Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Page 9
25. maí 2018 fréttir 9 → Inni- og útimerkingar → Sandblástursfilmur → Striga- og ljósmyndaprentun → Bílamerkingar → Gluggamerkingar → Prentun á símahulstur → Frágangur ... og margt fleira Skoðaðu þjónustu okkar á Xprent.is SundaBorG 1, reykjavík / SímI 777 2700 / XPrent@XPrent.IS útlendingar skráðir með lögheim- ili sitt, hluti þeirra hefur verið á launaskrá hjá Elju. Þá má nefna Bröndukvísl 9 í Árbænum en í því einbýlishúsi eru 38 erlendir starfs- menn skráðir með lögheimili. Það sýnir ágætlega umfangið að samkvæmt lauslegri talningu DV á fasteignum í eigu ofangreindra fé- laga eru um 506 erlendir einstak- lingar skráðir með lögheimili sitt í 19 fasteignum, sem flest eru ein- býli eða raðhús, í eigu félaga sem tengjast GAMMA. Þannig vill til að eigendur Elju er flestir starfsmenn dótturfélags GAMMA, Heildar fasteignafélags. Stærsti eigandi starfsmannaleig- unnar er Arnar Hauksson með 86,67% hlut. Hann á 80% í gegnum félagið ÞA eignarhaldsfélag ehf. og 6,67% í gegnum félagið Quarks ehf. Arnar er fyrrverandi starfsmaður GAMMA en færði sig nýlega um set yfir í Heild fasteignafélag ehf., dótturfélag GAMMA. Þar starfar hann sem ráðgjafi. Þess má geta að Arnar er bróðir Gísla Hauks- sonar, annars af tveimur stofnend- um GAMMA og fyrrverandi for- stjóra og síðar stjórnarformanns félagsins. Gísli lét af störfum hjá GAMMA í febrúar á þessu ári en hann er ennþá einn stærsti hlut- hafinn. Framkvæmdastjóri Arnars hjá Heild er einnig hluthafi í Elju. Það er Pétur Árni Jónsson, sem er helst þekktur fyrir að vera eigandi Viðskiptablaðsins. Hann á 6,67% hlut í gegnum félagið PÁJ Invest ehf. Síðasti hluthafinn er Jón Einar Eyjólfsson sem á einnig 6,67% hlut í gegnum félag sitt Hemju ehf. Hafa gert athugasemdir við starfsemina Viðmælandi DV er meistari í sinni iðn, eins og áður hefur komið fram. Í ljósi þess ætti hann með réttu að vera skráður í Samiðn eins og fjölmargir kollegar hans sem státa af sambærilegri menntun. Það er þó ekki svo heldur er meirihluti starfsmanna á vegum Elju skráður í Eflingu sem er ætl- að ófaglærðu starfsfólki. „Það eru engir starfsmenn Elju í byggingar- iðnaði skráðir hjá Samiðn. Að okk- ar mati er félagið ekki að virða nám og réttindi starfsmanna og við höfum gert alvarlegar athugasemdir við þessa háttsemi,“ segir Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar. Lágmarkstaxti Samiðnar fyr- ir menntaðan iðnaðarmann er 2.249 krónur og því uppfyllir við- mælandi DV þær kröfur. Þorbjörn bendir á að það þurfi ekki að gilda varðandi aðra erlenda iðnaðar- menn sem hingað koma á veg- um Elju. „Þeir eru skráðir inn sem ómenntaðir iðnaðarmenn og gætu því þurft að sætta sig við laun sem eru samkvæmt kjarasamningum Eflingar og því lægri en þeim ber. Það er brot á EES-reglum að viður- kenna ekki nám og réttindi starfs- manna,“ segir Þorbjörn. Hann segir að Samiðn hafi átt fundi með Elju vegna málsins og úrbótum hafi verið lofað. Lítið hafi þó orðið um efndir. „Við höfum sent ítrekanir en þeim hefur ekki verið svarað,“ segir Þorbjörn. Þorbjörn segir að starfsmanna- leigur ættu að vera góð viðbót við íslenskt atvinnulíf ef rétt væri haldið á spilunum. „Það er að mínu mati jákvætt ef fyrirtæki hafa þann valkost að ráða erlenda starfs- menn tímabundið til þess að brúa ákveðin tímabil. Þróunin virðist þó vera á þá leið að hér eru að verða til tvö launakerfi, eitt fyrir útlendinga og annað fyrir