Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2018, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2018, Síða 12
12 21. sept 2018FRÉTTIR Í búar í fjölbýlishúsi í miðborg Reykjavíkur eru orðnir lang- þreyttir á viðvarandi ónæði eins íbúans sem býr í íbúð á vegum Félagsbústaða Reykja- víkurborgar. Úr íbúðinni kemur stæk lykt inn á sameign og íbúinn hænir að sér villiketti með mat. Ítrekað hefur verið haft samband við Félagsbústaði í gegnum árin og var því lofað að umræddur íbúi yrði fluttur út en enn hefur ekkert gerst. Blanda af svita-, klóaks- og kattahlandsfýlu Einn eigandi íbúðar í stigagangin- um segist hafa átt erfitt með að finna leigjendur út af ástandinu. Hann hafi fengið slæmar umsagnir á AirBnb frá fólki sem hafi gist þar og þegar íbúðin var loks seld fékk eigandinn ekki jafn hátt verð fyrir og hann hefði getað fengið. Eig- andinn segir: „Íbúarnir hérna í húsfélaginu eru búnir að vera í vandræðum með mann sem leigir hér íbúð í eigu Reykjavíkurborgar. Umgengn- in er hræðilegt og stæk lykt í sam- eigninni. Heilbrigðiseftirlitið kom og staðfesti að aðstæðurnar væru óásættanlegar. Fólk frá Félags- bústöðum hefur mætt hér á fund en það hefur ekkert verið gert. Ég hef leigt mína íbúð út á AirBnb og fékk þá umsögn að stigagangurinn lyktaði eins og almenningsklósett fyrir ketti. Að lokum seldi ég íbúð- ina því að ég gat ekki lengur staðið í þessu. Maður er við það að æla við að koma inn í stigaganginn.“ Vandamálið er vegna eldri manns, einstæðings sem býr á jarðhæð hússins. Íbúarnir kvarta ekki yfir hegðun mannsins, hann sé vænsta skinn, en sóðaskapur- inn í hans íbúð er mikill. Það sést bæði í gegnum glugga og finnst á lyktinni í sameigininni. Auk þess hænir hann að sér villiketti með mat. Íbúarnir hafa margsinnis rætt við hann um sóðaskapinn, til dæmis á húsfundi. „Það er eins og hann meðtaki þetta ekki. Það er búið að banna honum að vera með ketti en hann hlýðir engu. Þetta er ekki manna- bústaður hjá honum. Ég keypti íbúð þarna árið 2013 og þá var þetta búið að ganga lengi en fer sífellt versnandi því maðurinn eldist. Þetta er blanda af svita-, klóaks- og kattahlandsfýlu.“ Segir Félagsbústaði bregðast við Auðun Freyr Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri Félagsbústaða, segist ekki geta tjáð sig um mál einstakra leigjenda, þegar DV hafði samband við hann. Hefur Reykjavíkurborg ekki ríkar skyldur til að tryggja að borgararnir verði ekki fyrir óþarfa ónæði af hálfu leigjenda ykkar? „Jú, að sjálfsögðu. Þess vegna bregðumst við við.“ Hvernig þá? „Við förum yfir þær kvartanir sem berast og höfum samband við kvartendur. Eftir það ræðum við við okkar leigutaka og reynum að átta okkur á því hvað sé í gangi.“ Koma upp margar kvartanir? „Já, þær eru algengar. Við erum með 2.500 íbúðir til leigu og eins og almennt gerist í húsfélögum, þá ríkir ekki alltaf sátt.“ Kemur fyrir að það þurfi að segja leigusamningi upp? „Það kemur fyrir, já, og erum við í raun í góðri stöðu til að leysa málið. Svona mál eru erfiðari ef viðkomandi á íbúðina sjálfur. Það er þyngra ferli að neyða fólk til að selja en að segja upp leigusamn- ingi. Uppsögn á samningi getur þó tekið nokkra mánuði.“ Hægt að bera fólk út og selja eignir á nauðungaruppboði Ónæðismál koma oft inn á borð Húseigendafélagsins en misalvar- leg þó. DV ræddi við Sigurð Helga Guðjónsson, formann félagsins, sem segir að kröftugri úrræði séu í íslenskum lögum en gengur og gerist í nágrannalöndunum. Hann segir: „Í lögum um fjöleignarhús eru reglur um réttindi og skyldur eigenda gagnvart öðrum íbúum. Það hvílir á öllum að haga séreign- inni og umgengni um sameign þannig að aðrir verði ekki fyrir óþarfa ónæði og ama. Það á við um hljóð, lykt og hvað eina. Ef einhver stendur sig ekki og brýtur þess- ar umgengnisreglur þá er ákvæði í lögunum um að aðrir eigendur eða húsfélag geti tekið ákvörðun um að gera viðkomandi að flytja burt, að undanfenginni aðvörun. Honum er þá gert að selja og er bönnuð búseta. Þarna eru úrræði og þessi grein hefur verið notuð í dómsmálum.“ Getur þú nefnt dæmi? „Já. Ákvæðið var notað í máli sem upp kom á Hverfisgötu fyrir nokkrum árum. Þar bjó kona sem hafði safnað rusli í tuttugu eða þrjátíu ár. Aðrir íbúar voru búnir að reyna allt til þess að fá hana til að hætta en þetta var einhver sjúk- dómur hjá henni. Henni var gert að flytja út af þessu. Þetta er með- al alvarlegustu málanna en fyrst og fremst hefur ákvæðið ákveðið varnargildi.“ Sigurður segir mál á borð við þetta geta haft bagaleg áhrif á ná- granna. Inn á friðsæla stigaganga þar sem fjölskyldufólk býr geti allt í einu flutt óreglufólk sem breyti sinni íbúð í dópgreni og þá er hús- friðurinn úti. Hvernig á fólk að bera sig að? „Fyrst verður að ræða mál- ið og taka það fyrir á húsfundi. Svo verður að sanna þessi brot, til dæmis með lögregluskýrslum eða öðru. Síðan þarf að höfða mál og ef dómur fæst er eignin seld á nauð- ungaruppboði.“ Unnið að flutningi mannsins í þrjú ár Málið hefur verið í gangi í mörg ár og íbúar húsfélagsins kvartað til Félagsbústaða vegna þess. Í upp- hafi árs 2015 var ákveðið að Fé- lagsbústaðir myndu senda ræsti- tækni til að þrífa íbúðina reglulega. Við það var staðið til að byrja með en um sumarið var ástandið aftur orðið slæmt og aftur haft samband við Félagsbústaði vegna málsins. Starfsmaður sagði þá að verið væri að vinna að flutningi manns- ins úr íbúðinni og lagði áherslu á að íbúðin yrði þrifin á meðan hann væri þarna. Ekkert hefur hins vegar orðið af flutningunum og langlundargeð íbúanna að þverra. Nú í septem- ber var Félagsbústöðum gert við- vart um að þetta gengi ekki lengur og að málsókn væri í undirbún- ingi. Sami starfsmaður svaraði á þann hátt að verið væri að vinna í lausn á málinu og það ætti að leys- ast á nokkrum vikum. Það er rúm- um þremur árum eftir að flutn- ingurinn átti að vera í vinnslu. n Gylfaflöt 6 - 8 S. 587 - 6688 fanntofell.is BORÐPLÖTUR & SÓLBEKKIR Íbúar í fjölbýlishúsi langþreyttir á sóðaskap leigjanda Félagsbústaða n Stæk lykt og villikettir n Hægt að höfða mál og neyða eiganda til að selja Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Villikettir, myndin tengist fréttinni ekki beint.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.