Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Síða 20
20 MATUR 30 nóvember 2018 Í sannleika sagt langaði mig aldrei að verða bóndi. Ég átti nokkur hross og var í hesta­ mennsku en þáverandi eigin­ maður minn var með stóra drauma og keypti jörð með þessari eggjaframleiðslu. Ég var að vinna á leikskóla á Skagaströnd og hætti þar til að taka við þessu búi,“ segir Rakel Eyfjörð Tryggvadóttir. Rakel er fædd og uppalin í Reykjavík en í lok október árið 2011 flutti hún á fyrrnefnda jörð fyrir norðan og gerðist eggjabóndi. Henni leist vel á sig fyrst um sinn en fljót­ lega breyttist sveitadraumurinn í martröð. „Mér fannst hugmyndin góð, aðallega fyrir hrossin, en ég vissi ekkert um hænur. Hreint út sagt hafði ég aldrei hugsað út í það hvaðan eggin kæmu, nema nátt­ úrulega úr hænunni. Ég hafði aldrei pælt í neinu þessu tengdu enda aldrei talað um það neins staðar. Í febrúar árið 2017 gafst ég hins vegar endanlega upp á sál og líkama.“ Hænurnar skiptu ekki máli Í sjö ár vann Rakel sem eggjabóndi og var það hennar upplifun að lítið væri hugsað um heilsu hænanna. Eggin skiptu höfuðmáli. „Satt að segja þegar ég byrjaði að vinna við hænsnabúið þá var eins og eitthvað dæi innra með mér eftir því sem tíminn leið. Ég varð tilfinningalega dofin gagn­ vart dýrum, orkulaus og þreytt. Ég var mjög vansæl þann tíma sem ég vann við þetta. Mér fannst ég alls staðar ganga á veggi þegar ég reyndi að berjast fyrir vel­ ferð hænsnanna. Ég þreif eins og andskotinn hjá þeim til að gera þessar ömurlegu aðstæður betri að einhverju leyti en auðvit­ að tókst það ekki – þær voru enn fangar. Ég fékk endalaust hrós frá Heilbrigðiseftirlitinu um hreinlæti í húsinu en fékk síðan að heyra að hænurnar skiptu ekki máli. Það voru eggin sem skiptu máli, hvaðan eggið kemur og hvert það fer. Ég hélt samt áfram að sótt­ hreinsa og þrífa eins og enginn væri morgundagurinn. Ég fékk síðan Matvælastofnun í heimsókn einu sinni á ári og sama var uppi á teningnum þar. Eingöngu spáð í eggin, ekki velferð hænsnanna,“ segir Rakel. Dauðar hænur rotna með þeim lifandi Hún skefur ekkert utan af því þegar hún er spurð hvernig slík bú gangi fyrir sig. „Þegar unginn kemur í hús þá er hann ekki farinn að verpa. Hann er fluttur í litlum plastkössum og er tuttugu til þrjátíu ungum þjappað saman í kassa. Þeir geta varla and­ að og alls ekki hreyft sig. Þeir eru síðan settir inn í búrin með hama­ gangi því annars gæti fuglinn dáið, bæði út af ferðalaginu, þorsta og kvíða eða þrengsla. Margir fuglar deyja í ferlinu, kremjast, væng­ eða fótbrotna. Þá þarf að snúa þá úr hálsliðnum og henda þeim í ruslið,“ segir Rakel og greinilegt að fer um hana þegar hún lítur til baka. „Þegar fuglinn fer að verpa hefst eggjaframleiðslan sem slík. Fuglinn skortir ekki mat og er vel fóðraður í sínu litla búri sem hann deilir með tveimur til þremur hæn­ um. Þær geta því ekki snúið sér við nema traðka á hver annarri. Sími 555 3100 www.donna.is Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu Ég lifði af „Hænan þjáist frá fæðingu til dauða“ n Rakel Eyfjörð var eggjabóndi í sjö ár n Segir meðferð á hænsnum hrottafengna n Er vegan í dag Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is Það fer um Rakel þegar hún rifj- ar upp tímann í hænsnabúinu. „Þær eru gasaðar hjá stærri búum en á þeim minni eru þær jafn- vel handsnúnar úr hálslið hver á fætur annarri
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.