Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Page 38

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Page 38
38 Ljósmæðrablaðið - desember 2014 þær að hafa minnst eins árs starfsreynslu í heimalandinu. Ákveðið var að stjórn NJF sendi ráðherranefnd Norðurlandasamtakanna bréf þar sem bent væri á að menntun landanna sé mjög lík og samstarfssamn- ingur milli landanna hafi verið í gildi. Þetta skjóti því skökku við og samræmist heldur ekki EU-regluverkinu. Vinnulag á stjórnarfundum NJF Tillaga kom fram frá finnska ljósmæðrafélaginu að á fundunum væri lögð áhersla á eitt eða tvö málefni sem væri mikilvægt fyrir alla. Mikill tími hefur farið í umfjöllun um skýrslur landanna sem flestum finnst afar mikilvægt. Aftur á móti vill brenna við að mætt sé á fundina án þess að hafa kynnt sér vel skýrslur landanna sem eiga að berast minnst fjórum vikum fyrir fundinn. Einnig var rætt enn einu sinni að gott væri að ályktun eða fréttatilkynning færi frá öllum aðildarlöndunum að fundi loknum þar sem fram kæmi það sem hæst bar í umræðunum. Ýmis önnur mál voru rædd á fundinum og eitt margra mála var umræða um hversu löng vinnuvika er hjá ljósmæðrum sem vinna fulla vinnu í löndunum: Danmörk: 37 tímar (hægt er að taka kvöld- og næturvaktarálag út í fríum sem þýðir þá 30‒32 stunda vinnuvika. Hádegishlé er innifalið. Finnland: 38,15 stundir eða 114 klst. og 45 mín. á þremur vikum ef unnin er vaktavinna. Færeyjar: 40 stundir, óháð því hvor unnin er vaktavinna eða ekki. Hádegishlé er innifalið. Ísland: Sama og í Færeyjum. Noregur: 37,5 stundir (hádegishlé innifalið) ef ekki er unnin vakta vinna. 35,5 stundir ef unnar eru þrískiptar vaktir. Ef vaktir eru mikið um helgar eða t.d. á hátíðisdögum getur vinnuskylda farið niður í 33,5 stundir). Svíþjóð: 40 stundir í dagvinnu, 37‒38,25 stundir (án hádegishlés) ef unnið er á vöktum. Framundan Næsti stjórnarfundur verður haldinn í Reykjavík 19‒20 maí 2015. Næsta ráðstefna Norðurlandasamtakanna verður í Gautaborg 12.‒14. maí 2016 en þá er sænska ljósmæðrafélagið 130 ára. Stjórnarfundur NJF verður haldinn fyrir fundinn. Ísland mun svo halda ráðstefnuna 2019, á 100 ára afmæli LMFÍ. Allar frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá undirrituðum. Fylgstu með okkur á Facebook / www.gamlaapotekid.is Fást í öllum helstu apótekum um land allt VELJUM ÍSLENSKT Barnalínan frá Gamla apótekinu inniheldur engin viðbætt ilm- og litarefni. Vörurnar í Barnalínunni eru íslenskar vörur þróaðar í samstarfi við lækna og lyfjafræðinga. PI PA R \ TB W A • SÍ A • 1 31 0 32 / BARNIÐ Verndar og nærir dýrmæta húð

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.