Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Blaðsíða 63
fólk - viðtal 6325. maí 2018
inu. Gregory gekk til liðs við NASA
árið 1998 og flaug sína fyrstu ferð
árið 2008 sem stjórnandi vélarms
flaugarinnar. Hann var síðan flug-
maður Endeavour geimskutlunn-
ar í síðasta flugi hennar árið 2011.
„Ég geri mér grein fyrir heppni
minni og ég vissi að það væru 100
manns í kringum mig með sama
draum, sem voru alveg jafn hæf-
ir og ég. Svo var ég valinn og allt
gekk upp í kjölfarið. Ég skemmti
mér konunglega á meðan á öllu
þessu ferli stóð og þetta varð síðan
allt betra og betra.“
Gælunafnið sem Johnson hlaut
í flughernum var „Box“. Segir hann
að tilurð þess og slíkra nafna hafi
ekki komið með eins svölum hætti
og sést venjulega í Hollywood-
myndum og vitnar hann í Maver-
ick og Iceman úr Top Gun. „Yf-
irleitt fylgja svona nöfnum mjög
kjánalegar sögur og mín er engin
undantekning.“
Gregory segir nafnið hafa orðið
til þegar hann þjónaði í Persaflóa-
stríðinu. Hann hlaut bakmeiðsli
sem leiddi til þess að hann var
sendur heim fyrr en áætlað var.
Allir munir hans voru settir í kassa
og honum stillt upp fyrir utan
tjaldið hans þar sem þeir biðu eft-
ir að hann kæmi til baka. Ekki leið
á löngu þar til ekki var talað öðru-
vísi um hann heldur en sem „Box“
Johnson, sem var áletrunin á kass-
anum, og nafnið festist við hann.
Tilfinningaskalinn sprakk
Í mars 2008 tókst geimskutlan
Endeavour á loft frá Kennedy-
geimferðarmiðstöðinni í Flórída.
Verkefnið var að flytja búnað fyr-
ir japönsku rannsóknarstofuna í
Alþjóðlegu geimstöðinni (ISS) og
sinna viðhaldsvinnu svo stöðin
yrði áfram starfhæf.
Gregory segir tilfinninguna að
vera skotið upp í geim í fyrsta sinn
vera ævintýri líkasta og aðspurð-
ur hvað hafi verið það fyrsta sem
hann hugsaði við flugtak svaraði
hann kátur á móðurmálinu með
einföldum hætti: „Holy shit!“
Segir Gregory að skilningarvitin
hafi farið í kerfi, að tilfinninga-
skalinn hafi hreinlega sprungið.
„Ég hafði þjálfað mig fyrir þetta
í næstum 10 ár í hermum, en
enginn hermir getur nokkurn tí-
mann skapað tilfinninguna þegar
sjö milljón punda sprenging þrýst-
ir þér í loftið á svipstundu,“ bætir
hann við. „Það var spenna, það
var titringur, það var kvíði, það
var ljós. Flugtakið átti sér stað um
miðja nótt og lýsti upp Flórída-
ströndina og endurkastaðist ljósið
af skýjunum. Þetta var eins og eitt-
hvað úr kvikmynd.“
Um leið og Gregory jafnaði sig
á þessu fyrsta „sjokki“ snérist þetta
um að fara aftur í vinnugírinn.
„Við vorum öryggir, kannski örlítið
hræddir en að sama skapi vorum
við vel þjálfaðir, spenntir að vera
þarna en höfðum ekki hugmynd
um hvað það var sem beið okkar,“
segir hann. „Þetta var vægast sagt
ótrúlegt allt saman. En það sem ég
vissi ekki, aftur á móti, var að ég
myndi endurtaka þennan leik að-
eins þremur árum seinna.“
Geimfarinn vitnar í seinni
ferð sína árið þegar geimskutlan
Endeavour flaug sína síðustu för
árið 2011.
„Þarna var skotið upp að
morgni til. Við settumst í skutl-
una og fylgdumst með sólarupp-
rásinni áður en við héldum af stað.
Það var kyrrð yfir sjónum, kyrrð og
ró yfir öllu í augsýn, þangað til að
allt fór af stað. Um leið og vélarnar
fóru í gang fór ég að hugsa: „Hvað
er ég að gera hérna? Þetta er klikk-
un. En svo rann það af mér og ég
var aftur kominn í vinnugírinn, en
bæði flugtökin eru með bestu lífs-
reynslum ævi minnar, án efa.“
Píparinn, brytinn, þernan og
verkfræðingurinn
Samsetning alþjóðlegu geimstöðv-
arinnar hófst árið 1998 með sam-
vinnu 15 þjóða. „Þessi stöð hefur
verið starfandi samfleytt í næstum
því 18 ár, frá nóvember 2000,“ seg-
ir hann. „Krakkar sem eru að út-
skrifast úr menntaskóla í dag hafa
lifað allt sitt líf á meðan fólk er statt
í geimnum að vinna allan sólar-
hringinn,“ segir Gregory.
Að sögn geimfarans taka leið-
angrar og verkefni hjá geimstöð-
inni hátt í þrjá til sex mánuði að
jafnaði, jafnvel heilt ár. Ferðir
Gregorys stóðu í tvær vikur, sem
hann segir vera óvenju þjappað-
an tímaramma fyrir verkefni af
þessari stærðargráðu.
