Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Blaðsíða 48
Bækur og menning 30. nóvember 2018KYNNINGARBLAÐ
Jólamenning í Mosfellsbæ
Ljósin tendruð á jólatré Mosfellsbæjar í dagLaugardaginn 1. desember
verða ljósin tendruð á jólatré
Mosfellsbæjar við hátíðlega athöfn
á Miðbæjartorginu kl. 16.00.
Tendrun ljósanna á jólatrénu á
miðbæjartorginu hefur um árabil
markað upphaf jólahalds í bænum og
á sér fastan sess í hjörtum bæjarbúa
sem fjölmenna á viðburðinn ár hvert.
Skólakór Varmárskóla, ásamt
skólahljómsveit Mosfellsbæjar, spilar
fyrir gesti og gangandi, Matti Matt
tekur nokkur jólalög og gera má ráð
fyrir að einhverjir jólasveinanna komi
ofan úr Esju þennan dag til að dansa
í kringum tréð með börnunum.
Kakó, kaffi og nýbakaðar vöfflur
Eftir að dansað hefur verið í kringum
jólatréð verður haldið inn í Kjarna
þar sem Kammerkór Mosfellsbæjar
mun syngja lög ásamt strengjasveit
Listaskóla Mosfellsbæjar og Barnakór
Lágafellskóla. 4. flokkur kvenna í
knattspyrnu í Aftureldingu sér um
sölu á heitu kakó, kaffi og vöfflum
og jóla Pop-up markaður er opinn í
Kjarna frá 12.00–18.00.
Þrettándabrenna, flugeldasýning
og jólahyski
Hin árlega þrettándabrenna
Mosfellsbæjar verður haldin
laugardaginn 5. janúar. Brennan er
einn stærsti viðburður bæjarins og
á ári hverju leggur mikill fjöldi leið
sína í Mosfellsbæ til að taka þátt í
hátíðarhöldunum. Blysför leggur af
stað frá Miðbæjartorginu kl. 17.30
og gengið verður niður Þverholtið
að Leirunum. Skólahljómsveit
Mosfellsbæjar leikur og Stormsveitin
spilar fyrir gesti. Álfakóngur,
álfadrottning, Grýla, Leppalúði
og þeirra hyski verða á svæðinu.
Björgunarsveitin Kyndill sér um
glæsilega flugeldasýningu.
Bókmenntahlaðborð Bókasafns
Mosfellsbæjar var haldið 15.
nóvember. n
©Mosfellingur