Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Síða 31

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Síða 31
31Ljósmæðrablaðið - desember 2014 samantektar um val á fæðingarstað og þar kemur alveg skýrt fram að tíðni eðlilegra fæðinga er hærri á ljósmæðrareknum einingum eða í heimafæðingum. Ég virði, þrátt fyrir það, ákvarðanir ykkar. Þið hafið ykkar ástæður til að gera þetta svona. En helsta áskorun ykkar þegar þið blandið deildunum saman er að leggja áherslu á eðlilegar fæðingar. Þetta er ekki stór deild. Margar rannsóknir sýna að þegar fæðingardeildir eru mjög stórar, þá gangi síður að viðhalda eðlilegu fæðingarferli, en ef deildin er með færri en 3.000 fæðingar á ári, þá eru fleiri tækifæri og meiri styrkur til að halda í eðlilegt ferli. Þetta er ekki eins og verksmiðja, þetta er persónulegt. Þið getið unnið saman í teymi en þetta er mikil áskorun fyrir ykkur. Við skulum vona að þið verði eða verðið fyrsti staðurinn sem sýnir að þetta sé hægt. Getur þú gefið okkur einhver ráð? Á þessum tveimur dögum sem við höfum verið hérna saman þá tók ég eftir einu jákvæðu. Það komu tveir fæðingarlæknar sem segir mér að bæði ljósmæður og læknar hafa skilning á mikilvægi þess að viðhalda eðlilegum fæðingum. Eins og annar læknirinn sagði: „Við erum ekki svo ólík, við viljum það sama“. En þið verðið að vera mjög einbeitt og skuldbundin eðlilegum fæðingum. Ekki hagræða lífeðlis- fræðinni hjá konum með áhættuþætti. Svo hvernig farið þið að þessu? Í fyrsta lagi skuldbindið þið ykkur sömu hugmyndafræðinni og í öðru lagi þurfa ljósmæðurnar að hafa trú á eðlilegum fæðingum svo að læknar verði ekki kallaðir til. Þú kallar bara í þá ef þörf er á. Þú reynir að vernda eðlilegar fæðingar þó að þið vinnið á sama svæði. Þið verðið að mæla og þið eruð að gera það. Þið verðið að halda utan um tölfræðina sem segir ykkur að þið séuð að ná markmiðunum, ég veit að þið eruð að gera það að einhverju leyti. Ég myndi hvetja ykkur til að mæla einnig fæðingar- stellingar, nálastungur, hypnobirth, vatnsbólur, nudd, eða þær aðferðir sem eru til þess fallnar að lækka tíðni mænurótardeyfinga. Eftir þessa tvo daga finnst mér að þið þurfið að undirbúa konur á meðgöngu, efla foreldrafræðslu, ræða fæðingaráætlun við þær, því það er gott fyrir þær að byrja að plana fæðinguna, þá er þetta þeim efst í huga. Held að óskin um mænurótardeyfingu sé mikil áskorun fyrir ykkur, þið eruð með háa tíðni hér á landi. Þú talaðir um sveigjanleika til að aðstoða konur í áhættufæðingu til að fæða eðlilega, styðja við eðlilegt ferli eins og hægt er, segðu okkur frá því. Ég held að þó að konan þurfi að fá vissa meðferð, lyf eða gangsetn- ingu, sé samt mikilvægt að reyna að styðja eðlilegt fæðingarferli. Það sem ég sting upp á til að hjálpa til við það er góður aðgangur að baði. Fæðing í vatni hefur marga kosti fyrir konur, hún dregur úr epidural tíðni, eykur líkur á/styður við upprétta stellingu, býr til næði eða ákveðna friðhelgi í herberginu. Konan er við stjórn, því hún er í vatn- inu og það ver hana fyrir því að ljósmóðirin geri eitthvað við hana. Svo ég held að það séu margir kostir við að stuðla að vatnsfæðingu fyrir konur í áhættumeðgöngu. Ég myndi líka hvetja ykkur til að rannsaka betur vatnsfæðingar, ég held að þið séu ekki að gera mikið af því. Þið ættuð að íhuga það af því ég tel að hún verndi spöngina. Ég veit að þið eruð með sérstakt átak hér um verndun spangarinnar, en ég tel að heildarsýnina skorti ef þið rannsakið ekki vatnsfæðingar sérstaklega. Þetta er eitthvað sem þið getið gert fyrir þennan hóp. Mælir þú með lífeðlisfræðilegri fæðingu á 3ja stigi fæðingar, þ.e. að fylgjan fæðist í baðinu? Já, það er í lagi, í Englandi er engin ákveðin regla. Eitt af því sem er gott við það er að þegar barnið er fætt er vatnið heitt, móðirin heldur á barninu, jafnvel með það á brjósti. Það er þægilegt og gott því umhverfið er gott. Því er það synd að biðja konuna að koma upp úr baðinu og trufla þessa stund. Það er hægt að fæða fylgjuna í vatn- inu. En það gildir bara fyrir þær konur sem eru með eðlilegt fyrsta og annað stig fæðingar. Annað gildir fyrir konur sem eru með einhverja fylgikvilla. En fyrir konur sem eru í eðlilegri meðgöngu þá ætti þetta að vera í boði. tíma rakadrægniAllt að Pampers leggur mikla áherslu á vöruþróun, með það að markmiði að bjóða bestu bleiu sem foreldrar geta valið fyrir börnin sín. Pampers hefur þróað nýtt og stærra yfirlag á bleiurnar sem dregur bleytu hraðar frá viðkvæmri húð barnsins. Húðin helst þurr og barnið getur sofið ótruflað lengur. Pampers bleiur hafa nú fengið viðurkenningu fyrir gæði frá Skin Health Alliance, óháðum samtökum húðlækna sérfræðinga og vísindamanna á því sviði.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.