Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2018, Side 61

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2018, Side 61
KYNNING DEKURA: Einstök þjónusta í umsjón leiguhúsnæðis Félagarnir Davíð Karl Wiium og Davíð Vilmundarson eru brautryðjendur í umsjón og umsýslu eigna í skamm- tímaleigu. Árið 2014 stofn- uðu þeir þjónustufyrirtækið Dekura sem sérhæfir sig í umsjón á húsnæði sem leigt er út í gegnum Airbnb og aðra sambærilega vefi. Þá bjóða þeir einnig sérhæfða umsjón gistiheimila af öllum stærðum og gerðum. Þjónustuframboð Dekura fyrir eigendur húsnæðis í skammtímaleigu spannar vítt svið og leggur fyrirtækið áherslu á að bjóða faglega og heildræna þjónustu til viðskiptavina sinna. Rekstur skammtímaleigu- húsnæðis getur verið ansi tímafrekur og krefst tölu- verðra fórna og umtals- verðrar skipulagningar af hálfu leigusala. Það er ótal margt sem þarf að huga að þegar kemur að því að gera leigjanda ánægðan. Fyrir utan það að hafa íbúðina í toppstandi, tandurhreina og allt aðgengi með besta móti þegar nýr leigjandi bankar upp á, þá þarf leigusali að vera til taks til að taka á móti leigjendum og vera auk þess reiðubúinn til að leysa úr hinum ýmsu vandamál- um sem upp geta komið á öllum tímum sólarhrings. Samhliða fullri vinnu og fjöl- skyldu getur þetta verið ansi þungur baggi fyrir leigusala að takast á við. Dekura býður upp á heildarþjónustu sem tekur á öllu því sem viðkemur rekstri á eignum í skamm- tímaleigu, allt frá þrifum upp í alhliða umsjón eignanna. Þá sér Dekura um öll samskipti við gesti auk þess sem allt lín, handklæði og annað sem þarf að vera til staðar fyrir gesti meðan á dvöl stendur er innifalið í heildarþjónustu félagsins. Með aðstoð Dekura getur leigusali tekið á móti töluvert fleiri viðskiptavinum en ella og fengið betri umsagn- ir, sem eykur samstundis verðgildi íbúðarinnar og leigutekjurnar sem af henni koma. Hjá fyrirtækinu starfa í dag 12 manns sem sjá um hin ýmsu verkefni og státar Dekura sig af einu færasta þrifnaðarteymi í bransan- um. Auk þess starfrækir Dekura fullbúið þvottahús í höfuðstöðvum sínum við Skólavörðustíg. Eftir fjögur ár í þessum rekstri vita starfs- menn Dekura hvað til þarf til að uppfylla gæðakröfur ferðamanna og hvernig hámarka má nýtingu leigu- húsnæðis. Þar sem nú er orðið heim- ilt að leigja út eign sína í allt að 90 daga á ári þá færist sífellt í aukana að fólk nýti sér þá heimild til að fjár- magna að hluta til eða fullu þegar farið er í frí. Sífellt eykst straumur ferðamanna til landsins og komur þeirra farnar að dreif- ast jafnar yfir árið og aðal- ferðatímabil ársins sífellt að lengjast, því er gott að vera tímanlega í skipulagningu á útleigu húsnæðis fyrir þau sem á það hyggja. Dekura er í nánu sam- starfi við teymi sérfræðinga í leyfismálum og aðstoðar viðskiptavini sína við að fá þau leyfi sem þarf, viðskipta- vininum að kostnaðarlausu, hvort sem um er að ræða 90 daga leyfi eða fullgilt gistileyfi. Til þess að panta þjón- ustu frá Dekura má hafa samband í gegnum vefsíðu fyrirtækisins https://dekura. is eða senda póst á netfang- ið dekura@dekura.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.