Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Side 62

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Side 62
62 fólk - viðtal 25. maí 2018 M anneskjan er könnuður að eðlisfari og við viljum öll skilja eftir fótspor okk- ar út fyrir mörk plánet- unnar.“ Svo mælir geimfarinn og fyrrverandi herþotuflugmaðurinn Gregory Harold „Box“ Johnson, en hann hefur farið um víðan völl í sínu fagi. Gregory var staddur á Ís- landi í rúman sólarhring þegar DV greip hann og ræddi við hann um næstu skref í geimferðarmálum, litla Ísland og stóra drauma. Gregory var meðlimur áhafnar- innar í hinstu för geimskutlunnar Endeavor árið 2011 og hefur sinnt viðhaldsvinnu við alþjóðlegu geimstöðina. Geimferðastofnun- in NASA hefur unnið að verkefni með fyrirtækinu Space Nation. „Ef þú skoðar hvernig flug- iðnaðurinn hefur þróast síðast- liðin hundrað ár, þá sérðu að fyrst voru það aðeins þeir ríku eða fyrstu flugmennirnir sem fóru í loftið. Í dag er fátt hversdagslegra en að stíga um borð í flugvél og ferðast um loftin blá. Með tíman- um munum við sjá sambærilega þróun í geimferðalögum, fleiri og fleiri tækifæri til þess að ferð- ast út í geim. Það er og verður ein- faldara en þig grunar.“ Milljón evra á 43 mínútum „Ég gerðist hluti af Space Nation núna fyrir skömmu. Ég heyrði hvað þau voru að gera, sem er að auka meðvitund fyrir geimferða- lögum, að gera geiminn í raun að aðgengilegra fyrirbæri fyrir hverja einustu manneskju á hnettinum.“ Space Nation var stofnað árið 2013 og í upphafi síðasta árs fór fyr- irtækið af stað með netfjármögnun. Strax á fyrstu 43 mínútunum söfn- uðust milljón evrur sem var nýtt met í slíkri fjármögnun, en í heild söfnuðust 3,2 milljónir evra. Space Nation opnaði lífstílsvef í október 2017 sem nefnist Space Nation Orbit og eru áætlanir á teikniborðinu um að framleiða sjónvarpsþætti sem munu snúast um þjálfunarbúðir fyrirtækisins, en líklegt þykir að þeir verði frum- sýndir vorið 2019. „Þú hleður niður appinu sem kallast Space Nation Navigator og skoðar vefinn og öðlast þá betri skilning á því sem er í gangi í heim- inum, hvað geimurinn getur gert fyrir þig og hvernig þú getur gerst þátttakandi og komist út í geiminn.“ „Þetta snýst ekki um eitt land sem aðskilur okkur eða lokar okk- ur af, heldur alla plánetuna sem við búum á, með engum landa- mærum. Öllum löndum er boð- ið og þetta er geimur allra. Þetta verkefni snýst ekki bara um að allir viti af þessu verkefni, held- ur það að allir geta verið þátttak- endur í því,“ segir hann. „Ekki missa af ferðalaginu. Stökktu um borð og vertu þátttakandi í þessu,“ segir Johnson en hægt er að byrja geimfaraþjálfun í gegnum Space Nation Navigator appið sem er hannað í samstarfi við NASA og á næsta ári mun síðan fyrsti þátttak- andinn verða sendur út í geim eftir ítarlegan valferil. Vakinn af foreldrum og blossinn kviknaði Aðspurður hvernig áhuginn á geimferðalögum kom til hon- um var Johnson fljótur að grípa til svars, enda man hann ná- kvæma dagsetningu og tímann þegar stjörnuglampinn og stóri draumurinn varð honum ljós. „Það var þegar ég var sjö ára og bjó í Michigan. Dagurinn var 20. júlí árið 1969 í kringum níuleytið að kvöldi til. Það var komið fram yfir háttatíma en foreldrar mínir vöktu mig. Þau settu mig fyrir fram- an svarthvítt sjónvarpið og þá rann draumurinn upp fyrir mér“, segir Gregory sem vísar hér í hinn sögu- lega atburð þegar Neil Armstrong steig fyrstur manna fæti á tunglið. „Mér datt aldrei í hug að þessi draumur minn væri raunsær og enn síður að þetta væri möguleiki, en ég vissi bara að þetta var það magnað- asta sem ég hafði séð. Ég hljóp beint út, horfði á tunglið og hugsaði: „Vá, akkúrat núna er einhver gangandi á þessum hnetti. Einhverjum tókst að stíga á yfirborð tunglsins. Það tók mig 40 ár en ég gerði það að mark- miði mínu að sækjast í þau verk- efni sem ég elskaði og vildi sinna og það voru allt þættir sem leiddu að þeim möguleika að ég gæti orðið geimfari. Einhvers staðar á leiðinni þarna opnuðust dyr og ég steig í gegnum þær.“ Kallaður „Box“ – af heimskulegri ástæðu Gregory útskrifaðist úr Air Force Academy í Bandaríkjunum í maí 1984 og sótti flugþjálfun hjá Reese- flugstöðinni í Texas. Hann gegndi þar starfi flugkennara til ársins 1989. Í desember 1990 var hann svo sendur til Sádí-Arabíu og flaug 34 árásarferðir í „Eyðimerkur- storms-aðgerðinni“ (Operation Desert Storm) í Persaflóastríð- „Snýst ekki um landa- mæri, heldur hnöttinn“ n Geimfarinn Gregory Johnson heimsótti Ísland n Þættir í vinnslu um þjálfunarferli geimfara „Ég veðja á að við munum fyrst byggja búðir á tunglinu áður en við höldum til Mars. Tómas Valgeirsson tomas@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.