Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Side 8
8 30 nóvember 2018FRÉTTIR V anlíðanin sem ég hef upp­ lifað vegna þessa máls er nánast óbærileg. Ég fylltist viðbjóði og upplifi mig svo óhreina að ég gæti klórað mig til blóðs. Ég veit ekkert hvort mynd­ irnar af mér og systur minni séu í dreifingu eða ekki. Varnarleysið er algjört og mér líður eins og mér hafi verið nauðgað andlega,“ segir Patricija Velina í samtali við DV. Fyrir rúmum mánuði var fyrr­ verandi stjúpfaðir hennar, Gints Davidons, dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi á héraðsdómsstigi fyrir blygð­ unarbrot gegn Patriciju og yngri systur hennar. Brotin fólust í því að á rúmlega árstímabili faldi Gin­ ts síma sinn ítrekað inni á baðher­ bergi heimilis þeirra og tók upp myndskeið af systrunum við að athafna sig. Við rannsókn málsins fundust, auk myndbanda af systr­ unum, fleiri myndir af ungum kon­ um á tölvu Gints, sem hann hafði tekið sjálfur auk gríðarlegs magns af myndum sem hann hafði hlaðið niður af netinu. Patricija segir dóminn og málsmeðferðina til skammar. „Það liðu rúm tvö ár frá því að byrjað var að rannsaka málið og þar til að dómur féll. Á meðan gat hann um frjálst höfuðið strokið og haldið uppteknum hætti. Niðurstaðan er sú að hann þarf ekki einu sinni að sitja inni fyrir sína viðbjóðslegu glæpi,“ segir Patricija. Hún fór fram á tvær milljónir króna í miskabæt­ ur en mat dómstólsins var að 350 þúsund krónur væru hæfilegar bætur. „Þetta er nokkrir tímar hjá sálfræðingi og í engu samhengi við þann miska sem ég varð fyrir. Það mun taka mig langan tíma að vinna mig út úr þessu,“ segir Pat­ ricija. Henti brauðrist í konuna sína sem hélt á ungum syni þeirra Patricikja er 26 ára gömul og er frá Lettlandi. Móðir hennar flutti til Íslands ásamt yngri systur henn­ ar í leit að betra lífi á sínum tíma. Hér á landi kynntist hún Gints, sem einnig er frá Lettlandi. Þau hófu sambúð og fljótlega eign­ uðust þau son saman. Patricija elti síðan móður sína til Íslands fyrir nokkrum árum og flutti inn á heimilið til móður sinnar og stjúp­ föður. „Hann kom vel fram við mig og við náðum að mörgu leyti ágæt­ lega saman til að byrja með. Ég varð þó fljótlega vör við að hann kom afar illa fram við mömmu. Hann virtist finna veikleika hjá henni og nýtti sér það til hins ýtrasta. Ég hef þó alltaf haft bein í nefinu og því passaði hann sig alltaf í kringum mig. Um leið og ég brá mér út af heimilinu hófst of­ beldið,“ segir Patricija. Nefnir hún sem dæmi um ofsafengin reiðiköst fyrrverandi stjúpföður síns að hann hefði í eitt sinn hent brauðrist í móð­ ur hennar þegar hún hélt á ný­ fæddum syni þeirra. „Hann var algjört skrímsli. Samskipti okk­ ar urðu þá mjög slæm því ég leyfði honum ekki að komast upp með þessa framkomu gagnvart henni,“ segir Patricija. Hún bjó í ár á heimilinu en gafst svo upp og flutti að heiman til kærasta síns. Allan þennan tíma hélt hún að ofbeldið beindist aðeins gegn móður sinni og hafði ekki hug­ mynd um hið dulda ofbeldi sem var í gangi gagnvart henni og yngri systur hennar. „Mamma skildi síð­ an loksins við Gints skömmu síðar. Áreitið var slíkt að henni fannst sér ekki vært á Íslandi og fluttist því til Danmerkur,“ segir Patricija. Gat ekki afborið að horfa á myndböndin Gints tók síðan saman við aðra konu hér á landi. „Sú kona er einnig frá Lettlandi og við könnuðumst aðeins við hana, hún og mamma eiga sameigin­ lega vinkonu,“ segir Patricija. Það voru þau tengsl sem urðu til þess að upp komst um hin hræðilegu myrkraverk Gints. „Mamma fékk skyndilega skilaboð frá sameigin­ legu vinkonunni um að sambýlis­ kona Gints hefði fundið myndir og myndbönd af dætrum hennar í tölvunni hans. Myndir sem greini­ lega voru ekki teknar með okkar leyfi og vitneskju. Mamma hringdi síðan í mig og mér varð flökurt þegar ég heyrði hvers eðlis mynd­ irnar voru,“ segir Patricija. Sambýliskona Gints kom myndunum til hennar á minnis­ lykli en Patricija gat ekki hugs­ að sér að skoða innihaldið. „Mér fannst tilhugsunin ógeðsleg. Ég hefði ekki getað afborið að horfa á myndböndin. Ég keyrði því Síðumúla 30 - Reykjavík Hofsbót 4 - Akureyri Tvennutilboð Microfiber sæng og koddi Verð: 9.900 Fullt verð: 13.300 „Mér líður eins og mér hafi verið nauðgað andlega“ n Stjúpfaðir Patriciju tók upp myndbönd af henni og yngri systur hennar á baðherbergi heimilisins n Hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Gints Davidons fékk þriggja mánaða skilorðs- bundinn dóm fyrir að taka upp myndbönd af stjúpdætrum sínum yfir eins árs tímabili á baðherbergi heimilis þeirra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.