Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 4

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 4
4 Ljósmæðrablaðið - desember 2014 Stórt og mikið blað er nú komið á koppinn, ljósmæður eru duglegar að senda inn efni til birtingar í blaðið, bæði ritrýndar greinar og fræðslugreinar. Tvær ritrýndar greinar eru í blaðinu, er það frábært í okkar litla ljósmæðra- samfélagi að við náum að gefa út fagtímarit tvisvar á ári með ritrýndum greinum. Axlarklemma er bráðaatvik sem orðið getur í fæðingu og oftast án þess að gera boð á undan sér. Mikilvægt er að fagfólk sem starfar við fæðingar hafi góða faglega og verklega þekk- ingu til að takast á við slíkt. Í blaðinu er ritrýnd grein um þetta viðfangsefni. Af frásögnum ljós- mæðra sem þátt tóku í rannsókninni má álykta að þær séu úrræðagóðar og með mikla þekk- ingu og færni í að takast á við axlarklemmu í fæðingu. Engu að síður hafa þær upplifað streitu og andlegt og líkamlegt álag í kjölfar slíkra atburða. Á Landspítalanum eru skipulagðar bráðaæfingar í fæðingarhjálp, kallað PROMT, kynning á þeim er í blaðinu. Allir sem vinna við fæðingarhjálp á Landspítala þurfa að fara á þessar bráðaæfingar einu sinni á ári, þar er meðal annars farið yfir viðbrögð við axlarklemmu og er mikil- vægt að samhæfa og æfa rétt verklag. Til langs tíma hefur ekki verið einhugur um skilgreiningu of lágs blóðsykurs hjá nýburum og engar leiðbeiningar verið til um eftirlit með blóðsykri nýbura á kvenna- og barnasviði Landspít- ala. Ákvörðun um mælingu blóðsykurs hjá nýbura ætti að byggja á nákvæmu mati á heilsufari móður á meðgöngu, gangi fæðingar og ástandi barns með tilliti til áhættuþátta og einkenna blóðsykurs- lækkunar. Í blaðinu er ritrýnd grein um blóðsykursmælingar hjá nýburum. Í niðurstöðum greinarinnar kemur fram að nauðsyn sé á leiðbeiningum, sem byggðar eru á gagnreindri þekkingu, til að styðja við klíníska ákvarðanatöku hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra og lækna og draga þannig úr bæði of- og vangrein- ingu lágs blóðsykurs hjá nýburum. Skilgreina þarf aðgerðarmörk of lágs blóðsykurs í þeim tilgangi að draga úr breytileika í ákvarðanatöku og auka þannig gæði þjónustu við nýbura og foreldra þeirra. Dr. Dennis Walsh, ljósmóðir frá Bretlandi, kom til landsins í október sl. til að hafa fræðslu- dag fyrir starfsfólk fæðingarvaktar á Landspít- ala. Megin þema dagsins var hvernig á að standa vörð um eðlilegar fæðingar. Hann lagði mikla áherslu á að konur hefðu góðan aðgang að baði í fæðingunni og hann hvatti okkur til að reyna að hafa hana sem náttúrulegasta þrátt fyrir einhver inngrip, eins og gangsetningar. Hann talaði um að ljósmæður þyrftu að hlusta á sitt innsæi, en í dag getur það stangast á við verk- lagsreglur. Hann talaði um að ljósmæður þyrftu að vera sveigjanlegar í sínum störfum, því engin kona er eins. Íslenskar ljósmæður hafa verið í útrás, kannski aldrei meira en á þessu ári sem er að líða, gaman er að lesa sögu Ólafíu sem var að vinna í Hong Kong í rúmt ár. Hugleiðingar að þessu sinni eru frá nokkrum ljósmæðrum sem hafa farið til Noregs til að vinna á vegum starfsmannaleigu. Greinilegt er, að þó að fæðingar séu ekkert öðru- vísi en á Íslandi, þá þarf að setja sig inn í heilmikið í kringum þær, eins og tölvukerfi, tungumálið og tæki og tól á deildunum. Það má segja að útrásin sé ekki einungis á erlendri grundu því tvær ljós- mæður tóku við rekstri 9 mánaða á þessu ári. Í haust voru þær með opið hús til að kynna starfsemina. Fjölbreytt starfsemi er hjá þeim Guðrúnu (Gúu) og Elínu Örnu og verður spennandi að fylgjast með þeim í framtíðinni. Ég óska ljósmæðrum og öðrum lesendum blaðsins gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári. Ritstjóraspjall Hrafnhildur Ólafsdóttir ritstjóri Ljósmæðrablaðsins R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L Ljósmæðrafélag Íslands óskar öllum ljósmæðrum og fjöskyldum þeirra, gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum þeim fjölmörgu ljósmæðrum sem unnið hafa óeigingjarnt starf fyrir félagið. Með kærri kveðju - Stjórn Ljósmæðrafélags Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.