Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Blaðsíða 62
62 fólk - viðtal 25. maí 2018 M anneskjan er könnuður að eðlisfari og við viljum öll skilja eftir fótspor okk- ar út fyrir mörk plánet- unnar.“ Svo mælir geimfarinn og fyrrverandi herþotuflugmaðurinn Gregory Harold „Box“ Johnson, en hann hefur farið um víðan völl í sínu fagi. Gregory var staddur á Ís- landi í rúman sólarhring þegar DV greip hann og ræddi við hann um næstu skref í geimferðarmálum, litla Ísland og stóra drauma. Gregory var meðlimur áhafnar- innar í hinstu för geimskutlunnar Endeavor árið 2011 og hefur sinnt viðhaldsvinnu við alþjóðlegu geimstöðina. Geimferðastofnun- in NASA hefur unnið að verkefni með fyrirtækinu Space Nation. „Ef þú skoðar hvernig flug- iðnaðurinn hefur þróast síðast- liðin hundrað ár, þá sérðu að fyrst voru það aðeins þeir ríku eða fyrstu flugmennirnir sem fóru í loftið. Í dag er fátt hversdagslegra en að stíga um borð í flugvél og ferðast um loftin blá. Með tíman- um munum við sjá sambærilega þróun í geimferðalögum, fleiri og fleiri tækifæri til þess að ferð- ast út í geim. Það er og verður ein- faldara en þig grunar.“ Milljón evra á 43 mínútum „Ég gerðist hluti af Space Nation núna fyrir skömmu. Ég heyrði hvað þau voru að gera, sem er að auka meðvitund fyrir geimferða- lögum, að gera geiminn í raun að aðgengilegra fyrirbæri fyrir hverja einustu manneskju á hnettinum.“ Space Nation var stofnað árið 2013 og í upphafi síðasta árs fór fyr- irtækið af stað með netfjármögnun. Strax á fyrstu 43 mínútunum söfn- uðust milljón evrur sem var nýtt met í slíkri fjármögnun, en í heild söfnuðust 3,2 milljónir evra. Space Nation opnaði lífstílsvef í október 2017 sem nefnist Space Nation Orbit og eru áætlanir á teikniborðinu um að framleiða sjónvarpsþætti sem munu snúast um þjálfunarbúðir fyrirtækisins, en líklegt þykir að þeir verði frum- sýndir vorið 2019. „Þú hleður niður appinu sem kallast Space Nation Navigator og skoðar vefinn og öðlast þá betri skilning á því sem er í gangi í heim- inum, hvað geimurinn getur gert fyrir þig og hvernig þú getur gerst þátttakandi og komist út í geiminn.“ „Þetta snýst ekki um eitt land sem aðskilur okkur eða lokar okk- ur af, heldur alla plánetuna sem við búum á, með engum landa- mærum. Öllum löndum er boð- ið og þetta er geimur allra. Þetta verkefni snýst ekki bara um að allir viti af þessu verkefni, held- ur það að allir geta verið þátttak- endur í því,“ segir hann. „Ekki missa af ferðalaginu. Stökktu um borð og vertu þátttakandi í þessu,“ segir Johnson en hægt er að byrja geimfaraþjálfun í gegnum Space Nation Navigator appið sem er hannað í samstarfi við NASA og á næsta ári mun síðan fyrsti þátttak- andinn verða sendur út í geim eftir ítarlegan valferil. Vakinn af foreldrum og blossinn kviknaði Aðspurður hvernig áhuginn á geimferðalögum kom til hon- um var Johnson fljótur að grípa til svars, enda man hann ná- kvæma dagsetningu og tímann þegar stjörnuglampinn og stóri draumurinn varð honum ljós. „Það var þegar ég var sjö ára og bjó í Michigan. Dagurinn var 20. júlí árið 1969 í kringum níuleytið að kvöldi til. Það var komið fram yfir háttatíma en foreldrar mínir vöktu mig. Þau settu mig fyrir fram- an svarthvítt sjónvarpið og þá rann draumurinn upp fyrir mér“, segir Gregory sem vísar hér í hinn sögu- lega atburð þegar Neil Armstrong steig fyrstur manna fæti á tunglið. „Mér datt aldrei í hug að þessi draumur minn væri raunsær og enn síður að þetta væri möguleiki, en ég vissi bara að þetta var það magnað- asta sem ég hafði séð. Ég hljóp beint út, horfði á tunglið og hugsaði: „Vá, akkúrat núna er einhver gangandi á þessum hnetti. Einhverjum tókst að stíga á yfirborð tunglsins. Það tók mig 40 ár en ég gerði það að mark- miði mínu að sækjast í þau verk- efni sem ég elskaði og vildi sinna og það voru allt þættir sem leiddu að þeim möguleika að ég gæti orðið geimfari. Einhvers staðar á leiðinni þarna opnuðust dyr og ég steig í gegnum þær.“ Kallaður „Box“ – af heimskulegri ástæðu Gregory útskrifaðist úr Air Force Academy í Bandaríkjunum í maí 1984 og sótti flugþjálfun hjá Reese- flugstöðinni í Texas. Hann gegndi þar starfi flugkennara til ársins 1989. Í desember 1990 var hann svo sendur til Sádí-Arabíu og flaug 34 árásarferðir í „Eyðimerkur- storms-aðgerðinni“ (Operation Desert Storm) í Persaflóastríð- „Snýst ekki um landa- mæri, heldur hnöttinn“ n Geimfarinn Gregory Johnson heimsótti Ísland n Þættir í vinnslu um þjálfunarferli geimfara „Ég veðja á að við munum fyrst byggja búðir á tunglinu áður en við höldum til Mars. Tómas Valgeirsson tomas@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.