Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Síða 27
FÓLK - VIÐTAL 2730 nóvember 2018 „Mikið vald sem felst í ákæruvaldinu og með það þarf að fara varlega byrðina og þarf að sanna allt það sem er hinum kærða í óhag.“ Sérstaða kynferðisbrota felist þó í hvers konar sönnunargögn- um ákæruvaldið hafi úr að moða. Í nauðgunarmálum skiptir fram- burður brotaþola og geranda oft mestu og stundum er engum öðr- um gögnum fyrir að fara. „Við erum oftast með tvo framburði, geranda og þolanda.“ Því skiptir framburð- ur einstaklinga mun meira máli í brotaflokknum heldur en til dæm- is í efnahagsbrotamálum þar sem oftast er fyrir að fara sýnilegum og áþreifanlegum sönnunargögn- um og framburður getur því skipt þar mun minna máli en ella þegar mikið af sönnunargögnum liggur fyrir. Þegar ákæruvaldið er að meta hvort ákæra verði gefin út í eins- töku máli þarf að fara vel yfir framburð málsaðila. „Við erum þá að kanna hvort innbyrðissam- ræmi sé í frásögn aðila.“ Þó er þess ekki krafist að aðilar greini frá atvikum nákvæmlega eins milli skýrslutakna og til þess tek- ur ákæruvaldið fullt tillit og hef- ur hlotið þjálfun í að meta eðli- legt misræmi. Mikið af tíma saksóknara fer í að horfa á mynd- bandsupptökur af skýrslutökum til að gera trúverðugleikamat á fram- burði. Eðlilegt misræmi getur til dæmist falist í því að brotaþoli eða meintur gerandi séu í miklu upp- námi við upphaflega skýrslutöku, vegna þá brots eða handtöku, einnig getur tími liðið milli þess sem skýrslur eru teknar af sama aðila. Staðan verður erfiðari þegar framburður beggja aðila er metinn trúverðugur og ekki eru til frekari sönnunargögn. „Við þurfum að fara eftir sönnunargögnunum og ef ég hef ekkert í höndunum nema tvo trúverðuga framburði og engin önnur gögn, þá hef ég í rauninni ekki neitt og ber lagaleg skylda til að fella málið niður.“ Þetta stafar af því að saksóknarar eiga ekki að fara með mál fyrir dóm nema þeir telji það líklegt til sakfellis. „Ef við teljum að þarna sé eitthvað sem getur stutt við framburð, þá ákær- um við.“ Hversu líklegt til sakfellis? En þá vaknar spurningin um hversu viss saksóknari þurfi að vera í sinni sök til að fara með mál fyrir dóm. Hundrað prósent? Öll mál yfir fimmtíu prósentum? „Þetta er mjög áleitin spurning fyr- ir saksóknara að spyrja sig. Flestir sem vinna á þessu sviði eru sam- mála um að mörkin liggi markvert lægra í kynferðisbrotamálum en í öðrum brotaflokkum og við látum frekar reyna á þau heldur en önn- ur brot.“ Varðandi tölfræði yfir sakfell- ingar í kynferðisbrotamálum, seg- ir Kolbrún að þær tölur séu í beinu samhengi við það sem að framan segir, saksóknarar reyna frekar að sækja kynferðisbrotamál þó svo þeir meti líkur til sakfellingar lægri en í öðrum málum, en hlutfall sak- fellinga í kynferðisbrotamálum er svona í kringum 70%, sem er tölu- vert lægra en í öðrum brotaflokk- um. „Ef sakfellingahlutfallið í kyn- ferðisbrotum yrði 90% þá þætti mér við saksóknarar ekki vera að sinna hlutverki okkar. Það er eðli- legt að þetta hlutfall sé lægra út af þeirri sérstöðu sem brotaflokk- urinn hefur.“ Kolbrún segir að margt hafi breyst til batnaðar á síðustu miss- erum. Rannsóknarvinnan n Mikilvægt að tala kerfið ekki niður n Sannleikurinn er markmiðið n Verður aldrei 100% ákært og 100% sakfellt í nauðgunarmálum„Mér finnst öll umræða um kyn- ferðisbrot vera góð, svo lengi sem hún er málefnaleg, fagleg og byggð á staðreyndum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.