Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Qupperneq 42
Bækur og menning 30. nóvember 2018KYNNINGARBLAÐ Frá því að við opnuðum aftur í ágúst hefur gestafjöldinn tvöfaldast frá því sem áður var og gestir eru afskaplega ánægðir með breytingarnar,“ segir Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri. Safnið var opnað að nýju í sumarlok eftir gagngerar breytingar og má segja að upp sé risið nýtt og stærra listasafn. „Við tókum efstu hæðina í notkun og tengibygginguna á milli Ketilhússins og listasafnsins. Opnuðum kaffihús og sjö nýja sali. Það er mikill kostur að þurfa ekki lengur að loka safninu þegar skipt er um sýningar því það eru alltaf nokkrar aðrar sýningar í gangi. Safnið er því opið alla daga vikunnar. Núna erum við til dæmis með sex sýningar í gangi og fjölbreytnin er mikil, þetta er allt frá klassík upp í það nýjasta. Sem dæmi um hið fyrrnefnda má nefna sýninguna Úrval úr safneigninni og sýninguna Svipir sem kemur frá Listasafni ASÍ, en það eru portrett eftir gömlu meistarana. En auk þess erum við með það allra nýjasta, til dæmis splunkuný verk eftir Magnús Helgason og Hjördísi Frímann,“ segir Hlynur. Aukin fjölbreytni hefur ekki bara stórfjölgað gestum safnsins heldur segir Hlynur að aldurssamsetning sýningargesta sér orðin mun fjölbreyttari auk þess sem fólk staldri mun lengur við í safninu núna þegar meira er í boði. Sýning sem breytist og þróast á hverjum degi „Stóra sýningin okkar núna er Örn Ingi Gíslason – Lífið er leik-fimi. Eitt það skemmtilegasta við þessa sýningu er að hún er að breytast og þróast á hverjum degi. Á opnuninni voru bara auðir veggir og fullt af kössum en síðan er Halldóra Arnardóttir sýningarstjóri að taka upp úr kössunum af þessu æviverki Arnar Inga, sem lést í fyrra. Sýningin verður ekki endanleg fyrr en á lokadegi í janúar og eðlilega koma margir oft á hana.“ Fjölbreyttir viðburðir eiga sér stað á sýningunni og þann 1. desember verða listakonurnar Brák Jónsdóttir og Hekla Björt Helgadóttir þar með gjörning sem ber yfirskriftina Fullveldið endurskoðað, taka tvö – Rósaboðið. Tvær nýjar sýningar eru núna í undirbúningi og verða opnaðar í byrjun febrúar. Þá mun Tumi Magnússon sýna vídeó- og hljóðverk og þær Kristín Gunnlaugsdóttir og Margrét Jónsdóttir verða með sýningu sem áður var sett upp í Nordatlantens Brygge í Danmörku og ber heitið Super Black. Þar verða til sýnis áhrifarík málverk og leirlistarverk. Sýningaropnun 8. desember: Ange Leccia Hinn þekkti franski listamaður Ange Leccia opnar sýningu í Ketilhúsinu þann 8. september. „Þetta er vídeóverk sem byggt er á verki sem hann sýndi í Listasafni Íslands. Þetta er hins vegar önnur útfærsla en verkið heitir Hafið eða La Mer,“ segir Hlynur. Gjafakortin frábær jólagjöf Sem fyrr segir er nýtt og stærra listasafn risið upp eftir endurbætur á Listasafninu á Akureyri. Það eru fleiri og fjölbreyttari sýningar, kaffihús og viðburðir. Listasafnið á Akureyri er því orðinn staður þangað sem sífellt fleiri sækja sér upplifun, skemmtun og andlega næringu. Fyrir þá sem vilja sækja safnið oft og fylgjast með því sem þar er að gerast er mun hagstæðara að kaupa árskort í safnið í stað þess greiða aðgang hverju sinni. Árskortin eru líka frábær jólagjöf og þau má kaupa í afgreiðslu safnsins í Listagilinu á Akureyri. http://www.listak.is/is/ n Endurnýjað Listasafn á Akureyri vekur hrifningu – Árskort í safnið frábær jólagjöf
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.