Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2018, Síða 10
10 21. sept 2018FRÉTTIR
Mottur setja punktinn yfir i-ið á heimilinu.
Persía er sérdeild innan Parka með stök teppi og mottur.
Við bjóðum upp á sérvalin handhnýtt austurlensk teppi og fjölbreytt
úrval af vönduðum vélofnum gervi- og ullarteppum.
Bjóðum aðeins það besta fyrir þig.
Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570
VIÐARPARKET • UTANHÚSSKLÆÐNINGAR • VÍNYLPARKET • FLÍSAR • HURÐIR • TEPPI • KERFISLOFT • HARÐPARKET • INNRÉTTINGAR
Sprengjugeymslur við Norðlinga-
holt ekki færðar þrátt fyrir loforð
n Stórt hesthúsahverfi hefur risið n Íbúðabyggð færist nær
Á
Hólmsheiði standa hús þar
sem félagið Ólafur Gíslason
& Co. hefur geymt sprengi-
efni síðan 1963. Þegar upp-
bygging í Norðlingaholti hófst árið
2003 var Reykjavíkurborg gert við-
vart um að sprengjugeymslurnar
þyrftu að hverfa. Skömmu síðar
fékk hestamannafélagið Fákur út-
hlutað svæði í Almannadal, rétt
við sprengjugeymslurnar, til upp-
byggingar á hesthúsum. Nú eru
liðin fimmtán ár, borgin teygir sig
austar og Almannadalur sífellt
að verða fjölmennari og líflegri.
Þrátt fyrir gefin loforð borgarinnar
er sprengiefni enn þá geymt á
Hólmsheiði.
Mikið útivistarsvæði
Bjarni Jónsson er formaður hest-
húsaeiganda í Almannadal en þar
var hesthúsum úthlutað árið 2006
fyrir um 1.600 hross innan vébanda
Fáks. Bjarni hefur í gegnum tíð-
ina haft samband við borgina út
af geymslunum og telur að þær
verði að fara sem fyrst enda standa
sum hesthúsin aðeins tæplega 200
metrum frá þeim.
„Ég er búinn að benda þeim
á að borgin hafi lofað að færa
geymslurnar fyrir löngu síðan en
þeir draga lappirnar í þessu máli.
Fólk sem er með hesta þarna hefur
sótt um að fá að búa á þessu svæði
en hefur fengið höfnun, meðal
annars vegna nálægðarinnar við
sprengjugeymslurnar.“
Hvaða önnur áhrif hefur þetta
á ykkur?
„Í sjálfu sér engin nema ef þetta
myndi springa. Við sjáum vörubíla
í fylgd lögreglu og slökkviliðs fara
þarna þannig að þetta er í notkun.
Hér í Almannadal er að rísa mikið
útivistarsvæði, göngu- og hjóla-
stígar komnir um alla Hólms-
heiði. Það er verið að benda fólki
á að stunda hér útiveru, innan um
sprengjur. Það er mjög sérstakt að
hægt sé skipuleggja hesthúsahverfi,
með fjölmörgu áhugafólki, fjölda
skepna og túrista, innan um þetta.
Fólk er að mæta hingað um átta á
morgnana og sumir eru hérna allan
daginn. Samkvæmt borginni virð-
ist það vera í lagi og aðeins hætta á
að geymslurnar springi á nóttunni.
Það sem er hins vegar alvarlegast í
þessu er nálægðin við íbúðahverfin
í Norðlingaholti.“
Hundruðum kílóa af
sprengiefni stolið
Þegar uppbygging í Norðlinga-
holti hófst árið 2003 komu fram
ábendingar um að færa þyrfti
geymslurnar vegna öryggissjónar-
miða. Öryggismálum var þá einnig
mjög ábótavant sem kom bersýni-
lega í ljós í júlí það sama ár þegar
brotist var inn og sprengiefni
stolið.
Þjófarnir beittu þá klippum til
að komast í gegnum vírgirðingu
og borvélum til að opna hurð-
ir sem voru þó úr sérstyrktu stáli.
Náðu þeir að komast á brott með
245 kílógrömm af dýnamíti í túp-
um og rúllum.