Íslendinga. Það tel ég vera slæma þróun,“ segir Þor- björn. Eiga í harðri samkeppni um starfsmenn Arthúr Vilhelm Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Elju, telur gagnrýni Þorbjörns byggjast á misskilningi. „Það er ekki mikil ásókn í iðnað- armenn yfir vetrartímann. Með hækkandi sól reikna ég með að það fjölgi í þeim hópi hjá okkur. Við leggjum okkur fram að við að skrá okkar starfsmenn í rétt stéttarfé- lög,“ segir Arthur. Hann nefnir sem dæmi að talsvert hafi verið um að rafvirkjar hafi verið ráðnir til starfa og þeir séu að sjálfsögðu skráðir í Rafiðnaðarsambandið. „Við förum eftir kjarasamningum í hvívetna og ráðningarsamningar eru send- ir til Vinnumálastofnunnar. Við teljum okkur einnig hafa átt mjög gott samstarf við verkalýðsfélög og samstarfsfyrirtæki,“ segir Arthúr. Hann segir ósanngjarnt að halda því fram að Elja borgi erlend- um starfsmönnum lág laun. „Það er gríðarleg eftirspurn eftir góðum starfsmönnum í Evrópu og við eig- um í harðri samkeppni við Noreg og Þýskaland. Við þurfum því að geta boðið uppá samkeppnishæf laun. Þá leggjum við líka mikið upp úr faglegum ráðningum með samstarfi við erlendar ráðningar- stofur auk þess sem við gerum ýmsar aukakröfur eins og að starfs- menn framvísi sakavottorði. Það er til dæmis ekki farið fram á það í Þýskalandi, slík er eftirspurnin eftir starfskröftum og krafa um að ferl- ið gangi hratt fyrir sig,“ segir Arthúr. Elja gerir venjulega um sex mánaða samninga við starfs- menn sína en fyrirtækið metur það sem svo að samstarfið hafi geng- ið upp ef starfsmaðurinn ílengist hér á landi. „Við heyrum í öllum starfsmönnum tveimur mánuðum fyrir samningslok og tökum stöð- una hjá þeim. Sumir ráða sig áfram hjá okkur en aðrir ráða sig kannski beint til fyrirtækjanna sem við átt- um samstarf við. Við lítum á það sem sigur og að samstarfið hafi ver- ið til hagsbóta fyrir alla,“ segir hann. Húsaleiga ekki skilyrði fyrir vinnu Varðandi háa húsaleigu seg- ir Arthúr að Elja hafi engar tekj- ur umfram kostnað af því að út- vega erlendum starfsmönnum húsnæði. „Það er ekki skilyrði fyrir ráðningu starfsmanns að hann leigi af Elju heldur er þetta nauðsynleg þjónusta fyrirtæk- isins vegna mjög erfiðs ástands á húsnæðismarkaðinum, sér- staklega á höfuðborgarsvæðinu,“ segir hann. Starfsmenn ráði því hvar þeir búa. „Þeir starfsmenn sem kjósa að leigja af Elju greiða húsaleigu og Elja útvegar allan búnað sem þarf til daglegra nota, líkt og leirtau, rúm og sængur- föt, þráðlaust net, þvottavél og þurrkara.“ Hann bendir á að Elja sé með langtímahúsnæði á leigu og það sé ekki alltaf í fullri nýtingu. „Þegar starfsmenn fara í frí, til dæmis í kringum jólin, þá greiða þeir ekki fyrir húsnæði á meðan og þá fellur kostnaður á okkur. Þá eru við með starfsmenn á laun- um sem þjónusta húsnæðið. Ef starfsmenn kjósa að við útvegum húsnæði er leigukostnaðurinn kynntur fyrir starfsmönnum áður en þeir koma til landsins og farið yfir það í ráðningaviðtali. Við telj- um leiguna hjá okkur sanngjarna að teknu tilliti til þjónustunnar. Starfsmenn greiða leiguna eftir á og við förum ekki fram á sérstakar tryggingar eins og á hefðbundn- um leigumarkaði,“ segir Arthúr. n Rukka erlenda starfsmenn um 150 þúsund krónur í leigu fyrir 10 fermetra herbergi n Eigendur Elju starfa fyrir dótturfélag GAMMA n Samiðn telur fyrirtækið ekki virða nám og réttindi erlendra starfsmanna n Segja leiguna sanngjarna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.