Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2018, Side 35

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2018, Side 35
Heilsa 21. september 2018 KYNNINGARBLAÐ Eríal Pole hefur verið starfandi síð-an í september 2012 og sérhæfir sig í ýmsum og fjölbreyttum af- brigðum súlufimi. Á allra síðustu árum hefur þessi líkamsrækt orðið þekktari og vinsælli og virðist komin til að vera. Við gefum Evu Rut hjá Eríal Pole orðið: „Pole fitness hefur hingað til verið aðal áherslan hjá okkur en undanfarið höfum við aukið áherslu á fleiri tegundir loftfimleika. Öll námskeiðin okkar eiga það sam- eiginlegt að reyna í senn á jafnvægi, styrk, samhæfingu og liðleika og okkur langar einnig til þess að koma því á framfæri að það er algengur misskiln- ingur að þetta séu aðeins tímar fyrir konur. Hjá okkur æfir fólk á öllum aldri, bara til gamans og fyrir sig sjálft. Engin pressa er á að keppa eða sýna og hver og einn fer upp um erfiðleikastig á eigin tíma og forsendum. Lyran, sem er einnig þekkt sem aerial hoop eða loftfimleikahringir, er t.d. sífellt að verða vinsælli. Til að byrja með vorum við bara með einn lyru-hóp sem samanstóð af pole fitness-nem- endunum okkar sem langaði að brjóta upp vikuna sína og taka einstaka tíma en núna er kominn stór hópur sem sem æfir eingöngu lyru sem er nú kennd á þremur erfiðleikastigum. Það er ótrúlega gaman að sjá þessa þróun og aldrei að vita nema lyra verði jafn vinsæl og pole á næstunni. Lyra á rætur sínar að rekja til sirkuslista og í byrjendatímunum eru kenndar aðferðir við að komast inn í hringinn, einfaldar stöður og styrkta- ræfingar sem hægt er að gera með og í hringnum. Lyrurnar er hægt að hækka og lækka eftir þörfum svo hver sem er getur gert fallegar samsetningar strax í fyrsta tíma og ekki er nauðsynlegt að hafa neinn grunn í öðrum íþróttum eða dansi til að byrja að æfa. Aerial hammock eru glænýir og spennandi tímar sem hófust í sept- ember og hafa strax slegið í gegn, en í þessum tímum munum við velta, rúlla, lyfta, snúast á hvolf og takast á flug. Æfingarnar eru framkvæmdar í mjúkri silkilykkju og sameinast áhrif úr sirku- slistum, jóga og dansi í skemmtilegri líkamsrækt. Hér er lykkjan notuð sem loftfimleikaáhald með áherslu á að búa til fallegar stöður, læra að vefja sig inn í efnið, klifra og æfa samsetningar og flæði. Önnur nýjung sem við munum byrja með í október er pole parkour sem er sambland af parkour og freerunning við pole fitness. Pole parkour byggir á ýmsum stökkum og lendingum af og á súlunni ásamt flæði og kennir fólki að yfirstíga hindranir. Notast er við hin ýmsu pole fitness-grip til þess að aðlaga heljarstökk og aðrar aflmiklar hreyfingar að súlunni. Við mælum líka mikið með flex- -tímunum okkar. Það hefur verið mjög mikil vöntun á liðleikatímum þar sem er einmitt verið að einblína á að komast í splitt og spígat og brú. Það eru auðvit- að jógatímar á flestum ræktarstöðvum en þeir eru ekki að einblína á þessi stóru markmið eins og splittið, sem flestir fullorðnir láta sig bara dreyma um. Fólk sem lyftir mikið þarf til dæmis nauðsynlega á góðum axlateygjum og bakteygjum að halda sem flexið bíður einmitt upp á. Komdu og upplifðu skemmtilega og krefjandi tíma sem koma þér í frábært form. Hvetjandi andrúmsloft og fjölbreytt námskeið. Lífið er betra á hvolfi í Eríal Pole!“ Á myndunum eru Davíð Már, pole parkour-þjálfari, og Lilja Salóme, lyru- og hammock-þjálfari. www.erialpole.is Auk námskeiða þá var Erial Pole einnig að opna meðferðarstofu í Fascial Stretch Therapy sem er sú eina sinnar tegundar á Íslandi. Hægt er að lesa sér til um það á vefsíðunni. Lífið er betra á hvolfi í Eríal Pole!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.