Á þessum tíma benti sam-
ráðsnefnd um stórslysavarnir
á að nauðsynlegt væri að flytja
geymslurnar í burtu vegna upp-
byggingar íbúðahverfis í Norð-
lingaholti, vegna öryggisfjarlægða
sem verða að vera til staðar. Sú
reglugerð var uppfærð núna í vor.
Árið 2004 vakti Morgunblaðið
athygli á að dregist hefði að færa
geymslurnar og sagði Björn Axels-
son, umhverfisstjóri borgarinnar,
þá að verið væri að vinna að
lausn og reiknað með því að þær
færu lengra upp á Hólms-
heiðina. Finna átti lóð um
áramótin og vonast var
til að flutningurinn yrði
fyrri part árs 2005. Á
þeim tíma voru
1.050 metrar frá
geymslunni yfir
í íbúðabyggð-
ina og upp-
bygging í Al-
mannadal ekki
hafin.
Leyfilegt magn
sprengiefnis minnkað
Ekkert varð af flutningnum
þau áramót og síðan leið tím-
inn. Eftir innbrotið voru öryggis-
mál hert en þegar áhættumat var
gert árið 2011 stóðust geymslurn-
ar ekki kröfur gagnvart umhverf-
inu. Þar var til dæmis tekið fram
að geymslurnar væru of nálægt
Suðurlandsveginum.
Aftur var farið í að finna
nýjar staðsetningar og bæði
Geldinganes og Álfsnes skoðuð
í því samhengi. Báðar þær stað-
setningar voru hins vegar slegn-
ar út af borðinu en magn leyfi-
legs sprengiefnis í geymslunum
minnk-
að úr 50
tonnum niður í 10.
Síðan hafa liðið níu
ár og byggðin í kring
byggst jafnt og þétt
upp.
Jón Viðar Matthíasson
slökkviliðsstjóri segir að með
lækkuninni hafi áhættan verið
minnkuð til muna. Þegar áhætt-
an er metin er tekið tillit til ýmissa
þátta, til dæmis hvort um er að
ræða íbúðarhúsnæði eða skóla-
byggingar eða aðrar byggingar. Að
sögn Jóns eru áhættufjarlægðirnar
innan ásættanlegra marka. Hann
segir:
„Auðvitað vilja allir hafa þetta
sem lengst frá þar sem þeir eru.
Þar sem ekki er búið að færa þetta
þá gátum við lækkað það magn
sprengiefnis sem má geyma á
staðnum.“
Í þessu tilfelli verður lágmarks-
fjarlægð sprengjugeymslu frá
íbúðabyggð að vera 600 metrar og
800 metrar frá til dæmis leikvöll-
um og fjölförnum götum og 190
metrar frá öðrum byggingum. Eins
og áður segir eru geymslurnar
um 200 metrum frá hestamanna-
svæðinu. Þær eru 320 metrum frá
Suðurlandsveginum, 280 metrum
frá spennustöð Orkuveitunnar og
750 metrum frá íbúðabyggðinni í
Norðlingaholti.
Engar skýringar á töfum
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir
borgar fulltrúi er formaður
skipulags- og samgönguráðs
Reykjavíkurborgar. Hún getur ekki
svarað því af hverju vinnan við
flutninginn hafi ekki gengið eftir.
Við DV segir hún:
„Ég hef ekki svar á reiðum
höndum hvað það varðar en ég tel
að það sé brýnt að fara í saumana
á þessu máli og endurskoða starf-
semina.“
Munt þú beita þér fyrir því að
geymslurnar verði færðar?
„Hiklaust, þegar þetta er svona
nálægt íbúðabyggð. Þetta er stórt
land og mikið til af svæðum fyrir
þessa starfsemi.“
Nánari útfærsla liggur ekki
fyrir en ljóst er að uppbygging á
svæðinu er mikil og geymslurnar
nálægt löglegum fjarlægðar-
mörkum. Þær hamla því frekari
uppbyggingu á svæðinu. n
Kristinn Haukur Guðnason
kristinn@dv.is