línu við áhorfendur hjá Sjónvarpi DV í vikunni. Þar sendu lesendur inni spurningar, bæði grafalvar- legar og laufléttar. Reykjavík að okra sig út af markaðinum Fyrstur í Beina línu var Eyþór Arn- alds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, föstudaginn 18. maí og eins og gefur að skilja var hann gagnrýninn á nú- verandi meirihluta. Fyrsta spurn- ingin kom frá Rögnu, um hvaða lag Todmobile honum þætti vænst um. „Eldlagið. Þar er texti sem fjall- ar um fjölskyldumálin mín og skilnað foreldra minna. Svo er nú alltaf gantast með textann, „Ég brenn innan í mér“, sem snúið er upp á að ég brenni naan brauð.“ Heiðmar Guðmundsson spurði hvað Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að gera í leikskólamálum. „Tryggja að fólk geti gengið að leikskólaplássi vísu. Það er búið að lofa þessu í 16 ár en ekki gengið vegna manneklu. Við viljum setja pening í þennan málaflokk en spara í stjórnsýslunni.“ Valur spurði hvaða þrjú verk- efni væru brýnust. „Í fyrsta lagi húsnæðismál- in, ungt fólk getur ekki keypt sér húsnæði og býr í foreldrahúsum. Við munum byggja á Keldum, við BSÍ og Örfirisey sem dæmi, til að bregðast við. Í öðru lagi er það samgönguvandinn því umferðin stíflast tvisvar á hverjum degi. Við erum með raunhæfar aðgerðir um lagfæringar á vegamótum, ljósa- stýringu og fleiru. Í þriðja lagi er það rétt ráðstöfun fjármagns, til dæmis í skólunum þar sem það verður að fara til kennara, skóla- stjóra og nemenda.“ Árni spurði hvort það væri raunhæft að lækka útsvar? „Já, borgin hefur verið að okra sig út af markaðinum. Borgin tek- ur meira af launaumslaginu þínu en nokkuð annað sveitarfélag í ná- grenninu og því flytur fólk þangað og jafnvel á Selfoss og í Reykjanes- bæ þar sem skattarnir eru lægri og húsnæðisverð líka. Reykjavík þarf að vera samkeppnishæf við önnur sveitarfélög og útlönd.“ Fortíðarþrá í Sjálfstæðisflokknum Dagur B. Eggertsson, borgar- stjóri og oddviti Samfylkingarinn- ar, svaraði spurningum lesenda á þriðjudag. Arnar spurði hvort kjós- endur hefðu val um tvær blokkir í kosningunum í ljósi þess að Sam- fylkingin hefði útilokað samstarf við bæði Sjálfstæðisflokkinn og Miðflokkinn vegna þess að þeir styddu ekki áætlanir meirihlutans um þéttingu byggðar. „Já, mér finnst kosningabarátt- an hafa kristallast um þetta. Það eru tveir býsna skýrir valkostir um hvernig við sjáum framtíð Reykja- víkur. Við höfum lagt áherslu á að þróa borgina inn á við, í græna átt, sem stuðlar að aukinni þjónustu í hverfunum. En mér finnst vera fortíðarþrá í því sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur verið að kynna þó þeir hafi rokkað til og frá í sín- um áherslum.“ Chloe spurði hver bæri ábyrgð á klúðrinu í Hörpu og átti þar við uppsagnir þjónustufulltrúa vegna launaskerðingar á meðan forstjór- inn fékk hækkun. „Kannski berum við sem eigendur, ríki og borg, ábyrgð á því að hafa sett of bratta hagræðingar- kröfu á húsið og þurfum að horf- ast í augu við að það þarf að setja meira peninga þarna inn. En það eru stjórnin og stjórnendur sem taka einstakar ákvarðanir.“ Ludmila spurði hvað úrskeið- is hafi farið í húsnæðismálum og Dagur sagði tvær ástæður hafa orsakað erfiðleika. „Vöxturinn í ferðaþjónustunni sem enginn sá fyrir og seinkun á stofnframlögum frá ríkinu sem seinkaði ferlinu um tvö ár. Ólíkt öðrum höfum við í Reykjavík ver- ið að vinna að fjölbreyttum hús- næðisúrræðum, verkalýðsbú- stöðum, stúdentaíbúðum og svo framvegis. Þetta er risastórt verk- efni sem allir verða að koma að.“ Meðal óhefðbundnari spurn- inga sem borgarstjórinn fékk var til dæmis spurning frá Þrúði, um hvort ananas ætti heima á pizz- um en það er málefni sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bryddaði upp á á sínum tíma. Dagur svaraði: „Ég ber mikla virðingu fyrir for- setanum, en mér finnst ananas gott á pizzu í vissum blöndum og enn Dalvegi 16b / S. 510 0500 ERTU TENGDUR FYRIR HM ? ÞEGAR ÞÚ VILT SJÁ MEIRA ERUM MEÐ LAUSNIR FYRIR HEIMILIÐ OG SUMARBÚSTAÐI Bein lína Sjónvarps DV slær í gegn Borgarmálin, söngur og dramatískt atriði úr Macbeth Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.