Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Qupperneq 40
Bækur og menning 30. nóvember 2018KYNNINGARBLAÐ Vestfirskt atvinnuleikhús á hjólum Kómedíuleikhúsið er fyrsta og eina atvinnuleikhúsið á Vestfjörðum, stofnað árið 1997. Leikhúsið hefur sett á svið yfir 40 leikverk sem eiga það flest sameiginlegt að tengjast sögu Vestfjarða á einn eða annan hátt. „Leikhúsið starfaði fyrstu þrjú árin í borginni en flutti búferlum vestur um síðustu aldamót, þá kom einfaldlega í ljós að við vorum fyrsta og eina atvinnuleikhúsið á Vestfjörðum,“ segir Elfar Logi Hannesson, forystumaður og leikari Kómedíuleikhússins, en hann er, að eigin sögn, jafnframt eini atvinnuleikarinn sem búsettur er á Vestfjörðum. „Þegar við settum upp okkar fyrstu leiksýningu vestra kom náttúrlega ekkert annað til greina en að setja upp einleik.“ Á þriðja tug útgáfuverka Fyrsti einleikur Kómedíuleikhússins var Leikur án orða, 2001, eftir Samuel Beckett en eftir það hafa allir einleikirnir komið úr smiðju leikhússins. Þess er gaman að geta að Kómedíuleikhúsið hefur starfað talsvert í útgáfu og gefið út yfir á þriðja tug verka. „Í ár gefum við út tvær bækur sem báðar tengjast Vestfjörðum sterkum böndum. Fyrst skal nefna verkið Geisli Bíldudal. Um miðja síðustu öld kom út á Bíldudalsblaðið Geisli. Ritstjóri var séra Jón Kr. Ísfeld, sóknarprestur á Bíldudal. Blaðið var safnaðarblað en gerði þó meira en að miðla kristilegu efni því í hverju tölublaði voru fréttir úr heimahögum auk margs konar fróðleiks um Bíldudal og Arnarfjörð í fortíð og samtíð. Hér gefur að líta úrval úr Geisla þann tíma sem blaðið var gefið út á Bíldudal 1946–1960. Öllu kristilegu efni er þó sleppt þótt allt sé það gott og sérlega blessað. Geisli segir sögu Bíldudals eins og hún hefur aldrei verið sögð áður,“ segir Elfar. „Hin bókin sem við gefum út í ár er Allir dagar eiga kvöld, ljóðaúrval Stefáns frá Hvítadal. Hér er á ferð sérlega vönduð útgáfa með úrvali úr ranni þessa áhrifamikla skálds er kenndi sig við Hvítadal. Hann var vormaður í orðsins fyllstu merkingu bæði í verkum sínum og ljóðlistinni sjálfri. Skáldið er fólksins æð, kvað hann í einu ljóða sinna. Ósjaldan hitti hann á æð sinna lesenda í ljóðum sínum sem eru mörg hver með því dásamlegasta og áhrifaríkasta í ljóðlistasögu þjóðarinnar. Ljóð hans hafa þó eigi verið aðgengileg í svo veglegri útgáfu í meira en hálfa öld.“ Leikhús landsbyggðarinnar Bækur Kómedíuleikhússins fást í bókaverslunum um land allt sem og á heimasíðunni komedia.is. Leikhúsið hefur gefið út á þriðja tug bóka. Margar bækur tengjast vitanlega Vestfjörðum á einn eða annan hátt, nú eða þá leikhúsinu. „Við höfum gefið út þó nokkrar leikhúsbækur m.a. kennslubókina Leikræn tjáning og Einleikjasaga Íslands,“ segir Elfar Logi en báðar bækurnar eru eftir hann. „Við erum, jú, leikhús landsbyggðarinnar,“ bætir Elfar við. „En segja má að árið 2005 hafi orðið straumhvörf í Kómedíuleikhúsinu. Þá frumsýndum við leikritið Gísli Súrsson sem er langmest sýnda leikrit Vestfjarða og þótt víðar væri talið og leitað. Hefur það verið sýnt yfir 320 sinnum bæði hér heima og erlendis. Það hefur tvort tveggja verið sýnt á íslensku og ensku og í dag sýnum við langoftast á ensku fyrir erlenda ferðamenn sem sækja okkur heim. Hvert leikhús þarf sína mjólkurkú og það má sannlega segja að hjá okkur sé það Gísli Súrsson.“ Kómedíuleikhúsið er leikhús á hjólum og ferðast um land allt með sýningar sínar. Nýjasta sýning leikhússins er Valhöll en þar fylgjumst við með æðsta og elsta goðinum, Óðni, en hann er einnig goð skáldskapar, dauðra, hernaðar, töfra og galdra og rúna. n
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.