Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Síða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Síða 41
Bækur og menning 30. nóvember 2018 KYNNINGARBLAÐ BÓKASAFN ÁRBORGAR: Alltaf heitt á könnunni Bókasafn Árborgar samanstendur af þremur bókasöfnum. Þá er Bókasafn Selfoss staðsett í fallegasta húsinu á Selfossi. Bókasafnið á Stokkseyri er í grunnskólanum þar og Bókasafnið á Eyrarbakka er til húsa í Blátúni. „Ásamt því að hýsa bókasöfn Árborgar þá erum við með fjölda menningarviðburða. Við erum með tónlistarviðburði, listasýningar, upplestra og margt fleira. Það má alltaf bóka að það sé eitthvað skemmtilegt að gerast á bókasöfnunum. Svo er auðvitað alltaf notalegt að koma hingað og kíkja í blöðin. Það er alltaf heitt á könnunni!“ segir Heiðrún Dóra Eyvindardóttir. Dagskrá á Bókasafni Árborgar, Selfossi Fyrsti desember: Á morgun munum við opna fyrsta Jólagluggann í bænum kl. 10.00, sem myndlistamaðurinn Rakel Sif Ragnarsdóttir sá um að skreyta. Í framhaldi verða opnaðir nýir jólagluggar hjá hinum ýmsu fyrirtækjum á hverjum degi fram að jólum. Þrettándi desember: Rithöfundurinn Bjarni Bjarnason les upp úr nýrri bók sinni, Læknishúsinu. Sagan er æsispennandi fjölskyldu-, ættar- og draugasaga og á sér stað í læknishúsinu á Eyrarbakka,“ segir Heiðrún. Viðburður hefst kl. 17.15 og eru allir velkomnir Alltaf eitthvað að gerast Sýningasalurinn Listagjáin er starfræktur í kjallara bókasafnsins á Selfossi. „Við erum alltaf með opna myndlistarsýningu í Listagjánni og er þetta í raun eini salurinn á Selfossi þar sem eru alltaf sýningar. Núna stendur yfir falleg málverkasýning Rakelar Sifjar sem starfar jafnframt á safninu. Hún sér alla jafna um skreytingar á safninu og hefur til að mynda skreytt jólagluggann og gerði allar skreytingar í barnadeildinni. „Á hverjum fimmtudegi kl. 10.30 kemur Kiddý, sem er fyrrverandi leikskólakennari, til að lesa fyrir börnin. Þessar stundir eru alltaf þéttsetnar af áhugasömum börnum og foreldrum þeirra enda er Kiddý ótrúlega lifandi í lestrinum og með áratuga reynslu,“ segir Heiðrún. „Mig langar sérstaklega að minnast á öldungaráðið, sem er skipað fólki á öllum aldri. Þau koma saman á hverjum morgni til skrafs og ráðagerða og fara yfir landsins gagn og nauðsynjar.“ Kökuform til leigu Það er ljóst að Bókasafn Árborgar býður upp á skemmtilega dagskrá í aðdraganda jólanna og ættu flestir að geta fundið sér viðburði við hæfi. „Það er svo notalegt að koma við í safninu, finna sér bók til að lesa, kannski detta inn á einhverja tónleika. Svo má ekki gleyma því að Bókasafnið á Selfossi er eina bókasafnið á landinu sem er með kökuform til leigu!“ segir Heiðrún. Nánari upplýsingar má nálgast á bokasafn.arborg.is http://bokasafn. arborg.is/ Tölvupóstur: bokasafn@arborg.is Austurvegur 2, Selfossi Sími: 480-1980 Opnunartími yfir vetrartíma: 1. september–15. maí. Virkir dagar: 8.00–19.00 og laugardagar: kl. 10.00–14.00 Eyrarbraut 2, Stokkseyri Sími: 480-3223 Opið er mánudaga og fimmtudaga kl. 16.00–18.00. Þriðjudaga kl. 19.00– 21.00 Túngötu 40, Eyrarbakka Sími 480-1991 Opið er mánudaga og fimmtudaga kl. 16.00–18.00. Þriðjudaga kl. 19.00– 21.00 n
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.