Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2018, Qupperneq 60

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2018, Qupperneq 60
60 21. sept 2018 Í Shoreditch er afar mikilvægt að vera töff. Því kemur það sér vel að það er ekki hægt að gista á meira töff stað en CitizenM-hótelinu í hverfinu. Um er að ræða litla hótelkeðju sem er aðeins í ellefu borgum í veröldinni en auðvitað bara mjög töff borgum, til dæmis á Times Square í New York, í Taipei, Amsterdam og Kúala Lúmpúr, svo einhverjar borgir séu nefndar. Staðsetning hótelsins er frábær en það eru opnu rýmin, mótakan og barinn, sem eru framúrskarandi. Þar er mikið líf og þægilegt að setjast niður með drykk og njóta lífsins. Sjálf herbergin eru frekar lítil en afar vel hönnuð. Þar er stórt og þægilegt rúm krúnudjásnið en einnig sú staðreynd að öllu rafmagni, hljóði og birtu er stjórnað úr handhægri spjaldtölvu. Rúsínan í pylsuendanum er að tveggja manna herbergi kostar um 20 þúsund krónur á hverja nótt sem verður að teljast hagstætt verð á góðu hóteli í London. FÓLK - FERÐALÖG Shoreditch í London er perla sem allir verða að heimsækja M argir Íslendingar sem heimsækja London reglulega eiga það til að dveljast um of í sömu hverfunum, til dæmis Soho, Covent Garden, Kensington, Mayfair, Marylebone og Notting Hill. London hefur upp á margt annað að bjóða og því getur verið skemmtilegt að brjótast úr viðjum vanans og heimsækja önnur hverfi stórborgarinnar. Eitt slíkt hverfi er Shoreditch-hverfið í London sem er falin perla í stórborginni. Á 8. og 9. áratug síðustu ald- ar var Shoreditch í niðurníðslu og þar var fátt sem gladdi augað. Fast- eignaverð var lægra þar en annars staðar og það er gömul saga og ný að slík hverfi fara smátt og smátt að vekja athygli fjöldans. Ungt fólk og listamenn fóru gera sig þar heimkomna og skyndilega var Shoreditch orðið paradís „hipster- anna“. Shoreditch liggur alveg við fjármálahverfi London, „City“. Andstæðurnar verða vart meiri því flestar byggingarnar í Shore- ditch eru lágreistar og skreytt- ar götulistaverkum sem síðan renna saman við ógnarhá glerhýsi mammons. Það gerir að verkum að það mallar í suðupotti mannlífs í hverfinu. DV lagði línurnar fyrir stór- kostlega helgarferð til Shoreditch í London. Stórkostlegur markaður sem hefur verið starfræktur í um 350 ár. Markaðurinn var endurhannaður í október 2017 og er óhætt að fullyrða að það hafi heppnast vel. Litlir áhugaverðir verslunarbásar í rólegu umhverfi og allt um kring eru frábærir matarvagnar sem eru hver öðrum betri. Þegar maður gengur um markaðinn er ekki hægt annað en að skammast sín fyrir Kolaportið íslenska. Óhætt er að mæla með „pulled pork“- samlokunni frá Dirty Bagels. Við Bethnal Green Road stendur Boxpark-verslunarmiðstöðin, sú fyrsta sinnar tegundar. Hún var opnuð árið 2011 og síðan endurhönnuð árið 2017. Um er að ræða verslunarmið- stöð sem er búin til úr um 60 gámum sem eru haganlega tengdir saman. Þar eru um 27 skemmtilegar búðir og 19 veitingastaðir og barir, hver öðrum skemmtilegri. Halloumi- -franskarnar á Poptata eru syndsamlega góðar. Við Great Eastern Street, skammt frá Box- park, er hin stórskemmtilega matarhöll Dinerama sem nýtur mikilla vinsælda. Þar eru tæplega fimmtíu veitingabásar, frekar en staðir, sem bjóða upp á mat og drykk frá öllum heimshornum. Tónlistin er nokkuð hávær þarna og staðurinn er smekkfullur allar helgar. Nauðsynlegt er að bragða á bao bun-samlokunum frá Yum Bun. Einn besti veitingastaðurinn í Shoreditch er íransk/indverski veitingastaðurinn Dish oom, sem er við Boundary Street. Ekki er hægt að panta borð en gestir geta vænst þess að bíða í 1–1½ klukkustund eft- ir borði. Það er þó fullkomlega þess virði. Ef lambaheili (behja) er á matseðlinum þá má enginn láta það ljúfmeti framhjá sér fara. Það er afar skemmtilegt að ganga niður Brick Lane og skoða það sem fyrir augu ber, sérstaklega úrvalið af indverskum og bangladesskum matsölustöðum. Þar eru margir gimsteinarnir en einnig margir forarpyttirnir sem ber að varast. Einn af þeim allra bestu og vinsælustu er veitingastaðurinn Aladin sem fékk heiðursútnefningu „besta karríhúsið á Brick Lane“ og flaggar því við hvert tækifæri. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Gisting: Dishoom Dinerama: Boxpark: Rölt niður Brick Lane Herbergi á CitizenM-hótelinu Bar og setustofa á CitizenM Old Spitalfields Market:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.