„Þetta var meira spretthlaup
heldur en maraþon, þannig að
tíminn var afar naumur og sama
sem enginn frítími, hvorki til að
slaka á né fá taugaáfall. Við héld-
um okkur uppteknum allan tí-
mann. Sem flugmaður var mitt
starf að stjórna geimskutlunni og
stýra henni að stöðinni. Ég sá um
stjórnkerfin og fleira.“
„Þegar við vorum komin í
geimstöðina voru starfsheiti mín
mörg. Ég var píparinn, ég var
þernan, brytinn, kokkurinn, verk-
fræðingurinn. Ég gerði við leka
og stjórnaði róbotaörmunum.
Ég gekk aldrei á neinu yfirborði í
geimnum en það var svolítið und-
ir mér komið að halda öllu gang-
andi, halda öllum heilum, passa
að verkefnunum yrði sinnt á rétt-
um tíma og ganga í það sem þurfti
að gera.“
Snjór um sumar og
gamall hamborgari
Gregory lét fara vel um sig þenn-
an stutta tíma sem hann dvaldi á
Íslandi. „Ísland er gullfallegt, þrátt
fyrir grimmt veðurfar. Þetta er í
fyrsta sinn sem ég kem hingað og
á þessum sólarhring er ég búinn
að upplifa vind, rigningu, slyddu
og jafnvel snjó og það um sumar.“
Þá bætir hann við: „Ég sá
reyndar síðasta hamborgarann
sem var keyptur á McDonalds á Ís-
landi. Hann var hátt í níu ára gam-
all og lítur nákvæmlega eins út og
nýr, jafnvel franskarnar líka. Ég
veit ekki hvort það sé góður eða
slæmur hlutur,“ segir hann og vitn-
ar í hamborgarann á Bus Hostel í
Skógarhlíð þar sem hann er nú til
sýnis fyrir gesti og gangandi.
Hjörtur Smárason var sá sem
keypti síðasta McDonalds-ham-
borgarann og lánaði staðnum
hann þegar Þjóðminjasafnið hafn-
aði gripnum. Nú vinnur Hjörtur
hjá Space Nation og segir við DV
að framundan séu bjartir tímar í
geimferðamálum.
Byltingarkennd tækniýjung
„Það var rosalegur áfangi í fyrsta
lagi að senda mann út í geim,
sem gerðist 1961, og í öðru lagi
að ná að lenda á tunglinu og
koma heim aftur. Væntingarn-
ar voru gríðarlegar, næst er það
bara mars eða einhver önnur
pláneta,“ segir hann og nefnir að
myndir eins og Star Trek og Star
Wars hafi ýtt mikið undir þenn-
an áhuga.
„Spenningurinn fyrir áfram-
haldandi geimferðum var enn til
staðar þegar ég var krakki en svo
held ég að hann hafi dvínað því
það hefur í rauninni ekkert stórt
gerst,“ segir Hjörtur.
„Geimstöðin var vissulega
byggð en hún er ekki nýtt svæði
sem við erum að komast inn á.
Það er ekki fyrr en Elon Musk
byrjar með sín ævintýri og fyrst
voru það bara nördarnir sem
fylgdust með honum og höfðu
tiltölulega litla trú á honum. Svo
er það ekki fyrr en í byrjun árs
þegar Musk sendir upp geimsku-
tluna sína með Tesluna innan-
borðs með Space Oddity með
David Bowie á fullu í útvarpinu,
og stóð Don’t Panic á skjánum og
það var fullkomið, algjörlega full-
komið og endurvakti aftur áhuga
á geimferðum og sýndi fólki að
það væri aftur eitthvað að gerast,
að mannkynið væri að ná nýjum
áfanga.“
Hjörtur segir að Musk telji lík-
legt að við getum byggt nýlend-
ur á Mars í kringum árið 2030.
„Það eru enn ákveðnar hindran-
ir sem koma í veg fyrir að það sé
hægt, ekki bara hvað varðar tíma
og peninga, heldur líka varðandi
geislun, sem er stærsta vanda-
málið. Hitt er hægt að leysa.
Ég veðja á að við munum fyrst
byggja búðir á tunglinu áður en
við höldum til Mars, en allt í einu
er þetta orðið raunhæft aftur.“
Þá fullyrðir Hjörtur að mikil-
væg þróun í nýrri tækni hafi ver-
ið þrívíddarprentarinn. „Ef þú
spyrð geimfara hvað hefur verið
stærsta byltingin
í geimtækni nýlega, þá er það
3D-prentarinn. Við sjáum í dag
slíka prentara sem geta prentað
hús og bíla og allt slíkt. Þá getum
við sett upp búðir á tunglinu og
byggt stærri og þyngri geimskutl-
ur þar í einum sjötta af þyngdar-
afli jarðarinnar. Þá er tunglið
mögulega orðin höfn fyrir frekari
kannanir út í geim. Með endur-
nýtanlegum eldflaugum sem
lækkar kostnaðinn við geimferð-
ir gríðarlega erum við komin inn
í allt annað reikningsdæmi við
kostnað við geimkönnun og upp-
byggingu á nýlendum.“ n
Frábært verð og
falleg hönnun
Kíktu á sturta.is og skoðaðu úrvalið
„Það var
spenna,
það var titringur,
það var kvíði...
Hjörtur og Gregory.